Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 10
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ísland hefur skuldbundið sig til að
draga verulega úr losun gróður-
húsalofttegunda á næstu árum.
Samningur þess efnis var undirrit-
aður í New York á degi jarðar, þann
22. apríl síðastliðinn.
„Ef að líkum lætur verða Íslend-
ingar að draga úr
notkun jarðefna-
eldsneytis um
350-400 þúsund
tonn á næstu 15
árum. Þetta
verður ekki gert
nema með veru-
legum fjárfest-
ingum í innviðum
samfélagsins –
sérstaklega í
stóraukinni notkun á rafmagni,“
segir orðrétt í minnisblaði Gísla
Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóa-
hafna sf., sem kynnt var á síðasta
stjórnarfundi félagsins.
Skip verði tengd rafmagni
Í minnisblaði Gísla fjallar hann
m.a. um tengingar skipa við raf-
orkukerfi í landi, en í reglugerð
sem nýlega tók gildi er tiltekið að
skip sem liggja við bryggju skuli
nota rafmagn úr landi í stað skipa-
eldsneytis eftir því sem kostur er. Á
það fyrirkomulag að stuðla að
auknum loftgæðum og draga úr
mengun.
Er það niðurstaða Gísla í minnis-
blaðinu að til þurfi að koma fjár-
hagsstuðningur ríkisins við hafnir
til að efla lágspennukerfi þannig að
togarar og smærri skip geti öll
tengst landrafmagni í 10 stærstu
höfnunum á Íslandi.
Þá segir Gísli að með fjárhags-
stuðningi ríkisins og samstarfi
hafna og raforkufyrirtækja mætti
koma upp háspennutengingum í
Reykjavík og á Akureyri. Miðað við
fjölda skemmtiferðaskipa væri
einnig æskilegt að slíku kerfi væri
komið upp á Ísafirði. Hafnirnar hafi
ekki fjárhagslegt bolmagn til að
koma þessum búnaði upp og því er
lagt til að það verði gert með fjár-
stuðningi ríkisins.
Á fundinum lýsti stjórn Faxaflóa-
hafna yfir stuðningi við þau atriði
sem fram koma í minnisblaðinu og
fól Gísla að senda umhverfisráð-
herra og eigendum Faxaflóahafna
sf. minnisblaðið.
Umræðan um landtengingu
skipa (cold ironing) hefur vaxið síð-
ustu ár, segir í minnisblaði Gísla
Gíslasonar. Landtengingar skipa
séu þekkt tækni og því eitt af því
sem mögulegt sé að gera nú þegar
til að minnka notkun jarðefnaelds-
neytis.
Verða að þróa landtengingu
Íslensk skip og hafnir verði því
að þróa búnað sinn fyrir landteng-
ingu sem hluta þess verkefnis Ís-
lendinga að ná árangri í loftslags-
málum. Íslenskar hafnir hafa frá
árinu 1980 boðið upp á landteng-
ingu skipa með svokölluðu lág-
spennukerfi, sem þýðir að smærri
skip og flestir togarar, íslensku
varðskipin og skip Hafrannsókna-
stofnunar og fleiri hafa getað tekið
landrafmagn. Ekki hafi þó verið
unnt að tryggja togurum nægt afl
til að knýja frystikerfi og krana við
löndun, en í almennri viðlegu hefur
þetta kerfi þjónað skipum upp að
ákveðinni stærð.
Núverandi rafmagnsbúnaður og
töflur margra skipa eru ekki gerðar
til að hægt sé að taka landrafmagn.
Með endurnýjun skipaflotans á
næstu árum og áratugum muni
þetta vafalaust breytast. Þar sem
lágspennukerfinu sleppir tekur við
háspennukerfi. Engin slík kerfi eru
á Íslandi, en í nokkrum höfnum er-
lendis hafa þau verið að ryðja sér til
rúms, segir Gísli.
Uppsetning háspennukerfa er
mjög kostnaðarsöm (hver tenging
kostar hundruð milljóna) og nánast
alls staðar þar sem þau hafa verið
sett upp hefur framkvæmdin að
stórum hluta verið kostuð af ríki,
sveitarfélagi, héraði, ESB eða öðr-
um sjóðum. Þá er aflþörf skipa
mjög mismunandi.
Gróft talið má segja að minni
kaupskip þurfi 1 - 4 MW á meðan
skemmtiferðaskip þurfa 7-14 MW,
segir Gísli.
Auka þarf landtengingu skipa
Fjárframlag ríkisins þarf til að efla lágspennukerfi þannig að togarar og smærri skip geti öll tengst
landrafmagni í 10 stærstu höfnunum á Íslandi Uppsetning háspennukerfa kostar hundruð milljóna
Morgunblaðið/Ómar
Sundahöfn Flest hafa verið fjögur skemmtiferðaskip samtímis í Reykjavík. Öll keyra þau ljósavélar í höfn. Hafnir hafa boðið minni skipum landtengingu.
Gísli Gíslason
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Stefnt er að því að semja sérstaklega
um kjör skipstjórnarmanna og vél-
stjóra á hvalaskoðunarbátum og hef-
ur verið boðað til fundar hjá ríkis-
sáttasemjara í dag hjá samnings-
aðilum; Samtökum atvinnulífsins
fyrir hönd hvalaskoðunarfyrirtækja,
Félagi vélstjóra og málmtækni-
manna (VM) og Félagi skipstjórnar-
manna.
Enginn heildstæður kjarasamn-
ingur hefur verið í gildi innan þessa
ört vaxandi geira að sögn Guðmund-
ar Ragnarssonar, formanns VM.
Hann segir að kjarasamningur hafi
verið í gildi á milli Framsýnar og
hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík
en sá samningur hugnist ekki VM.
Greinin hefur vaxið ört
„Ef horft er til baka þá voru fyrir-
tæki í hvalaskoðun lítil. Í dag er
þetta stór atvinnugrein og þá verður
að vera til alvöru kjarasamningur
fyrir þá sem starfa innan greinarinn-
ar,“ segir Guðmundur. Hann segir
að félagið hafi fyrir nokkrum árum
gefið út einhliða launatöflu fyrir
starfsmenn á hvalaskoðunarbátum
til viðmiðunar og síðan þá hafi verið
stefnt að því að gera kjarasamning
við fyrirtæki í greininni.
„Við förum yfir málin, þreifum
fyrir okkur,“ segir Guðmundur,
spurður um efni fundarins í dag.
Hann vonast til þess að fulltrúar
stóru hvalaskoðunarfyrirtækjanna
komi fram með hugmyndir um
hvernig þeir sjái þetta fyrir sér en
Samtök atvinnulífsins koma að
samningaborðinu fyrir hönd hvala-
skoðunarfyrirtækjanna.
Guðmundur segir félögin tvö
stefna að því að gera kjarasamninga
um fleiri tegundir siglinga innan-
lands, þ.m.t. ferjusiglingar, í fram-
haldinu af gerð samninganna við
hvalaskoðunarfyrirtæki. ash@mbl.is
Ör vöxtur kallar
á kjarasamninga
Án samninga á hvalaskoðunarskipum
Morgunblaðið/Eggert
Kjaramál Samningsaðilar setjast að
borðinu hjá ríkissáttasemjara í dag.
Í Reykjavík hafa nokkur skip verið tengd heitu vatni til upphitunar og
áhugi er hjá nokkrum aðilum að taka þann hátt upp. Dráttarbátar Faxa-
flóahafna sf. eru tengdir hitaveitu, hvalveiðbátarnir, skip Hafrannsókna-
stofnunar, Landhelgisgæslunnar og Gamli Óðinn svo dæmi séu nefnd. Ef
skip eru búin ofnakerfi líkt og byggingar þá er hitun skipa með heitu
vatni hagkvæmur kostur á sama hátt og þar sem hitaveitur eru til staðar
til húshitunar.
Hituð með heitu vatni
HITAVEITA TENGD Í SKIP