Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
M
ovie Mania er
kannski ekki sér-
staklega góð við-
skiptahugmynd en
hefur þó veitt vinum
og vandamönnum höfundarins og
hönnuðarins, Axels Ólafs Smith,
ómælda ánægju allt frá því hann
lagði spilið á borðið fyrir þá um jólin í
hittifyrra. Enda var hann ekkert að
hugsa um peninga þegar honum datt
í hug að búa sjálfur til spurningaspil
um kvikmyndir sem eru hans aðal-
áhugamál líkt og allrar fjölskyld-
unnar, þar á meðal eiginmannsins,
Troy Andrew Porter. Axel Ólafur sló
hugmyndir sinna nánustu um útgáfu
spilsins strax út af borðinu.
„Algjörlega óraunsætt,“ segir
hann. „Notkun tónlistar, ljósmynda
og tóndæma úr bíómyndum í gróða-
skyni væri tvímælalaust brot á höf-
undarréttarlögum. Ég get ekki einu
sinni ímyndað mér umstangið við að
leita uppi alla rétthafana eða kostn-
aðinn við að kaupa af þeim réttinn ef
því væri að skipta, “ bætir hann við.
Aukinheldur hefði Axel Ólafur
hvorki tíma til að standa í flóknum
samningaviðræðum við herskara lög-
fræðinga stóru kvikmyndaveranna í
útlöndum né vesenast að öðru leyti í
útgáfu. Hann þarf að sinna sínu starfi
sem lyfsali hjá Lyfjum og heilsu vest-
ur í bæ, þar sem hann hefur skammt-
að fólki lyfin sín nánast allar götur
frá því hann lauk námi í lyfjafræði
fyrir hartnær tuttugu árum. Og unir
því alveg ljómandi vel. Kvikmynda-
og spilaáhuganum, sem hefur fylgt
honum svo lengi sem hann rekur
minni til, svalar hann eftir vinnu.
1.800 spurningar í 5 flokkum
„Frá því ég var krakki höfum við
fjölskyldan haft óskaplega gaman af
að spila ýmiss konar borðspil, sér-
staklega spurningaspil. Við spilum
mikið Trivial Pursuit og öllum finnst
kvikmynda- og tónlistarspurning-
arnar skemmtilegastar, en hötum að
sama skapi íþróttaspurningarnar.
Þess vegna fór ég að gamni mínu að
pæla í spili sem byggðist eingöngu á
þekkingu á bíómyndum og væri svo-
lítið öðruvísi uppbyggt en önnur spil
sem við þekktum. Þegar ég var kom-
inn með hugmyndina fullmótaða í
kollinn byrjaði ég að dúlla mér við að
semja spurningar og síðan að hanna
umgjörðina, spilaspjaldið og þvíum-
líkt,“ segir Axel Ólafur, sem kynnti
aðra og endurbætta útgáfu spilsins til
sögunnar í þröngum hópi fyrir síðustu
jól.
Spilið samanstendur af um 1.800
spurningum í 5 flokkum og snýst í
stórum dráttum um að fá sem flest
stig og um leið flest Óskarsverðlaun. Í
upphafi leiks ákveða leikmenn, sem
geta verið tveir eða fleiri – og þá tveir
eða fleiri í saman í liði – upp á hversu
mörg stig skuli spilað. Teningnum er
kastað. Milli fjögurra hornreita, Ósk-
ars-reita, eru 9 minni reitir í flokk-
unum fimm; ljósmynd, karakter,
plakat, tóndæmi og tilvitnun, og eiga
leikmenn að svara hvaða kvikmynd
hvert um sig tengist. Markmiðið er
að komast sem oftast á Óskars-reit
því þeir gefa flest stig, en þar snúast
spurningarnar um allt sem lýtur að
Óskarsverðlunum fyrr og síðar, t.d.
er spurt hver hafi verið valinn besti
leikstjórinn 2007 og tilnefndir taldir
upp. „Þar getur pínu heppni ráðið úr-
slitum, en að öðru leyti reynir spilið á
þekkingu,“ útskýrir Axel Ólafur.
Sem höfundur Movie Mania hef-
ur Axel Ólafur allt of mikið forskot til
að taka þátt í leiknum sem óbreyttur
leikmaður. Hann veit nefnilega svar-
Lyfsali með bíó-
og spiladellu
Axel Ólafur Smith lyfsali svarar umhugsunarlaust hátt í tvö þúsund spurningum í
borðspilinu Movie Mania. Hann veit hvaða tónlist og tilvitnanir tengjast bíómynd-
unum, þekkir nöfn leikaranna og karakteranna sem þeir leika svo fátt eitt sé talið.
Axel Ólafur hefur þó litla möguleika á að hreppa Óskarinn því fjölskyldu og vinum
finnst ósanngjarnt að höfundurinn og hönnuðurinn hafi forskot í eigin spili.
Morgunblaðið/Ófeigur
Tómstundir Axel Ólafur lyfjafræðingur svalar kvikmynda- og spilaáhuga
sínum eftir vinnu í Lyfjum og heilsu þar sem hann hefur starfað í um 20 ár.
Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir
Kvikmyndaæði Borðspilið Movie Mania er fyrir tvo eða fleiri – og þá tvo eða
fleiri saman í liði. Í upphafi er ákveðið upp á hversu mörg stig skuli spilað.
Markmiðið er að kom-
ast sem oftast á Ósk-
ars-reit því þeir gefa
flest stig, en þar snúast
spurningarnar um allt
sem lýtur að Óskars-
verðlaunum.
Norræna húsið og hreyfingin Hjólað
óháð aldri bjóða gesti velkomna á
opna kynningu á verkefninu Hjólað
óháð aldri kl. 17 - 18.30 í dag,
fimmtudag 19. maí.
Dorthe Pedersen kynnir áhrif og
framgang verkefnisins um allan
heim. Einnig verður heimildarmyndin
The Grey Escape frumsýnd á Íslandi.
Í myndinni er fylgst með ferðalagi
sautján íbúa á hjúkrunarheimilum,
þegar þeir hjóla frá Danmörku til
Noregs til að afhenda Norðmönnum
hjól.
Hreyfingin Hjólað óháð aldri var
stofnuð 2012 af Ole Kassow, en hann
vildi gefa eldri borgurum tækifæri til
að komast aftur á hjólin en varð að
yfirvinna skerta hreyfigetu þeirra.
Lausnin fólst í farþegahjólum og hóf
hann að bjóða íbúum hjúkrunarheim-
ilis í nágrenninu í hjólatúra.
Sóley Tómasdóttir, forseti borg-
arstjórnar, opnar samkomuna og að
lokinni sýningu myndarinnar verða
umræður um stöðu Hjólað óháð aldri
á Íslandi.
Dagskráin fer fram á ensku. Allir
velkomnir!
Vefsíðan www.hjoladohadaldri.is
Grái flóttinn í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hjólað Sumt eldra fólk á erfitt með að hjóla vegna skertrar hreyfigetu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.