Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 24

Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 náttúrulegt val 1 2 3 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Hreinsunardagar hjá þér? Sorppokarnir fást hjá okkur Glærir 50 stk. Svartir 50 stk. Svartir 25 stk.Svartir 10 stk. Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. LISTHÚSINU Flottar vínyl gólfmottur fyrir eldhúsið, forstofuna, baðherbergið og skrifstofur. Slitsterkar, liggja vel á gólfi, renna ekki til og auðveldar í þrifum. Alþjóðlegi IBD – dagurinn er í dag, 19. maí. Skammstöfunin IBD stendur fyrir in- flammatory-bowel- disease eða bólgu- sjúkdómar í melting- arvegi. Haldið er upp á þennan dag um all- an heim en það eru um fimm milljónir manns í heiminum sem greinst hafa með þá sjúkdóma sem teljast til þessa flokks. Það eru sex ár síðan þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur en til- gangurinn með honum er að efla vitund og þekkingu fólks á þessum sjúkdómum. Frændurnir Crohn’s og Colitis Ulcerosa eru í þessum flokki. Á ís- lensku hafa þeir verið nefndir svæðisgarnabólga og sárristils- bólga. Þetta eru ólæknandi sjúk- dómar en oft er hægt að halda einkennum niðri með lyfjum. Ólæknandi sjúkdóm- ar eins og þessir koma inn í líf fólks sem þá fá án þess að gera nein boð á undan sér. Þeir þröngva sér inn í dag- legt líf og fara ekki. Þeir spyrja ekki um kennitölu, menntun eða fyrri störf eða hvort þeir megi vera memm. Nei, þeir bara koma, breyta áformum, lífsvenjum og minnka lífsgæði þeirra sem þá fá og hafa í leiðinni áhrif á alla fjöl- skyldumeðlimi. Með góðu aðgengi að góðu heil- brigðisstarfsfólki ásamt góðum lyfjum er hægt að halda sjúkdóms- einkennum niðri og auka lífsgæði fólks með þessa sjúkdóma til muna. Að greinast með ólæknandi sjúk- dóm í meltingarvegi eins og þá Crohns og Colitis Ulcerosa er ekk- ert grín. Þeir eru eins og svo marg- ir aðrir sjúkdómar vandmeðfarnir og yfirleitt þarf að meðhöndla hvern sjúkling fyrir sig og finna út hvaða meðferð hentar viðkomandi. Þetta er oft langt og erfitt ferli. Frændurnir sjást ekki utan á þeim sem þá bera og eru ekki alls ekki vinsælt umræðuefni í kokteilboðum eða á kaffistofum vinnustaða. Það má segja að þeir séu mest ræddir við þá sem hafa þá eða sem til þeirra þekkja og því mikilvægt að hafa góðan aðgang að heilbrigðis- kerfinu. Frá því að ég sætti mig við að vera með ólæknandi sjúkdóm sem yrði alltaf hluti af mér hef ég reynt að gera gott úr honum og meira að segja reynt að láta mér þykja oggu- lítið vænt um hann þó svo að ekkert sé aðlaðandi við hann og oft mjög erfitt að sjá eitthvað jákvætt við hann. Að mínu áliti er það þó betra þar sem hann er nú hluti af mér hvort sem mér líkar það betur eða verr. En þrátt fyrir að sjúkdóm- urinn sé stór hluti af lífi mínu, þá er ég ekki Colitis Ulcerosa sjálf og á mér líf utan sjúkdómsins. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt en í flestum tilfellum hefur það gengið upp. Á Íslandi eru starfandi Crohńs og Colitis Ulcerosa samtökin en þau voru stofnuð þann 26. október 1995. Um er að ræða hagsmuna- samtök fólks á Íslandi með IBD. Helstu markmiðin með samtök- unum eru að veita stuðning og fræðslu sem er kærkomin og nauð- synleg bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra auk þess sem þeim fylgir einnig vettvangur til þess að ræða sjúkdóminn og þau gríðarlegu áhrif sem hann hefur á daglegt líf fólks sem þá fá. IBD-dagurinn er fjólublár um allan heim. Til hamingju með dag- inn. Í dag klæðumst við fjólubláu Eftir Þuríður Rúrí Valgeirsdóttur Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir » Þetta eru ólæknandi sjúkdómar en oft er hægt að halda einkenn- um niðri með lyfjum. Höfundur er leikskólakennari. Nei, það er ekki þverpólitísk sátt um frumvarp til útlend- ingalaga sem innanrík- isráðherra mælti fyrir á þingi þann 20. apríl. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar sumir hverjir hafa verið duglegir við að gapa um að það sé mikil sátt um frum- varpið í öllum flokkum á þingi. Kannski er það óskhyggja einhverra þingmanna og fjölmiðla að ef þeir hamra nógu oft og lengi á þverpólitískri sátt á Alþingi um frum- varpið verði þjóðarsátt um það líka. Úti í þjóðfélaginu er ekki sátt um þetta frumvarp og verður aldrei. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé ekki grundvöllur fyrir synjum á hæli eða tímabundnu dvalarleyfi þó að þeir sem hingað komi komi á fölskum forsendum eða ljúgi til um aldur eða villi á sér heimildir. Það er líka galopið að þeim sem eyðileggja skilríki sín á leiðinni eða eru með fölsuð skilríki sé ekki refsað fyrir það hvað þá að það sé grundvöllur synjunar hælis eða dvalarleyfis. Norð- urlöndin hafa verið að breyta sínum lögum um útlendinga. Þar er hert til muna leyfi til sameiningar fjölskyldna. Meðal annars vegna fjölkvænismanna frá ríkjum íslams. Það er líka alvarlegt að manni virðist frumvarpið ekki gera ráð fyrir að séð sé til þess að menn mæti í læknisskoðun. Það virð- ist vera undir þeim sjálfum komið. Það er líka merkilegt að umsækj- endum um „alþjóðlega vernd“ skal standa til boða: „a. húsnæði, b. lág- marksframfærsla og c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta“. Stendur þetta Íslendingum líka til boða? „Hvert á ég að flýja?“ Þetta vekur umhugsun. Sérstak- lega „b. lágmarksframfærsla“. Hvað þýðir það? Nú vitum við að öryrkjar hafa verið mjög gagnrýnir, með réttu, á það sem stjórnvöld telja að þeir þurfi til lágmarksframfærslu. Og ekki bara þeir heldur íslensk alþýða al- mennt. Framfærsla er ekki í takt við útgjöld og eftir greiðslu t.d. húsaleigu og annars fasts kostnaðar dugar hún ekki fyrir mat allan mánuðinn. Þann 16.4. birtist frétt á visir.is um að til- kynnt hefði verið til lögreglu um konu á vergangi í Hafnarfirði. Konan var með tvær ferðatöskur, í þeim var aleigan. Hún var drukkin. Hún fékk að gista fangageymslur. Þetta er átakanleg lýsing á aðstæðum með- borgara okkar. Eftir því sem fréttin ber með sér á þessi kona ekki rétt á: „a. húsnæði, b. lágmarksframfærslu og c. nauðsynlegri heilbrigðisþjón- ustu“, eins og þeir sem hingað koma og sækja um hæli. Í apríl birtist í Morgunblaðinu grein eftir Hermann Ólason sem bar fyrirsögnina „Hvert á ég að flýja?“. Hann sagði frá því að verið væri að henda honum út úr her- bergi á Arnarholti á Kjalarnesi sem hann leigir. Í þessu húsi búa hælis- leitendur, ungir karlar, íslamistar, sem sætu við drykkju og væru með háreysti og læti allar nætur. Í húsa- leigusamningi hans er kveðið á um al- gjöra reglusemi, að öðrum kosti mætti rifta húsaleigusamningnum. En það er ekki óreglusemi af hans hálfu sem er ástæða þess að honum er hent út. Nei, það er vegna þess að herbergið þarf undir flóttamann. Þessi íslenski maður hefur ekki sömu réttindi og flóttamenn sem hingað koma sem eru: „a. húsnæði, b. lág- marksframfærsla…“. Hvar er nú „góða“ fólkið? Hvar er nú „góða“ fólkið sem strengdi þess heit að taka alla heims- ins flóttamenn inn á heimili sitt? Hvar er nú „kæra Eygló“? Ætlar „góða“ fólkið að horfa uppá vesalings íslam- istana á Arnarholti í óreglu? Ætlar það ekki að taka þá inn á heimili sín? Ég ætla ekki að spyrja hvort það ætli ekki líka að taka Íslendinginn sem mun lenda á götunni innan skamms eða konuna sem er á götunni upp á sína arma. Ég þykist nokkuð viss um að það dettur því ekki í hug að gera. Er þverpólitísk sátt um frumvarpið? Eftir Helga Helgason »Úti í þjóðfélaginu er ekki sátt um þetta frumvarp og verður aldrei! Helgi Helgason Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.