Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Nemendur 10. bekkjar í Árskóla á
Sauðárkróki gerðu sér lítið fyrir og
gáfu 110 þúsund krónur úr bekkjar-
sjóði til Ívars Elís Sigurjónssonar,
fimm ára flogaveiks stráks á Sauð-
árkróki.
Ívar Elí er búinn að berjast við
flogaveiki í tvö ár. Þegar verst er
fær hann allt að 20 köst á dag. Eftir
tveggja ára meðferð á Íslandi eru ís-
lenskir læknar orðnir ráðalausir og
hafa ákveðið að senda hann til Bost-
on í læknisrannsóknir núna í maí.
Margar fjáraflanir til styrktar Ív-
ari hafa farið fram á Sauðárkróki og
voru krakkar í 10. bekk Árskóla
ekki lengi að hugsa sig um þegar
stungið var upp á þeirri hugmynd að
styrkja Ívar. Ákveðið var að gefa
110 þúsund krónur úr bekkj-
arsjóðnum, sem annars átti að fara í
vasapening til nemenda í ferðalag-
inu, en þeir eru alls 42 í bekknum.
Nemendurnir hafa safnað í allan
vetur fyrir útskriftarferð til Dan-
merkur sem farin verður í lok maí
og töldu þeir ekki eftir sér að hver
og einn léti 2.500 krónur af hendi
rakna til Ívars Elís og fjölskyldu
hans. arora49@live.com
Ljósmynd/Laufey Harpa
Styrkur Formenn nemendafélags Árskóla,
Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Róbert
Smári Gunnarsson ásamt Ívari Elí litla.
Gáfu 110 þúsund
úr bekkjarsjóðnum
Viðskiptamogginn alla fimmtudaga
Mikið úrval af fatnaði og skóm fyrir sumarið!
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?
Póstsendum
Mikið úrval af
sundfatnaði
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Leiktæki, sem stóð óklárað við Afla-
granda í Vesturbæ Reykjavíkur,
hefur nú verið fjarlægt, en bent
hafði verið á slysahættu af tækinu.
Í skriflegu svari frá Reykjavík-
urborg til Morgunblaðsins kemur
fram að úttekt borgarstarfsmanna á
tækinu í gær hafi leitt í ljós að það
væri ekki öruggt börnum og var það
því fjarlægt. „Í það vantaði hluti og
frágangi var verulega ábatavant,“
segir í svarinu. Ennfremur segir þar
að öruggasta leiðin hafi verið að fjar-
lægja leiktækið og lagfæra það á
öruggum stað. Til stendur að koma
leiktækinu fyrir aftur á svipuðum
stað innan tveggja vikna, eftir að
gerðar hafa verið á því endurbætur,
og þá verður einnig ráðist í að ganga
frá fallvörnum og öðrum öryggis-
atriðum.
Íhlutir pössuðu ekki í
Framkvæmdir hófust seint síð-
asta vetur og leiktækið var því ekki
komið upp fyrr en 27. október 2015.
Aðrar framkvæmdir biðu vegna
vetraraðstæðna.
Við eftirlit í lok mars 2016 kom í
ljós að tækið hafði ekki verið stað-
sett miðað við upphaflega hönnun og
hafði sú staðsetning áhrif á stærð ör-
yggissvæðis. Þá var ákveðið að girða
svæðið af þar til búið væri að ganga
frá tækinu í samræmi við hönnun.
„Seinkun á lokafrágangi var einkum
til komin vegna þessa að íhlutir í
kastalann og rennibrautina frá selj-
anda pössuðu ekki og panta þurfti
nýja,“ segir í svarinu frá Reykjavík-
urborg. ash@mbl.is
Leiktækið lagað á
öruggum stað
Morgunblaðið/Júlíus
Í fyrradag Hér má sjá leiktækið,
sem hafði staðið óklárað um skeið.
Í gær Svona var umhorfs á svæðinu í gær. Leiktækið hafði verið fjarlægt.