Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
✝ Birgit Hellandfæddist á
Siglufirði 27. febr-
úar 1944. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 7. maí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Droplaug Gutt-
ormsdóttir Hell-
and, f. á Síðu í
Vesturhópi 21.
janúar 1916, d. 6. ágúst 2012,
og Knut Helland, f. á Övre
Helland í Modalen í Noregi 6.
nóvember 1914, d. 18. ágúst
1985. Þau áttu auk Birgit, dótt-
urina Arndísi Ingu, f. 3. febr-
úar 1953. Hún er gift Óskari
Þór Björnsson. Börn þeirra eru
Egill, f. 2003, og Hildur Ósk, f.
2008.
Birgit var með foreldrum
sínum á Siglufirði til ársins
1951 og fjölskyldan flutti þá til
Reykjavíkur með viðkomu á
Ingólfsfirði. Árið 1955 flutti
fjölskyldan í Kópavoginn. Birg-
it gekk í skóla í Reykjavík og
Kópavogi og hún útskrifaðist
með verslunarpróf frá Verslun-
arskóla Íslands árið 1963. Um
það leyti kynntist hún manns-
efni sínu og fjölskyldan stækk-
aði hratt. Birgit helgaði líf sitt
börnunum og eiginmanni og
seinna barnabörnum, þegar
þau komu. Utan heimilis vann
hún um tíma sem ritari, við af-
greiðslu og sem skólaliði.
Útförin fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 19. maí
2016, klukkan 13.
Þormóðssyni og
eiga þau þrjú börn
og þrjú barnabörn.
Þann 11. júní
1966 giftist Birgit
Hreini Frímanns-
syni, f. 20. janúar
1944. Foreldrar
hans voru Guðríður
Hreinsdóttir og
Frímann S. Jóns-
son. Börn þeirra
eru: 1) Finnur, f.
12.6. 1964, maki Kristín Ein-
arsdóttir. Börn þeirra eru
Aðalheiður Dögg, f. 1988, Marí-
anna Sif, f. 1994, og Birgitta
Líf, f. 1995. 2) Knútur, f. 26.1.
1968. 3) Frímann, f. 26.1. 1968.
4) Dagný, f. 1976, maki Úlfar
Elsku hjartans mamma mín er
látin. Ég trúi því ekki að hún
skuli vera farin. Jafnvel þótt vit-
að hafi verið í hvað stefndi þá
leyfði hún okkur aldrei að gefast
upp og missti sjálf aldrei trúna á
að hún myndi sigra að lokum.
Hún kenndi okkur svo sannar-
lega hvernig maður tekst á við
mótlæti.
Mamma og pabbi áttu því láni
að fagna að vera ástfangin alla
ævi og sérstaklega var gaman að
sjá þau gera allt saman, nema
kannski helst að vakna á morgn-
ana. Ég hef erft svefnpurkugenið
frá mömmu og kann ég henni
bestu þakkir fyrir það. Það var
ljúfsárt að fylgjast með mömmu
og pabba í veikindum mömmu,
pabbi alltaf við hlið hennar og
gerði allt sem hann gat til að
henni liði betur. Þau voru svo
sannarlega ástfangin fram á síð-
asta dag.
Mamma var yndisleg amma
fyrir börnin mín, hún gaf sér allt-
af tíma fyrir þau, hvort sem það
var að lita, spila, fara út á róló eða
henda steinum í sjóinn. Hún
sleppti jafnvel heimilisverkunum
meðan þau voru hjá henni, það
segir meira en mörg orð um
væntumþykju hennar í garð
ömmubarnanna því í mínum upp-
vexti man ég ekki annað en að
heimilið hafi ávallt verið tandur-
hreint og allt á sínum stað. Hún
studdi barnabörnin ávallt í
hverju því sem þau tóku sér fyrir
hendur og sýndi alltaf áhuga á
því sem gekk á í þeirra lífi. Ég
veit að börnin mín eiga eftir að
sakna ömmu sinnar mikið.
Elsku mamma, takk fyrir allt
sem ég er og allt sem ég á. Þú
verður ætíð mín fyrirmynd.
Þín elskandi dóttir,
Dagný.
Elskuleg tengdamóðir mín er
nú látin allt of fljótt eftir erfið
veikindi síðustu mánuði. Þrátt
fyrir mikil veikindi vonaði ég allt-
af að þér myndi batna og að þú
fengir að fara heim aftur þar sem
þér leið best en þú varst mjög
heimakær.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast þér þegar ég
kom inn í fjölskylduna þína fyrir
30 árum þegar ég kynntist elsta
syni þínum, Finni. Þú varst mikil
fjölskyldumanneskja og barst
ávallt hag fjölskyldunnar fyrir
brjósti og minnist ég mikils
stuðnings frá þér og Hreini þegar
við Finnur fórum að búa. Einnig
hafa dætur okkar Finns, ömmu-
stelpurnar þínar fengið að njóta
þess bæði sem lítil börn og sem
fullorðnar, en betri ömmu var
varla hægt að hugsa sér. Þú gafst
þér ávallt tíma fyrir þær og fjöl-
skylduna alla.
Ég minnist einnig allra matar-
og kaffiboðanna en þú varst mjög
góð að elda og baka og bjóst til
heimsins bestu sósur og á ég nú
allmargar uppskriftir frá þér sem
ég mun varðveita vel. Ég kveð
þig nú með miklu þakklæti fyrir
allt en minning um yndislega
tengdamóður mun lifa áfram í
hjarta mér.
Þín tengdadóttir,
Kristín (Stína).
Elsku amma hefur nú kvatt
okkur og eigum við eftir að sakna
hennar mikið. Amma skilur eftir
sig fullt af góðum minningum.
Við hlökkuðum alltaf mikið til að
koma í næturgistingu til ömmu
og afa á Selbraut.
Þar voru nefnilega aðrar regl-
ur en heima. Þar máttum við ráða
hvort við fengum kvölddrekku-
tíma eða hafa kósýkvöld. Amma
gaf sér alltaf tíma til að leika við
okkur, hún lagði mikla áherslu á
að vanda sig þegar maður litaði
og höfum við saman fyllt ófáar
litabækur hjá þeim. Amma eldaði
líka mjög góðan mat, til dæmis
eplasalatið, sem var stundum í
aðalrétt og kjötið til hliðar.
Amma var líka mjög dugleg að
fara með okkur út á róló eða nið-
ur í fjöru, þar sem við saman
köstuðum steinum í sjóinn.
Elsku amma, takk fyrir allt og
við pössum afa fyrir þig. Þín
Egill og Hildur Ósk.
Elsku amma okkar.
Við eigum eftir að sakna þín
svo mikið en sem betur fer eigum
við ótal margar minningar sem er
hægt að halda í, eins og afi myndi
segja: „Góðar minningar eru það
besta sem maður hefur.“ Við
gætum talið upp allar þær góðu
minningar sem við eigum og fyllt
heila bók með þeim, en þær
minningar sem koma fyrst upp í
huga okkar eru þær þegar við
vorum í pössun hjá ykkur afa í
ófá skipti þegar við vorum litlar.
Þá löbbuðum við yfir í Hagkaup á
Eiðistorgi og keyptum morgun-
mat, við fórum oft að Tjörninni í
Reykjavík að gefa öndunum
brauð sem við höfðum fengið í
bakaríi á leiðinni. Einnig eigum
við góðar minningar úr Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum og
þegar við fórum á leikskólana á
móti Selbraut að leika og tókum
þá með okkur alls kyns dót. Við
bjuggum oft til tjaldhelli úr tepp-
um inni í geymslu sem við gátum
leikið okkur í tímunum saman. Á
kvöldin fengum við oft að fara í
bað með Mikka og Andrés sem
vöktu miklu lukku og gera enn.
Eftir það settumst við upp í sófa í
náttfötunum með nammi í skál,
kveiktum upp í arninum og horfð-
um á sjónvarpið í gamla imba-
kassanum með loftnetinu. Ekki
má gleyma brúna norska Guð-
brandsdalsostinum sem Birgitta
elskar. Svo enduðum við oft pöss-
unina á að borða á McDonalds áð-
ur en okkur var skilað heim.
Önnur minning sem stendur
upp úr er þegar þið afi buðuð allri
fjölskyldunni í frí til Frímanns til
Bandaríkjanna. Sú ferð er ein af
skemmtilegustu og eftirminni-
legustu utanlandsferðum okkar.
Nokkrum mánuðum áður en þið
tilkynntuð okkur þetta hafði
Maríanna einmitt verið að spyrja
pabba hvenær við gætum farið að
heimsækja Frímann. Enn og aft-
ur getum við vitnað í afa að þarna
bjuggum við til margar góðar
minningar sem munu fylgja okk-
ur.
Sérstakar minningar á Birg-
itta um þegar þið afi fluguð út
með henni til Noregs þegar hún
fór í lýðháskólann. Þið hjálpuðuð
henni að koma sér fyrir og studd-
uð þétt við bak hennar allt árið.
Við höfum lært svo margt af
þér sem við munum taka með
okkur í framtíðina. Þú varst alltaf
góðhjörtuð og vildir ávallt það
besta fyrir alla. Þú varst alltaf
þolinmóð og studdir okkur í einu
og öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Nú munum við systurnar bera
ættarnafnið Helland með stolti
og vonandi mun það lifa um
ókomna tíð.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þínar ömmustelpur,
Maríanna Sif og Birgitta Líf
Finnsdætur.
Elsku amma – amma Bigga,
amma á nesinu, amma í Pennan-
um, amma mín.
Ég bjóst aldrei við því að þurfa
að kveðja þig svona fljótt. Sökn-
uður og sorg fylla hjarta mitt en
ég veit að þú ert komin á betri
stað og þú lifðir lífinu til hins ýtr-
asta.
Þú og afi hafið einmitt alltaf
sagt að lífið er til að lifa. Það eru
minningarnar og upplifanirnar
sem skipta máli. Það er það sem
ég mun geyma vel, minningarnar
um þig og stundirnar okkar sam-
an.
Þú varst amma sem dröslaðist
svo oft með okkur systurnar á
róló.
Amma sem var alltaf til í að lita
með mér og hrósa mér fyrir
glæsilegan afrakstur, þrátt fyrir
misjöfn gæði myndanna.
Amma sem stóð úti við Eið-
istorg með afa að bíða eftir að ég
hlypi fram hjá í Reykjavíkur-
maraþoninu – og þú beiðst enn
lengur þar til ég kom aftur hlaup-
andi hinum megin við Eiðistorg.
Amma sem var alltaf glæsileg
– og yfirleitt í einhverju rauðu.
Amma sem gaf sér alltaf tíma
fyrir mig og sýndi því sem ég tók
mér fyrir hendur áhuga.
Amma sem gerði mér alltaf
ljóst hversu mikið við barnabörn-
in skiptum máli fyrir þig og afa.
Amma – ég elska þig, ég sakna
þín og ég mun varðveita minning-
arnar um þig í hjarta mínu.
Þín
Aðalheiður (Heiða).
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast kærrar vinkonu
og svilkonu, Birgit Helland. Mín
fyrstu kynni af Birgit voru í
kringum tvítugsaldurinn er við
báðar giftumst inn í sömu fjöl-
skylduna, okkur varð strax vel til
vina, þau vinabönd okkar og
maka okkar styrktust og efldust
eftir því sem árin liðu.
Hver myndin af annarri birtist
þegar blaðað er í bók minning-
anna. Karfavogurinn kemur
strax upp í hugann með okkar
yndislegu tengdaforeldrum, Guð-
ríði og Frímanni, laufa-
brauðsbakstur undir góðri hand-
leiðslu Jórunnar ásamt börnum
okkar er litu oftast til nammiskál-
arinnar góðu, margt fleira væri
hægt að minnast og þakkarvert
að hafa fengið að lifa fjölskyldu-
samveru án snjallsíma og tölvu.
Fleiri myndir birtast, ferðalög
innanlands ásamt yndislegri
Frakklandsferð með ykkur hjón-
um, sem hlaðin er minningum,
þar sem meðal annars vínrækt-
arhéruð voru skoðuð undir leið-
sögn ykkar yndislegu hjóna.
Að ógleymdri Brusselferðinni
góðu fyrir nokkrum árum á veg-
um kvenfélags Seltjarnarness er
þú bauðst mér að vera þátttak-
andi í, samvera með þér og þínum
félagskonum var mér ógleyman-
leg.
Megi birta vorsins og ylur um-
vefja ykkur öll.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginmanns og fjölskyldu, megi
allar góðar vættir styrkja ykkur
og styðja í sorginni.
Aðalheiður Jónsdóttir (Alla).
Vorið 1964 tóku 25 bekkjar-
félagar í 6.Z í Menntaskólanum í
Reykjavík stúdentspróf. Bekkur-
inn myndaði með sér félagsskap
og hefur haldist náin vinátta með
félögum allar götur síðan. Bekk-
urinn var hreinn strákabekkur,
en undir lok náms og á næstu
misserum bundu nokkrir félagar
föst sambönd við hitt kynið sem í
allmörgum tilvikum reyndust
varanleg.
Hópurinn stækkaði brátt og
þó svo að stofnað hafi verið
bekkjarfélag, Skarphéðinga-
félagið, og eiginkonur hafi mynd-
að sitt eigið félag, Karenar, þá
má heita að allt hafi fallið saman í
einn vinahóp.
Síðla árs 1963 kynnti Hreinn
Frímannsson fyrir okkur skóla-
félögum unga stúlku, Birgit Hell-
and. Á æskuárunum er ekki á vís-
an að róa í ástarmálum, en í
tilviki Birgit og Hreins var að
hefjast langur þáttur í þeirra lífi;
hjónaband sem staðið hefur í
meira en hálfa öld. Á þeim árum
hafa þau bæði skilað drjúgu ævi-
starfi, eignast fjögur börn, sem
öll eru uppkomin og á miðjum
starfsdegi, og mun elsta barna-
barnið þegar hafa lokið háskóla-
námi.
Þegar við Karenar og Skarp-
héðingar kveðjum Birgit er
margs að minnast. Birgit og
Hreinn voru meðal þeirra sem
oftast tóku þátt í samfundum,
ferðum innanlands og utan og
hverskyns uppátækjum okkar
hóps. Margt bar þá á góma og ef
einhverjum fataðist flugið eða
gerðist of fullyrðingasamur, gat
hann eða hún átt von á skarplegri
athugasemd frá Birgit sem þó
var aldrei borin fram af meinfýsi
heldur miklu fremur af hjálpsemi
á hljóðlátan og yfirvegaðan hátt,
þannig að mönnum varð um-
ræðuefnið skýrara en áður.
Samræður gátu átt sér stað á
ýmsum stöðum um hin ólíkustu
efni, t.a.m. um þjóðmenningu yfir
kræklingi með Whisky-sósu í
Whisky-safninu í Edinborg, en til
þeirrar borgar fór hópurinn í
skipulagða ferð síðla sumars árið
2007. En fleiri tilefni gáfust til
uppbyggilegra samræðna. Birgit
og Hreinn voru áhugamenn um
leikhús og sum okkar urðu þeirr-
ar gleði aðnjótandi að fara með
þeim á leiksýningar og setjast
síðan og ræða innihald sýninga
og áhrif yfir kaffibolla eða vín-
glasi.
Oft hafði þá Birgit komið auga
á eitthvað, sem okkur hinum
hafði yfirsést.
Birgit var lífsglöð kona, ævin-
lega jákvæð og vinsamleg, og hún
hafði einstaklega góða nærveru.
Okkur er öllum í fersku minni
þegar Birgit og Hreinn buðu til
veislu í tilefni af sameiginlegu
sjötugsafmæli fyrir rúmum
tveimur árum. Þá geisluðu þau af
gleði, þökkuðu hvort öðru liðin
ár, röktu samverustundir með
vinum og vandamönnum og
leyfðu sér að líta á komandi efri
ár með bjartsýni, enda virtist
mega ætla að þau gætu átt marg-
ar sælustundir eftir ólifaðar.
En skjótt skipast veður í lofti
og nú má ekki lengur njóta hinna
góðu samvista. Við kveðjum látna
vinkonu með söknuði og vottum
Hreini og fjölskyldu dýpstu sam-
úð.
Fyrir hönd Karena og Skarp-
héðinga,
Guðfinna og Gunnar.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Þetta ljóð kom mér í hug er ég
frétti að Birgit vinkona og fé-
lagssystir væri flutt til Sólar-
landsins.
Í dag kveðjum við félagskonu í
kvenfélaginu Seltjörn, góðan og
traustan félaga, jákvæða og upp-
örvandi. Nú eru minningarnar
eftir frá svo ótal mörgu, þar sem
gleðin ríkti í ferðalögum bæði
innan lands og utan og margs
konar störfum er félag okkar hef-
ur tekið þátt í.
Í félagi eins og okkar er nauð-
synlegt að stíga dansinn í takt,
hún Birgit steig dansinn í takt
með sínu ljúfa fasi og blíða brosi
og hvatti okkur áfram og að gef-
ast ekki upp þó á móti blési.
Mér er efst í huga sólríkur
dagur í júní á síðasta ári er við
áttum saman í Borgarfirði, sum-
arfrí var framundan og hlakkað
til að hittast á komandi hausti.
Mikið voru veikindin langt í
burtu þennan sólríka dag. Þess-
um degi gleymum við ekki. Birgit
var einnig í vatnsleikfimihópnum
okkar í um 20 ár. Þar eru minn-
ingar sem geymast allar ljúfar.
Við úr þessum báðum hópum
þökkum ljúf kynni og allar góðar
stundir.
Henni Birgit vinkonu minni
þakka ég góða samvinnu í stjórn
félags okkar og minnist með
þakklæti allra símtala á liðnum
mánuðum. Þú varst hetja og gott
að ræða við þig.
Við trúum því að Sólarlandið
hafi tekið vel á móti þér og þú
vakir yfir okkur meðal rósanna.
Innilegar kveðjur sendum við
þér, Hreinn, ég þakka öll símtölin
er við höfum átt á erfiðum stund-
um. Megi Guð vera með þér og
börnum og barnabörnum og gefa
ykkur styrk. Minningarnar verða
ekki teknar frá ykkur, þær lifa
um ókomin ár. Blessuð sé minn-
ing góðrar konu.
Erna Kristinsdóttir
Kolbeins.
Nágrannakona okkar, Birgit,
er látin eftir erfið veikindi. Hún
ólst upp í Kópavoginum, bjó
seinna í Þrándheimi í Noregi og
síðar í Reykjavík en fluttist svo á
Seltjarnarnes þar sem þau
Hreinn byggðu sér hús að Sel-
braut 13. Þangað fluttu þau og
bjuggu ásamt fjórum börnum
sínum, Finni, tvíburunum Frí-
manni og Knúti og Dagnýju. Lóð-
irnar okkar liggja saman svo við
höfum verið nágrannar í tæp 40
ár. Þegar byggingavinnunni var
lokið var melnum sem húsin
standa á smám saman breytt í
gróðursæla garða og við ná-
grannarnir eignuðumst sameig-
inlegt limgerði. Þess var þó gætt
að á einum stað í limgerðinu væri
gangstígur til að auðvelda sam-
gang á milli heimilanna. Dætur
okkar léku sér saman og lá stund-
um á að hittast. Að loknu jóla-
haldi fyrir mörgum árum bauð
Birgit okkur yfir til þeirra
Hreins. Ári síðar endurguldum
við boðið. Allar götur síðan höf-
um við hist til skiptis á heimilum
okkar. Þessi góði siður var árviss
þar til síðasta vetur að Birgit var
orðin of veik fyrir slíka fundi. Á
þessum notalegu kvöldstundum
var farið yfir helstu viðburði í
fjölskyldunum, framan af voru
það fréttir af börnum og barna-
börnum, en á seinni árum hefur
meira verið spjallað um bækur,
menningarviðburði og ferðalög.
Birgit var heimakær og undi sér
vel í nærumhverfinu, var í kven-
félaginu og stundaði sundleikfimi
í Sundlaug Seltjarnarness. En
hún hafði líka gaman af því að
ferðast.
Hún hafði frá mörgu að segja
frá Frakklandsferðum þeirra
hjóna og svo bættust við ferða-
sögur frá Arizona úr heimsókn-
um þeirra til Frímanns, sonar
þeirra, sem býr í Phoenix. Hreinn
og Birgit voru samstillt í lífinu og
ræktuðu sinn garð en rósirnar
undir suðurveggnum voru henn-
ar.
Nú eru þær að lifna við eftir
vetrarhvíld en lífsneisti Birgit
hefur slokknað. Við kveðjum
Birgit með trega en minnumst
hennar með þakklæti fyrir að
skapa ánægjulegar samveru-
stundir og búa til gott nágrenni.
Hreini og fjölskyldu sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Hildigunnur Ólafsdóttir og
Jón Skúlason.
Í dag kveð ég með sorg í hjarta
hana Birgit vinkonu mína, sem
þurfti eftir meira en hálfs árs
baráttu að lúta í lægra haldi fyrir
illvígum sjúkdómi. Mér fannst
svo sjálfsagt að hún myndi fara
með sigur af hólmi í baráttunni
við veikindin, því hún sýndi allan
tímann einstaka þrautseigju og
æðruleysi, var svo einstaklega já-
kvæð og kvartaði aldrei yfir
neinu.
Hún brosti bara sínu hlýja
brosi og talaði um hvað allir væru
góðir við sig.
Birgit Helland
Okkur langar að
minnast bróður okk-
ar, Óskars, sem lést
11. apríl sl. Meiri-
part ævinnar bjó
hann í Austur-Húna-
vatnssýslu. Minnisstæðar eru
ferðirnar á Skagaströnd á
Kántrí-hátíðirnar. Það voru
gleðistundir. Sveitalífið og bú-
störfin áttu vel við hann, en svo
flutti hann að lokum á höfuðborg-
arsvæðið 1997. Bjó fyrst í stað í
Kópavogi, en flutti síðan í Hátún
4. Heimsóknirnar í Hátún 4 voru
ávallt skemmtilegar. Hann var
hrókur alls fagnaðar. Hjá honum
var alltaf heitt kaffi á könnunni
og pönnukökubakstur og allskon-
Óskar Eiríksson
✝ Óskar Eiríks-son fæddist 23.
september 1930.
Hann 11. apríl 2016.
Útför Óskars fór
fram 25. apríl 2016.
ar eldamennska
átti vel við hann.
Hann var mann-
blendinn og hafði
gaman af því að
fara í Kolaportið og
spjalla við kunn-
ingjana. Óskar tók
aldrei bílpróf og
gekk því mikið um
bæinn. Síðustu árin
hittumst við systk-
inin mánaðarlega í
kaffi og þá var mikið spjallað um
lífið og tilveruna og það voru
ánægjulegar stundir.
Fyrir ári síðan flutti hann á
Dvalarheimilið Grund vegna
heilsubrests. Þar var hann vel lið-
inn og þar leið honum mjög vel.
Eftir áramótin fór heilsu hans að
hraka. En starfsfólkið á Litlu-
Grund hugsaði vel um hann og
viljum við færa því bestu þakkir
fyrir.
Guðrún, Hulda og Fríða.