Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 25
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Massey Ferguson
sláttutraktorar
Verð frá
Kr. 379.000
Toro
sláttutraktorar
Verð frá
Kr. 849.000
Gróðurhús
Plast og gler
Verð frá
Kr. 69.132
Sláttuvélar
Frá Massey Ferguson og Toro
Verð frá
Kr. 89.000
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Mánudaginn 2. maí mættu 29 pör
í tvímenning hjá bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S.
Jón Þór Karlss. – Jón H. Jónsson 391
Ragnar Haraldss. – Davíð Sigurðsson 352
Axel Lárusson – Guðbjörn Axelss. 351
A/V
Ólafur Kristinss. – Björn Arnarson 375
Trausti Friðfinnss. – Hafliði Þórsson 373
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 353
Fimmtudaginn 5. maí var spilað á
16 borðum
Efstu pör í N/S
Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 364
Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 359
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 328
A/V
Lúðvík Ólafsson - Ragnar Jónsson 410
Skúli Sigurðss. – Þorleifur Þórarinss. 379
Elín Guðmanns.- Friðgerður Benedikts.362
Ingvaldur Gústafsson
er bronsstigameistari BK
Síðasta keppni vetrarins hjá
Bridsfélagi Kópavogs var Vortví-
menningur þar sem tvö kvöld af
þremur giltu til verðlauna.
Gunnlaugur Karlsson - Ásmundur Örnólfs-
son/Kjartan Ingvarsson 121
Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórss. 113
Ingvaldur Gústafsson - Bernódus Kristins./
Birgir Örn 109
Ingvaldur Gústafsson varð síðan
bronsstigameistari 2015-2016 með
293 stig, en í öðru sæti varð með-
spilari hans Bernódus Kristinsson
með 276.
Bridsfélag Kópavogs þakkar öll-
um þeim fjölmörgu og bráð-
skemmtilegu spilurum sem mættu í
Gjábakkann í vetur og hlakkar til
að sjá ykkur að afloknu því blíðviðr-
issumri sem nú bíður handan við
hornið.
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
brids@mbl.is
Alaverjar (Ala-
wiyyah) eru kristin þjóð
í Sýrlandi sem fyrr á
öldum nefndist Nusay-
riyyah. Á 11. öld voru
Alaverjar að mestu bú-
settir á tveimur svæð-
um. Annars vegar í
Norð-vestur Sýrlandi
(Latakia+Id-
lib+Aleppo) og hins
vegar í Bagdad í Írak.
Samfélagi þeirra í Bag-
dad var eytt af Mong-
ólum 1258 og í Aleppo drápu Mong-
ólar tugi þúsunda 1260.Undarlegt er –
en þó skiljanlegt – að Alaverjar segist
vera múslimar, þótt þeir trúi á heilaga
þrenningu, endurfæðingu og haldi upp
á kristnar trúarhátíðir, en virði lítils
Kóraninn og siði súnní-múslima.
Krossfararnir töldu í fyrstu að Ala-
verjar væru venjulegir múslimar og
börðust gegn þeim við komuna til Sýr-
lands 1097. Þegar kom í ljós að svo var
ekki tókst gott samband við þá. Þann-
ig aðstoðuðu krossfararnir Alaverja
að endurheimta flesta þá kastala sem
þeir höfðu misst 1071 í átökum við
múslima. Að loknum krossferðunum
var regla að múslimar ofsóttu og
drápu Alaverja. Þetta stunduðu Mam-
lúkar sem réðu Sýrlandi 1260-1516 og
þegar Ottómanar í Tyrklandi náðu
völdum í Sýrlandi 1516, er talið að þeir
hafi drepið yfir 90.000 Alaverja.
Eftir heimstyrjöldina fyrri stjórn-
aði Frakkland á Sýrlandi til 1946 í um-
boði þjóðabandalagsins og þeir gáfu
Alaverjum nafnið Alawiyyah, til að
verja þá ofsóknum múslima. Sam-
bandið við Frakkland
var svo gott að 1920
eignuðust Alaverjar sitt
eigið þjóðríki við strönd
Miðjarðarhafs, sem
stóðst ágang súnní-
múslima til 1936. Meðal
Alaverja voru skiptar
skoðanir um hvort þeir
ættu að ganga til liðs við
súnní-múslima sem
börðust gegn Frakk-
landi og fyrir sjálfstæðu
Sýrlandi. Með aðstoð
sjía-múslima tókst Ala-
verjum smám saman að
fá viðurkennt að þeir
væru múslimar og fengu þegnrétt í
Sýrlandi.
Súnní-klerkar hafa stjórnað
ofsóknum gegn Alaverjum
Ofsóknum á hendur Alaverjum hef-
ur löngum verið stjórnað af trúar-
leiðtogum (imam) súnní-múslima. Þeir
hafa gefið út „fatwa“ og þannig veitt
réttlætingu á drápum og ofsóknum.
Nefnum elsta dæmið um „fatwa“ á
hendur Alaverjum.
„Fatwa“ 1305 – Taqi ad-Din Ahmad
ibn Taymiyyah (1263-1328) var bók-
stafstrúar múslimi sem hataði Ala-
verja. Hann úthlutaði Ala-verjum
„fatwa“ í þrígang og sagði að þeir
væru meiri trúleysingar en kristnir og
gyðingar. Ibn Taymiyyah lagði grunn
að wahhabisma, sem er annáluð öfga-
stefna og ríkjandi í Sádí-Arabíu. Trúir
hefðinni (sunnah) hafa síðari fordæm-
ingar súnní-múslima gjarnan verið
endurtekning á þessu forna „fatwa“.
Hryðjuverkasamtökin Bræðralag
múslima hatar Alaverja eins og alla
sem ekki eru súnní-múslimar. Samt
höfðu þeir lengi fengið að starfa óá-
reittir í Sýrlandi. Árið 1980 gerðu þeir
tilræði við Hafez Assad forseta og þá
þótti Alaverjum mælirinn fullur.
Bræðralag múslima var að nafninu til
hrakið frá Sýrlandi, en þessi samtök
eru búin að vera virk í ISIS og öðrum
hryðjaverkasamtökun súnní-múslima.
Katar er miðstöð hatursboð-
skapar súnní-múslima
Arabaríkið Katar liggur á tanga
sem teygir sig frá Sádí-Arabíu út í
Persaflóa og er 11.586 km2 að flatar-
máli. Svæðið tilheyrði Tyrkjaveldi
1871-1915, en þá náði Bretland svæð-
inu og stjórnaði því til 1971. Í Katar er
einveldi og við völd er Al-Þani-ættin
af Tamimi-kynþættinum. Af þessum
kynþætti er einnig Salmann Tamimi
sem er „imam“ súnní-múslima á Ís-
landi.
Núverandi konungur í Katar er
„Tamim bin Hamad Al Thani“, sem er
sonur drottningarinnar „Mozah bint
Nasser Al Missned“, einnar af þrem-
ur eiginkonum fyrrverandi konungs.
Það má þykja athyglisvert að albróðir
núverandi konungs er „Mohammed
bin Hamad bin Khalifa Al Thani“ sem
þekktur er fyrir að taka þátt í svindli
Ólafs Ólafssonar í Samskipum, með
hlutabréf í Kaupþingi.
Sjónvarpsstöð í Katar með
arabískt menningarefni
Arabarnir í Katar aðhyllast súnní-
íslam, eins og frændur þeirra í Sádí-
Arabíu. Það eina sem umheimurinn
veit um Katar er að þar er starfrækt
sjónvarpsstöðin Al-Jazeera, í eigu Al-
Þani-ættarinnar, eins og allt annað í
landinu. Viðurkennt er að stöðin er
starfrækt til að útvarpa áróðri sem
Al-Þani-ættin telur þóknanlegan. Lík-
lega hefur Al-Jazeera yfir 500 millj-
ónir áhorfenda í fjölmörgum ríkjum
og eru þeir flestir súnní-múslimar.
Einn vinsælasti umræðuþáttur sem
Al-Jazeera sýnir nefnist „Andstæð
sjónarmið“ og er þar fjallað um marg-
vísleg málefni í arabaheiminum, á
sviði stjórnmála, efnahagsmála, sam-
félagsmála og trúmála. Stjórnandi
þáttanna nefnist Faisal Al-Kassim og
er sýrlenskur Drúsi að uppruna, en
hefur ánetjast súnní-íslam og þykir
aröbunum það merki um mátt Allah.
Þann 8. maí 2015 var í þættinum um-
fjöllun sem vakið hefur hneykslun og
reiði margra utan arabaheimsins.
Þátturinn fjallaði um spurninguna:
„Ættum við að drepa alla Alaverja?“ Í
upphafi þáttar, sagði stjórnandinn frá
könnun sem hann hafði látið gera á
meðal áhorfenda stöðvarinnar.
Greindi hann frá, að 96,2% þátttak-
enda hefðu svarað spurningunni ját-
andi. Sjálfur tók hann sterklega undir
það sjónarmið, að sjálfsagt væri að
fremja þjóðarmorð á Alaverjum.
Gestina greindi á. Þáttinn er hægt að
skoða á Netinu:
(https://www.youtube.com/
watch?v=ULtNYSUqYHw).
Áætlanir súnní-múslima um
þjóðarmorð á Alaverjum í Sýrlandi
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
» Það eina sem um-
heimurinn veit um
Katar er að þar er starf-
rækt sjónvarpsstöðin
Al-Jazeera í eigu Al-
Þani-ættarinnar, eins og
allt annað í landinu.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur.