Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 16

Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heim- ild til að bjóða út nýja Vest- mannaeyjaferju. „Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að ferjan verði boðin út fljótlega er ljóst að hér er um að ræða langt útboðsferli,“ segir í at- hugasemdum með frumvarpinu. Þar kemur fram að skylt sé að auglýsa útboðið á Evrópska efna- hagssvæðinu auk þess sem fara þarf að reglum og viðhafa það verklag sem almennt gildir um sérhæft út- boð sem þetta. Gera þurfi ráð fyrir umtalsvert lengri tíma vegna aug- lýsingar en lágmarksfrestur kveður á um, vegna eðlis útboðsins. Líklegt sé að bæði erlendir og innlendir að- ilar kunni að bjóða í smíðina og þurfi því að taka mið af sumarfríum bjóðenda bæði hérlendis og erlendis varðandi ákvörðun um lengd til- boðsfrests. Auglýst í sumarbyrjun? Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að hægt verði að aug- lýsa útboðið í sumarbyrjun og að hægt verði að opna tilboð síðsumars eða í haust. Reikna megi með 2–3 mánuðum í að meta tilboð og und- irbúa samningsgerð. Miðað við það megi gera ráð fyrir að hægt verði að samþykkja ásættanlegt tilboð og rita undir samning á vetrarmán- uðum. Í útboðsgögnum verður gert ráð fyrir að ferjan verði afhent um mitt ár 2018 eða fyrr ef kostur er. Fram hefur komið hér í blaðinu að það sé mat sérfræðinga að ný ferja þurfi að koma inn í áætlun á vormánuðum. Samkvæmt því má telja raunhæft að nýr Herjólfur hefji siglingar vorið 2019. Útboðsgögn gera ráð fyrir 69 metra langri ferju sem geti flutt 540 farþega. Ferjan verður álíka stór og Herjólfur en tekur fleiri bifreiðar í hverri ferð eða 72 í stað tæplega 60 bifreiða. Ferjan ristir hins vegar mun grynnra en Herjólfur, eða 2,8 metra í stað 4,3 metra. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að ný ferja geti siglt til Landeyjahafnar í 76–89% tilvika á ári eða 84% samkvæmt miðspá. Mikil fjölgun farþega Fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu að eftir að sigl- ingar hófust til Landeyjahafnar árið 2010 hafi farþegafjöldi aukist úr 130 þúsund farþegum árlega miðað við síðasta heila árið sem siglt var til Þorlákshafnar í um 300 þúsund far- þega síðastliðið ár. Þessi aukning hafi orðið þrátt fyrir að siglingar í Landeyjahöfn hafi legið niðri um nokkurra mánaða skeið. Gert er ráð fyrir að í útboðinu verði miðað við að ferðum fjölgi um tvær á viku yfir sumartímann. Auk þess er gert ráð fyrir að sum- artímabilið verði lengt um einn mánuð frá því sem nú er. Langt útboðsferli á nýjum Herjólfi  Tilboð væntanlega opnuð síðsumars eða í haust Morgunblaðið/Ómar Landeyjahöfn Nýr Herjólfur mun rista mun grynnra en sá gamli. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum ekki náð að vinna úr öll- um gögnum en vísbendingar eru um aukna hrygningu miðað við svipaða leiðangra árin 2010 og 2013,“ segir Björn Gunnarsson, leiðangursstjóri á hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæ- mundssyni, en svonefndum eggja- leiðangri á makríl lauk um síðustu helgi. Skipið tók þátt í fjölþjóðlegum leiðangri, sem skipulagður var af Al- þjóðahafrannsóknaráðinu (ICES), þar sem markmiðið er að áætla stærð hrygningarstofns makríls í NA-Atlantshafi. Ferð Bjarna er meðal 20 leiðangra á hafsvæðunum sunnan Portúgals og allt norður til Íslands, en þeir hófust í febrúar sl. og lýkur í ágústmánuði nk. Að sýna- tökunni koma alls tíu Evrópulönd og ellefu rannsóknastofnanir. Er hún framkvæmd þriðja hvert ár. Togleiðangur í júlí Að sögn Björns er leiðangurinn, sem Bjarni Sæmundsson fór núna í, líklega með allra lengstu rann- sóknaferðum sem skipið hefur tekið þátt í. Hafsvæði norðan Skotlands og sunnan Færeyja var rannsakað en leiðangurinn tók tvær vikur og tók skipið land í Skotlandi. Björn segir of snemmt að segja til um heildarniðurstöðuna, þ.e. hvort aukin hrygning sé á öllu svæðinu eða hvort stofninn hafi færst til. Það sjá- ist að loknum öllum leiðang- ursferðum en þannig eru Fær- eyingar að fara í sinn leiðangur nk. mánudag, á svæði norðan Færeyja. Björn segir jafnframt of snemmt að fullyrða að þessar fyrstu vísbend- ingar úr leiðangri Bjarna gefi fyrir- heit um mikla makrílgöngu norður á bóginn í sumar. Skipið hafi verið á öðrum slóðum fyrir þremur árum og nú hafi verið siglt sex vikum fyrr en áður. Því sé t.d. erfitt að segja til um hrygningu makríls í íslenskri lög- sögu, líkt og leiðangurinn árið 2013 gaf til kynna. Farið verður í togleiðangur í júlí- mánuði og að sögn Björns mun ástand fullorðna makrílstofnsins þá koma betur í ljós. Morgunblaðið/Styrmir Kári Leiðangur Bjarni Sæmundsson RE fór í einn sinn lengsta leiðangur, er hrygningarstofn makríls var kannaður við Skotland og Færeyjar. Vísbendingar um aukna hrygningu Bjarni í brælu » Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson lenti í brælu í tvígang á NA-Atlantshafi. » Skipið varð að stoppa en leiðangursmönnum gekk vel þegar gaf þess á milli. » „Bjarni er hörkuskip og fer vel með mann,“ segir Björn Gunnarsson leiðangursstjóri. Smíði á nýjum Herjólfi var boðin út á árinu 2008 en vegna erf- iðrar stöðu ríkisfjármála í kjöl- far hruns fjármálakerfisins var ákveðið að hafna öllum til- boðum og nota Herjólf áfram um sinn. Samningar við þýsku skipa- smíðastöðina Fassmer um smíði á nýjum Herjólfi voru á lokastigi þegar íslensku bank- arnir fóru í þrot. Tilboð í ferjuna árið 2008 voru nokkuð yfir kostnaðar- áætlun, eða rúmlega þrír millj- arðar króna miðað við gengið um miðjan ágúst það ár. Samningar á lokastigi TILBOÐUM HAFNAÐ 2008 Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur efnir til Kvennagolfmóts þann 27. maí á Urriðavelli Golfklúbbsins Odda. Verður ágóða af mótinu var- ið til að styrkja geðfatlaðar konur í samvinnu við við Hlutverkasetur og Geðsvið Landspítala. Um er að ræða tvö verkefni. Ann- að nefnist „Að endurheimta vonina og snýst það um að veita konum með langvinna geðsjúkdóma tæki- færi til að nýta og þroska hæfileika sína. Hitt nefnist „Mömmuleikni“ og er námskeið fyrir mæður sem hafa átt við ýmiss konar andleg veikindi að stríða. Golfmótið er í tveimur forgjaf- arflokkum 0-20,4 og 20,5 – 36. Skráning er hafin á vefnum golf.is og eru allar konur velkomnar Kvennagolfmót til styrktar geðfötluðum ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.