Morgunblaðið - 19.05.2016, Síða 20
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Um 90% þess flóttafólkssem kemur til landa Evr-ópusambandsins komastþangað með aðstoð
glæpasamtaka sem hagnast um 5-6
þúsund milljarða bandaríkjadala á
starfseminni.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýlegri skýrslu um smygl á
flóttafólki sem unnin er af Alþjóða-
lögreglunni (Interpol) og Evrópulög-
reglunni (Europol). Skýrslan er ítar-
leg greining á starfsemi og þeim
leiðum sem glæpasamtök nota til að
koma fólki inn til Evrópu.
Slík kortlagning er mikilvæg svo
lögreglan jafnt innan sem utan Evr-
ópu geti brugðist við þessu ástandi.
Fyrr á árinu tók til starfa evrópsk
miðstöð, European Migrant Smugg-
ling Centre, sem ætlað er að bregðast
við stórfelldum fólksflutningum til
Evrópu á vegum skipulagðra glæpa-
hópa.
Alþjóðleg glæpastarfsemi
Smygl á flóttafólki tengist al-
þjóðlegri glæpastarfsemi og nær til
yfir 100 landa jafnt innan sem utan
Evrópusambandsins. Þessi starfsemi
„gefur vel af sér“ en talið er að hver
flóttamaður þurfi að reiða fram á
bilinu þrjú til sex þúsund evrur fyrir
að þiggja aðstoð glæpasamtaka sem
jafngildir um 400 til tæplega 900 þús-
und krónur.
Yfirleitt er um að ræða peninga
sem flóttafólkið reiðir fram sjálft eða
um 53% greiðslna. Í 16% tilvika
greiðir fjölskyldumeðlimur, sem er
þegar kominn til lands innan Evrópu-
sambandsins, fyrir að fá fjölskyldu-
meðlim til sín.
Ýmist er greitt fyrirfram, stund-
um eftir hvern áfanga ferðarinnar
eða við komuna á áfangastað. Oftast
berast greiðslurnar frá áfangastaðn-
um sem bendir til þess að greitt er
eftir á. Talið er líklegt að glæpa-
samtök eigi eftir að nýta sér þessa
neyð flóttafólks í ríkari mæli, að það
þurfi að greiða skuld sína og geri það
ýmist með kynlífsþjónustu eða ann-
arri ánauð. Glæpasamtök sem smygla
flóttafólki eru oft nátengd öðrum
glæpum t.d. mansali, fíkniefnainn-
flutningi, skjalafalsi o.fl.
Hryðjuverkamenn eru einnig
taldir líklegir til að nýta sér þessa
glæpastarfsemi til að ná markmiðum
sínum og komast inn til Evrópu, segir
í skýrslunni.
Nýjar flóttaleiðir
Þessi tala, 90%, er sögð hækka á
næstunni í ljósi þess að mörg lönd hafa
tekið upp strangara landamæraeftirlit.
Helstu leiðir flóttamanna inn til Evr-
ópu eru þekktar en þær taka mið bæði
af landamæraeftirliti og veðurfari sem
er síbreytilegt og smyglarar eru fljótir
að bregðast við.
Helstu leiðirnar sem flóttamenn
fara eru fimm talsins og eru merktar
með rauðum örvum á meðfylgjandi
korti. Grænu örvarnar sýna hvernig
fólkið ferðast innan Evrópu og í meira
en áratug hafa siglingar yfir Miðjarð-
arhafið verið ein helsta leiðin. Frá
vestanverðu Miðjarðarhafi til Spánar
og Portúgal, fóru meira en 7.164
manns ólöglega árið 2015. Á leiðinni
yfir mitt Miðjarðarhafið til Ítalíu eru
flestir frá ríkjum í Afríku, árið 2015
fóru þar 153.946 og hafði þeim fækkað
frá árinu á undan. Fleiri reyndu að
komast til Evrópu í gegnum Tyrkland
og til Grikkland árið 2015 en árið
áður, alls 885.386. Þónokkur fjöldi
fer einnig svokallaða austurleið
um landamæri við Moldavíu,
Úkraínu og Rússland en 1.950 fóru
þar í gegn árið 2015. Svipaður
fjöldi lagði leið sína í gegnum
Rússland og yfir landamæri
Noregs og Finnlands og
freistuðu þess að komast á
Schengen-svæðið.
Glæpasamtök nýta
sér neyð flóttafólks
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sameiningsveitarfélagaer aftur
komin á dagskrá. Á
Íslandi eru nú 74
sveitarfélög og eru
þau ákaflega mis-
munandi að stærð
og íbúafjölda.
Gunnar Þorgeirsson, oddviti
Grímsnes- og Grafningshrepps,
hefur sett fram tillögu um
könnun á kostum og göllum
sameiningar allra átta sveitar-
félaganna í Árnesþingi og kem-
ur fram í Morgunblaðinu í gær
að hún hafi fengið góðar und-
irtektir.
Þá hafa sveitarstjórnir
Djúpavogshrepps, Sveitarfé-
lagsins Hornarfjarðar og Skaft-
árhrepps samþykkt að hefja
viðræður um hagkvæmni sam-
einingar. Þessi þrjú sveit-
arfélög eru 14 þúsund ferkíló-
metrar og því um 14% landsins.
Íbúarnir eru 3.100 og því innan
við 1% af íbúum landsins.
Það er engin furða að þessar
þreifingar skuli hafnar. Litlum
sveitarfélögum fylgir óhag-
kvæmni, sama hvað vel þau eru
rekin. „Eftir því sem verkefnin
verða umfangsmeiri og þyngri
sjá menn að þeir geta ekki leyst
þau nema í samstarfi og þá
heyrast þessar raddir: Af
hverju sameinumst við ekki?“
segir Karl Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, í frétta-
skýringu Morgunblaðsins í
gær.
Björn Ingi Jónsson, bæj-
arstjóri Hornafjarðar, segir þar
að markmiðið sé að finna leiðir
til að sveitarfélögin geti tekið
við verkefnum og
veitt íbúunum góða
þjónustu og það
gerist ekki nema
með öflugum sveit-
arfélögum. Um leið
nefnir hann það
lykilatriði að
tryggja þurfi að „íbúunum finn-
ist þeir ekki missa eitthvað frá
sér við sameiningu“.
Hagkvæmnin af sameiningu
virðist augljós. Sveitarfélög eru
rekin með skattfé íbúanna og
nýting þess skiptir máli. Í
greiningu, sem Grímur Atlason,
fyrrverandi sveitarstjóri Dala-
byggðar og bæjarstjóri Bolung-
arvíkur, gerði fyrir rúmum
tveimur árum á nokkrum
sveitarfélögum kom fram að
kostnaður við yfirstjórn gat
farið upp í allt að 40% af
útsvarstekjum. Reiknaðist hon-
um til að rekstur skrif-
stofuhalds yfirstjórna sveitar-
félaga hefði kostað 8,2 milljarða
árið 2012.
Það gengur ekki að sveit-
arfélög, sem ekki afla nægilegs
útvars til að reka leik- og
grunnskóla, hvað þá meira,
verji tugum prósenta af þeim
tekjum í skrifstofuhald. Sveit-
arfélögum hefur vissulega
fækkað. Um miðja síðustu öld
voru þau 229. Nú eru þau aðeins
þriðjungur af því. Enn er þó
svigrúm til hagræðingar. Þær
þreifingar um sameiningu
sveitarfélaga, sem nefndar eru
hér fyrir ofan snúast um að af-
stýra tvíverknaði og þríverkn-
aði í skriffinnsku og nýta
skattfé betur í þágu íbúanna.
Þegar litið er á heildarmyndina
eru milljarðar í húfi.
Rekstur yfirstjórna
sveitarfélaga getur
kostað tugi pró-
senta af skatt-
tekjum þeirra}
Ræða sameiningu
Tvö ár eru liðinfrá því að
hryðjuverka-
samtökin Boko Ha-
ram stálu sviðsljós-
inu með árás sinni á þorpið
Chibok, þar sem þau rændu 219
skólastúlkum og hnepptu í
ánauð. Allan þann tíma hafa
stjórnvöld í Nígeríu heitið því
að þau muni finna stúlkurnar og
bjarga þeim úr klóm samtak-
anna. Hafa stjórnmálafræð-
ingar jafnvel talið að getuleysi
Goodlucks Jonathan, fyrrver-
andi forseta, við að finna stúlk-
urnar hafi kostað hann emb-
ættið þegar kosið var í fyrra.
Loforðið hefur í ljósi reynsl-
unnar haft fremur holan hljóm.
Þrátt fyrir að hart hafi verið
barist gegn ítökum Boko Ha-
ram, og sótt hart fram gegn yf-
irráðasvæði þeirra, hefur
stjórnarherinn hvorki fundið
tangur né tetur af stúlkunum.
Mikil óvissa hefur því ríkt um
örlög þeirra, þó að hryðjuverka-
samtökin hafi sent frá sér
myndbands-
upptöku í síðasta
mánuði þar sem
fimmtán af stúlk-
unum birtust.
Í gær var loks tilkynnt að
tekist hefði að bjarga fyrstu
stúlkunni af 219 úr klóm hryðju-
verkasamtakanna. Gat hún leið-
beint yfirvöldum um staðsetn-
ingu fleiri úr hópnum og má
gera ráð fyrir að allt kapp verði
lagt á að bjarga sem flestum.
Það er þó fjarri því á vísan að
róa í þeim efnum, og má gera
ráð fyrir að Boko Haram muni
vilja halda í stúlkurnar sem
lengst, ekki síst vegna áróð-
ursgildisins. Auk þess er óvíst
um örlög hinna stúlknanna, en
að sögn þeirrar sem bjargaðist
eru sex þeirra þegar látnar.
Björgun stúlkunnar hefur
engu að síður kveikt nýja von
um björgun þeirra sem enn lifa.
Um leið má vona að endanlega
megi takast að uppræta Boko
Haram og þau illskuverk sem
samtökin hafa staðið fyrir.
Fyrstu stúlkunni frá
Chibok bjargað}Enn er von
É
g get verið sjúklega sniðug að
spara. Á dögunum fór ég til
dæmis á Kringlukast og fjárfesti
í skóm sem voru á þrjátíu pró-
sent afslætti. Reiknast mér til að
ég hafi sparað nokkur þúsund krónur og er
sparnaður mánaðarins þar með vel á veg kom-
inn. Síðan fór ég til Köben þar sem ég keypti
ýmislegt sem væri líklega dýrara hér á landi og
margfaldaðist þar með ávinningur mánaðarins.
Ef aðeins íslenska ríkið væri jafn
útsjónarsamt í fjármálum og ég.
Nokkrar ríkisstofnanir tóku á dögunum þátt
í tveimur örútboðum þar sem prófað var að
leita besta verðsins á tveimur hlutum sem
almennt þykja nokkuð nauðsynlegir fyrir
daglegt skrifstofulíf; tölvur og pappír.
Niðurstaðan var 25% lægra verð á tölvum og
30% lægra verð á pappír. Samanlagt skilaði þetta sér í
fjórtán til sextán milljóna króna sparnaði fyrir átta rík-
isstofnanir.
Til að setja upphæðina í samhengi get ég bent á að
einungis þessi sparnaður samsvarar öllum mínum skatt-
greiðslum miðað við núverandi laun á alltof stórum hluta
starfsævinnar. Ef ekki hefði verið leitað betra verðs á
þennan einfalda hátt hefði ég í nokkur ár verið að verja öll-
um mínum skattgreiðslum í að borga verðmuninn á papp-
írnum sem Seðlabankinn, Tollstjóri og sex aðrar stofnanir
hefðu getað fengið ódýrari annars staðar. Til að setja
þetta í ennþá frekara samhengi má líkja þessu
við að Már Guðmundsson seðlabankastjóri
hefði tekið meðvitaða ákvörðun um að kaupa
fyrrnefnda skó daginn áður en Kringlukastið
hófst á 30% hærra verði. Fyrir þá ákvörðun
hefði ég þurft að greiða í nokkur ár.
Samkvæmt nýlegri könnun sem meirihluti
fjárlaganefndar gerði hjá 160 ríkisstofnunum
nýtti einungis lítill hluti sér útboðs-
fyrirkomulag á einfaldri þjónustu. Hæsta
útboðshlutfallið var á fjarskiptaþjónustu, eða
45,6%. Þetta er hæsta hlutfallið en samt
leituðust einungis 73 stofnanir af 160 eftir því
að borga lægsta mögulega símreikninginn. Þá
leituðu einungis 7,5% af þessum stofnuðum
eftir lægsta raforkuverðinu. Það eru 12 stofn-
anir af 160.
Talið er að íslenska ríkið kaupi vörur og
þjónustu fyrir um 88 milljarða króna á ári. Í sumum flokk-
um getur vissulega verið erfitt að kreista fram mikinn
sparnað en sé miðað við 5% í dæmaskyni, en ekki 30%, líkt
og náðist með fyrrnefndan pappír myndi ágóðinn nema
um 4,5 milljörðum króna á ári. Það eru skattgreiðslur
nokkurra starfsæva hjá allnokkrum vinnandi mönnum.
Geri ég ráð fyrir að flestir myndu þiggja að ríkið myndi
frekar leita í hlýjan faðm útsölugoðanna en að eyða pen-
ingum í að kaupa vörur og þjónustu á yfirverði. Í guðanna
bænum, skellið ykkur á útsölur og njótið dýrðarinnar.
sunnasaem@mbl.is
Sunna Sæ-
mundsdóttir
Pistill
Sparnaðurinn er á útsölum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Evrópa stendur frammi fyrir
fordæmalausum flótta-
mannavanda. Fjöldi flótta-
manna kemur til Evrópu í gegn-
um flókin og ófyrirleitin
glæpasamtök smyglara. […]
Glæpasamtökin eru sveigjanleg
og þrautseig og bregðast fljótt
við aðgerðum lögreglunnar með
því að breyta um smyglleiðir til
landa innan Evrópusambands-
ins. Aldrei áður hefur lögreglan
þurft í jafn ríkum mæli að reiða
sig á greinagóða mynd af
ástandinu sem dregin er upp í
rauntíma. Glæpasamtökin
græða stórkostlegar upphæðir
á ástandinu. Árið 2015 græddu
þau 5-6 þúsund milljarða
bandaríkjadala. Þetta
styrkir glæpastarfsem-
ina og hefur til lengri
tíma neikvæð áhrif á
efnahag Evrópu,“ er haft
eftir Rob Wainwright,
framkvæmdastjóra Evr-
ópulögreglunnar, í
skýrslunni.
Flókin glæpa-
starfsemi
GRÆÐA PENINGA
Rob
Wain-
wright
Leiðir flóttamanna til Evrópu
FINNLAND
ÞÝSKALAND
GRIKKLANDÍTALÍA
SPÁNN
FRAKKLAND
BRETLAND