Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
ÚTSKRIFTARGJÖF
GÓÐ
fylgt henni út í ystu æsar,“ segir
Paxton og bendir á að Trump og
repúblikanar hafa lagt áherslu á að
draga þurfi úr afskiptum ríkis-
valdsins af atvinnulífinu.
Sagnfræðingurinn leggur einnig
áherslu á að aðstæðurnar í Banda-
ríkjunum núna séu gerólíkar
ástandinu í Evrópu þegar fasista-
hreyfingarnar skutu upp kollinum.
Hann skírskotar m.a. til þess að
efnahagur Þýskalands var í rúst
eftir ósigur landsins í fyrri heims-
styrjöldinni og Ítalía var á barmi
borgarastyrjaldar áður en Mussol-
ini komst til valda.
Efnahagur Bandaríkjanna er
ekki eins slæmur og ætla mætti af
óánægju kjósendanna sem hafa
fylkt sér um Trump í forkosningum
repúblikana. Hagvöxturinn var
2,4% á síðasta ári og atvinnuleysið
minnkaði í 5%.
Endurspeglar ótta
millistéttarinnar
Stjórnmálaskýrandi þýska blaðs-
ins Spiegel, Holger Stark, telur að
óánægju kjósendanna megi rekja
til vaxandi misskiptingar í landinu.
Á síðustu sautján árum hafi meðal-
árstekjur fjölskyldna í Bandaríkj-
unum minnkað um 5.000 dali, jafn-
virði rúmra 620.000 króna, og
eignir þeirra rýrnað um þriðjung.
Trúin á ameríska drauminn hafi
minnkað og skoðanakönnun bendi
til þess að rúmur helmingur
Bandaríkjamanna undir 25 ára
aldri telji ekki að kapítalisminn sé
besta efnahagsskipulagið.
Holger segir það misskilning að
Trump höfði aðallega til verka-
manna og atvinnulausra Banda-
ríkjamanna. Kannanir bendi til
þess að meðalárstekjur fjölskyldna
stuðningsmanna Trumps séu um
72.000 dalir, jafnvirði 8,9 milljóna
króna, og hærri en stuðnings-
manna Hillary Clinton og Bernie
Sanders í forkosningum demó-
krata. „Stuðningurinn við Donald
Trump endurspeglar ótta milli-
stéttarinnar í Bandaríkjunum við
hnignun samfélagsins og efnahags-
ins,“ skrifar Stark.
Trump notfærir sér þennan ótta
og ýtir undir tilhneigingu fólksins
til að líta sig sem fórnarlömb al-
þjóðavæðingar. Inn í þetta bland-
ast samkeppni um störf og áhrif
milli hvíta meirihlutans og minni-
hlutahópa á borð við blökkumenn
og fólk sem er upprunnið frá
Mexíkó og fleiri löndum Rómönsku
Ameríku.
„Fáránleg valdboðshyggja“
Holger Stark segir að lausnirnar
sem Trump boði beri keim af „fá-
ránlegri valdboðshyggju“. Hann
hafi t.a.m. lofað kjósendum sínum
því að fyrirskipa forstjóra Ford að
flytja bílaverksmiðjur frá Mexíkó
til Bandaríkjanna og neyða Apple
til að hætta að framleiða farsíma í
Kína.
Þessi boðskapur er í andstöðu
við efnahagsstefnu forystumanna
repúblikana sem aðhyllast frelsi í
milliríkjaviðskiptum. Stark segir að
loforð Trumps um að skerða ekki
almannatryggingar stríði einnig
gegn stefnu flokksins í velferðar-
málum. Ólíkt leiðtogum flokksins
lofi hann öflugu ríkisvaldi sem
tryggi landsmönnum atvinnu og fé-
lagslega vernd.
AFP
Á leið í Hvíta húsið? Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump á kosningafundi í Oregon-ríki. Hann færðist nær því að verða kjörinn forsetaefni repúblik-
ana í kosningunum í nóvember með sigri í forkosningum í Oregon í fyrradag, enda hafa allir keppinautar hans ákveðið að draga sig í hlé.
Vill ræða við leiðtoga
Norður-Kóreu
» Verði Donald Trump næsti
forseti Bandaríkjanna verður
hann tilbúinn að hefja við-
ræður við leiðtoga Norður-
Kóreu, Kim Jong-Un. Þetta
kom fram í viðtali auðkýfings-
ins við Reuters í fyrradag.
» Bandarísk stjórnvöld hafa
hafnað slíkum viðræðum
vegna deilu ríkjanna um
kjarnavopn Norður-Kóreu.