Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
✝ Björg J. Ragn-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 14.
september 1930.
Hún lést á Líkn-
ardeildinni í Kópa-
vogi 26. apríl 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnar
Gísli Jónsson, f.
1898, d. 1987, og
Guðrún Benedikts-
dóttir, f. 1907, d.
1987.
Björg giftist 5. september
1959 Einari Jónssyni bifvéla-
virkja frá Draghálsi, f. 24. maí
1921, d. 11. október 2009. Börn
þeirra 1) Guðrún Einarsdóttir, f.
1. september 1961, maki Halldór
Þórólfsson, f. 17. júlí 1957, synir
þeirra: a) Ívar Örn, f. 9. maí
1984, sambýliskona Hrefna
Pálsdóttir, f. 1984, b) Gísli Hall-
dórsson, f. 12. mars 1990, sam-
býliskona Sunna
Dögg Arnardóttir,
f. 1991, 2) Ragnar
Einarsson, f. 15.
desember 1964.
Björg bjó fyrstu
tvö æviárin á Ak-
ureyri, fluttist þá til
Sauðárkróks, bjó
þar í tólf ár, síðan
eitt ár í Reykjavík, í
Vestmannaeyjum í
fimm ár, fluttist tví-
tug til Reykjavíkur og bjó þar til
dánardags.
Björg vann fyrst í verslun,
síðar við ræstingar og heim-
ilishjálp.
Hún söng í ýmsum kórum,
m.a. Dómkirkjukórnum, við
brúðkaup, jarðarfarir og alls
kyns athafnir, en lengst af söng
hún í Grensáskirkju, í 25 ár.
Útför Bjargar fór fram í
kyrrþey að ósk hennar.
Björg, tengdamóðir mín, var
lítillát kona, hún vildi hafa útför
sína í kyrrþey og enga ræðu í
jarðarförinni.
Ég vona, Björg mín, að þú fyr-
irgefir að við gátum ekki orðið
við þeim óskum þínum og leyfð-
um séra Ólafi að halda stutta en
góða ræðu. Kynni okkar Bjargar
hófust árið 1981 þegar ég fór að
venja komu mína í Langagerði,
milli okkar myndaðist vinátta
sem entist alla tíð. Þegar ég kom
inn á heimili Bjargar og Einars
var Björg að syngja í kirkjukór
Grensáskirkju og fór ég allar
götur síðan með henni í jóla-
messur þangað. Björg og Einar
pössuðu drengina okkar, Ívar og
Gísla, mikið þegar þeir voru
yngri og hafði hún afskaplega
gaman af því og þeir sömuleiðis.
Þá hafði hún mikið yndi af
söng, bæði af því að syngja sjálf
og ekki síður af því að heyra
aðra syngja og sér í lagi óperur.
Við hjónin nutum þess að fara í
Hörpu á óperuna Ragnheiði með
Björgu fyrir rúmu ári. Garðurinn
í Langagerðinu bar af öðrum
görðum, vel hirtur og skipulagð-
ur. Hvergi sá maður flottari
grasblett, ávallt nýsleginn. Björg
sá um alla málningarvinnu heim-
ilisins og var húsið alltaf eins og
nýmálað.
Þá vílaði hún það ekki fyrir
sér að fara upp á bílskúrsþak 85
ára gömul til þess að kítta í göt
og mála.
Innilegar þakkir fyrir margar
ánægjulegar samverustundir í
gegnum tíðina. Þinn tengdason-
ur,
Halldór Þórólfsson.
Amma mín hafði margt til
brunns að bera og marga eig-
inleika sem eru sannarlega til
eftirbreytni.
Það voru forréttindi að fá að
eyða miklum tíma í minni æsku í
Langagerði með henni og afa og
sá tími skilur margt eftir sig,
sem gerir mig og aðra sem urðu
sömu gæfu aðnjótandi að betri
manneskjum.
Eitt af því sem mér fannst
einkenna ömmu mína var óeig-
ingirni. Hún vildi allt fyrir alla
gera og viðfangsefnið var þar al-
gjört aukaatriði. Mín fyrstu
kynni af því voru á mínum
yngstu árum þegar pössun hjá
ömmu var allt að því daglegt
brauð. Þetta átti svo eftir að
halda áfram allan þann tíma sem
okkar æviskeið sköruðust. Mér
er sérstaklega minnisstætt að
hafa átt í miklum erfiðleikum
með hannyrðir í skólanum og var
þá kærkomið að fá aðstoð hjá
ömmu með hin ýmsu sauma- og
prjónaverkefni. Sá stuðningur,
tiltrú og hjálp sem amma gaf
mér hefur svo reynst ómetanleg
síðan.
Þegar kom svo að því að gera
eitthvað fyrir hana, sama hversu
smávægilegt atriðið var, þá
reyndist það gjarnan hér um bil
ómögulegt. Í þau skipti sem það
tókst eða maður leyfði sér að
koma með smávægilegar gjafir í
formi blóma eða minjagripa að
utan þá átti þakklætið engan
enda að taka og ég tel mig geta
sagt það með nokkuð mikilli
vissu að hún amma mín hafi aldr-
ei hent neinu sem við bræður
gáfum henni, hversu ómerkileg-
ur sem hluturinn kann að hafa
verið. Það er einmitt atriði sem
kemur upp þegar ég hugsa til
ömmu, hversu ótrúlega hjartahlý
hún var.
Amma var líka hógvær, dug-
leg og samviskusöm með ein-
dæmum. Aldrei heyrði ég hana
tala illa um nokkurn mann og
þrátt fyrir að hafa haldið ein-
staklega fallegt heimili og vera
eigandi að fallegasta garði
Reykjavíkur heyrði ég hana
aldrei hreykja sér af þvíeða gera
lítið úr öðrum sem gerðu síður
en hún. Það lýsir henni líka
ágætlega að þegar það kom upp
smávægilegt vatnstjón í Langa-
gerði fannst henni hér um bil
óþægilegt að þiggja sanngjarnar
bætur frá tryggingafélaginu.
Þetta var þrátt fyrir að hafa lík-
legast ekki lent í tjóni í fleiri ára-
tugi og greitt sín iðgjöld sam-
viskusamlega ár eftir ár.
Yndisleg sál er fallin frá og
fær nú að liggja við hlið afa út í
eilífðina. Það er mér og vonandi
öðrum mikil huggun í því að geta
horft um farinn veg og minnst
frábærs fólks og gert sitt besta
til þess að heiðra minningu
þeirra með því að reyna að halda
þeirra bestu eiginleikum á lofti,
því þar er sannarlega af nægu að
taka.
Gísli Halldórsson.
Mín fyrstu „kynni“ af Björgu
voru fyrir rétt um ári þegar við
Ívar vorum farin að draga okkur
saman en ekkert orðið opinbert
ennþá.
Þannig var að ég sat kímin við
hlið Ívars fyrir utan Krónuna í
Grafarholti á meðan amma hans
þuldi samviskusamlega upp í
símanum uppskriftina af súkku-
laðiköku sem Ívar hugðist baka
fyrir samstarfsmenn sína í
Landsbankanum. Ég kunni strax
vel við rólega, hægláta röddina.
Það kom ekki annað til greina
af Ívars hálfu en að biðja ömmu
um uppskrift af súkkulaðiköku
því hún bakaði bestu súkku-
laðikökuna. Ég var raunar búin
að komast að því að flest sem
amma hans eldaði og bakaði
bragðaðist ögn betur en það sem
aðrir gátu reitt fram. Gúllasið,
rifsberjasultan, já bara flestallur
matur var betri ef amma hafði
komið nálægt gerð hans.
Ég hitti Björgu svo í fyrsta
skipti á 85 ára afmælinu hennar
síðastliðið haust. Þar byrjaði ég
á að óska rangri ömmu til ham-
ingju með afmælið og afhenda
blómvönd því hvoruga ömmuna
hafði ég áður hitt. En það kom
ekki að sök og vandræðalegheit-
in fuku út í veður og vind þegar
hún hóf að sýna mér gersem-
arnar sem leyndust á heimilinu
og sagði mér söguna þar á bak
við.
Að koma inn í Langagerðið
var hálfpartinn eins og að koma
inn á safn en þar úir og grúir af
alls konar hlutum með langa
sögu. Þrátt fyrir að vera hlaðið
merkum munum þá var ávallt
snyrtilegt og hvergi rykkorn að
sjá.
Björg var vel að sér í hinum
ýmsu málefnum og það var hægt
að ræða við hana um allt milli
himins og jarðar. Hún hafði sér-
staklega róandi og þægilegan
talanda og hafði einstakt lag á að
láta manni líða vel í kringum sig.
Hún sýndi öllu því sem maður
tók sér fyrir hendur einstakan
áhuga og spurði mig gjarnan út í
eitthvað sem hún hafði lesið
tengt næringu og mataræði.
Ég á eftir að sakna þess að
banka upp á í Langagerðinu og
sitja í stofunni og ræða um allt
og ekkert. Ég þakka stutt en
ákaflega góð kynni.
Hrefna Pálsdóttir.
Björg J.
Ragnarsdóttir
✝ Sigurlaug Pét-ursdóttir Þor-
mar fæddist á Galt-
ará í Gufudalssveit
í Austur-Barða-
strandarsýslu 18.
desember 1923.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 5. maí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Anna
Jakobsdóttir, f. 24. jan. 1887, d.
29. mars 1957, og Pétur Pét-
ursson, f. 9. ágúst 1886, d. 9.
okt. 1981. Systkini Sigurlaugar
þeirra Valgeir, Vigdís og Að-
alsteinn. Vigdís er í sambúð
með Árna Gunnari Haraldssyni.
Þau eiga eitt barn. 2) Anna, f.
1959, starfsmaður Fiskistofu.
Eiginmaður hennar er Auðunn
G. Guðmundsson og börn Magn-
ea Erna, Daníel og Guðmundur.
Guðmundur er í sambúð með
Jennýju Maggý Rúriksdóttur og
eiga þau tvö börn. 3) Pétur, f.
1960, bílstjóri, og 4) Sigurður,
f. 1967, starfsmaður ÍSAL. Sig-
urlaug lauk námi frá Hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli
vorið 1944. Hún flutti til
Reykjavíkur í svokallaða vist
(þjónustustörf) á heimilum. Sig-
urlaug rak þvottahús ásamt
eiginmanni sínum og var starfs-
maður Sláturfélags Suðurlands.
Útför Sigurlaugar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag, 19.
maí 2016, kl. 13.
voru Kristín, f.
1915, d. 2010, Sig-
urður. f. 1916, d.
1960, Jakob Gunn-
ar, f. 18. jan. 1919,
d. 2003, Pétur Jón-
as, f. 15. júlí 1920,
d. 2007, Sigríður, f.
16. sept. 1921, d. 2.
feb. 2011. Eigin-
maður Sigurlaugar
var Valgeir Þor-
mar, f. 1926, d.
2005. Börn þeirra eru fjögur 1)
Sigmar, f. 1957, mennta-
skólakennari. Eiginkona hans
er Alfa Kristjánsdóttir og börn
Móðir okkar fæddist í litlum
torfbæ í Kollafirði við Breiða-
fjörð. Æskuminningarnar um líf-
ið í sveitinni stóðu henni ávallt
nærri. Við börnin fengum að
heyra margar sögurnar. Um
kýrnar sem mamma sótti korn-
ung í hagann á sumrin. Hvernig
hún renndi sér að vetri í snjó á
tunnustöfum sem voru heima-
tilbúin skíði. Þó gat hún á fullorð-
insárum hvergi hugsað sér að búa
annars staðar en í iðandi mannlífi
ört stækkandi höfuðborgar
landsins. Í Reykjavík kynnist
hún föður okkar Valgeiri Þormar
frá Skriðuklaustri á Fljótsdals-
héraði.
Þau giftu sig og leigðu íbúð í
Þingholtunum í Reykjavík. Erf-
iður atburður skyggði þó á
gleðina yfir fæðingu frumburðar-
ins. Að kvöldi aðfangadags jóla
1957 brann húsið Þingholtsstræti
28 í Reykjavík þar sem þau
bjuggu. Þetta var einn stærsti
bruni fjölbýlishúss sem orðið hef-
ur á Íslandi. Móðir okkar yfirgaf
brennandi húsið í skyndi með
ungbarnið í fanginu á meðan faðir
okkar og Jakob Pétursson frændi
okkar björguðu því litla af búslóð
þeirra sem náðist úr brunanum.
Skólaganga mömmu var tak-
mörkuð við heimakennslu á
sveitabæjum og einn vetur á
Húsmæðraskólanum að Staðar-
felli. En líkt og margir Íslending-
ar hafði hún lesið sér til um ver-
öldina sem var þarna fyrir utan
Breiðafjörðinn. Líkt og ævisögu
Tómasar Alva Edisons, banda-
ríska uppfinningamannsins,
hvernig ljósaperan og aðrar nýj-
ungar urðu til sem gerbreyttu lífi
fólks í sveitum landsins sem hafði
lítið breyst í þúsund ár.
Hörð lífsbarátta alþýðufólks á
fyrri hluta síðustu aldar mótaði
um margt lífssýn móður okkar.
Hún réð sig í vist og komst þá í
kynni við heimilislíf fólks sem
taldist sumt kannski til yfirstétt-
ar í Reykjavík. Sigurlaug stóð
alltaf fast á sínu gagnvart vinnu-
veitendum sínum varðandi það
sem um var samið í sambandi við
kaup og kjör enda lagði hún sig
alltaf fram sjálf um að standa við
sitt.
Festa, vinnusemi og ákveðni
um að standa á sínu virðist hafa
verið veganesti mömmu frá
æskustöðvunum á Vestfjörðum.
Kannski mótaði líf við kröpp kjör
einnig móður okkar sem jafnað-
armanneskju. Hún var alltaf
mjög meðvituð um nauðsyn þess
að vinnandi fólk og þeir sem
minna máttu sín fengju að búa við
mannsæmandi kjör. Þetta var
lífssýn sem hún deildi mjög með
eiginmanni sínum. Þó þau hjónin
kæmu lítið nálægt almennu
flokksstarfi stjórnmálaflokka
voru þau eldheitir stuðnings-
menn þeirra sem boðuðu nýja
tíma og voru með þeim fyrstu til
að greiða götu og tala máli fram-
bjóðenda eins og Vigdísar Finn-
bogadóttur og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur.
Upp úr áttræðisafmælinu fór
móðir okkar að sýna merki
heilsubrests. Fljótlega var hún
greind með byrjunareinkenni alz-
heimers-sjúkdómsins. Á nokkr-
um mánuðum hrakaði henni svo
að hún átti orðið erfitt með að
taka þátt í daglegu lífi. Sigurlaug
flutti á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilið Grund til langtímadvalar
þar sem hún var næstu ellefu ár-
in. Á Grund naut hún úrvalsu-
mönnunar frábærs starfsfólks.
Fyrstu árin á Grund fór minnið
að hverfa en það virtist svo að
lengst héldust æskuminningarn-
ar um fjölskyldulífið í sveitinni,
foreldra og systkini á Galtará.
Meira: mbl.is/minningar
Sigmar Þormar,
Anna Þormar,
Pétur Þormar og
Sigurður Þormar.
Sigurlaug Péturs-
dóttir Þormar
Vinur minn og
frændi, Ólafur Run-
ólfsson, er fallinn frá.
Við erum báðir frá
Berustöðum í Ása-
hreppi en þrátt fyrir
umtalsverðan aldursmun náðum
við Óli Run afar vel saman á síð-
ari árum í gegnum sameiginlegt
áhugamál okkar, ljóðlistina.
Óli hafði skemmtilega nær-
veru og með sitt síða hvíta skegg
og glampa í augum varð hann eft-
irminnilegur þeim sem urðu á
vegi hans, ekki síst ef þeir fengu
síðan vísukorn að auki.
Já, Óli var hagyrðingur eins og
þeir gerast bestir og framlag
hans til okkar, sem unnum ís-
lenskum menningararfi, vísna-
gerð og ljóðmáli, er ómetanlegt.
Vísurnar skipta eflaust þúsund-
um, allar svo haglega ortar að á
þeim sést aldrei missmíð.
Einkum áttum við Óli Run eft-
irminnilegar stundir eftir að
hann ákvað eftir hvatningu mína
og eflaust margra fleiri, að gefa
vísurnar sínar og ljóðin út á bók-
um. Ég fékk það ánægjulega
hlutverk að aðstoða hann við út-
gáfuna svo úr urðu tveir mikils-
verðir minnisvarðar um það að ís-
lenskir bragarhættir og
vísnagerð eiga fullt erindi við
samtíma okkar, nú þegar liðið er
nokkuð á 21. öldina.
Vísnagerðin var Óla í blóð bor-
in og ég man vel þegar hann lýsti
fyrir mér hvernig þetta gerðist
helst hjá honum. Þá var það oft-
ast þannig að þegar hann var
lagstur til hvílu á kvöldin og hafði
lagt augu sín aftur tóku hending-
arnar að renna honum fyrir hug-
skotssjónir eins og á auglýsinga-
skilti. Ekki var þá annað að gera
en að setjast upp við dogg og
grípa blýant og festa hugrenn-
ingarnar á blað – eða umslag.
Óli var víðförull maður og fór
um landið á „Litla Rauð“, sem
var rauður smábíll af gerðinni
Nissan Micra. Oft kom hann við
hjá okkur á Laugum í Þingeyj-
arsveit og var aufúsugestur. Ekki
síst höfðu dætur mínar gaman af
komum Óla frænda „jólasveins“
með sitt hvíta skegg. Á útlit sitt
spilaði hann gjarnan í heimagerð-
um jólakortum með mynd og
kveðju í bundnu máli.
Við, fjölskylda mín og foreldr-
ar, þökkum Ólafi Runólfssyni
innilega fyrir ánægjulega sam-
fylgd. Með honum er genginn eft-
irminnilegur og góður drengur
sem verður sárt saknað. Hólm-
fríði og fjölskyldu hennar vottum
við innilega samúð okkar.
Jóhann Guðni Reynisson.
Ólafur var Rangæingur af svo-
nefndri Víkingslækjarætt, fædd-
ur á Berustöðum í Ásahreppi og
var sá fimmti í hópi sjö systkina,
sem allt var dugnaðar- og mynd-
arfólk. Systurnar tvær, Ingigerð-
ur og Margét, settust að í þétt-
býlinu við Faxaflóa, en bræðurnir
aðrir en Ólafur voru Rangæingar
alla tíð: Stefán bóndi á Berustöð-
um, Þorsteinn bílstjóri á Rauða-
Ólafur Runólfsson
✝ Ólafur Runólfs-son fæddist 12.
janúar 1929. Hann
lést 19. apríl 2016.
Útför hans fór fram
29. apríl 2016.
læk í Holtum,
Steinþór landbún-
aðarráðunautur á
Hellu og Trausti,
sá yngsti í hópnum,
lifir systkini sín.
Hann var fyrr
bóndi á Berustöð-
um og seinna bú-
settur á Hellu.
Ólafur gerðist
bifvélavirki og
meistari í grein
sinni og vann í fyrstu við kaup-
félagsverkstæðið á Rauðalæk um
árabil en síðar fluttist hann í þétt-
býlið og gerðist ökukennari í ára-
tug. Lengst starfaði hann sem
bílstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur en loks réðst hann
til starfa hjá ÁTVR og var þar 15
síðustu ár starfsævi sinnar.
Árið 1980 gekk Ólafur Run-
ólfsson í Kvæðamannafélagið.
Hann var félagi þar í 36 ár, fædd-
ur 1929, sama ár og félagið var
stofnað. Hann var lengi í stjórn
sem gjaldkeri og gerður heiðurs-
félagi. Góður félagi var hann og
gulltraustur, samviskusamur,
kappsfullur og aflasæll eins og
gjaldkerar eiga að vera. Hann
heimsótti þá örfáu, sem seinir
voru að borga árgjaldið og sat yf-
ir þeim með ljúfmennsku og án
nokkurrar ýtni þar til þeir höfðu
borgað og kom aftur, ef peningar
voru ekki á lausu. Heimturnar
urðu því 100% á fáum árum.
Hann var fundrækinn í besta lagi
og kom lengst af með okkur í all-
ar sumarferðir félagsins. Hann
var einna drýgstur vísnasmiður í
þessum ferðum. Fljótur var hann
að yrkja og lipurlega hagmæltur.
Ólafur var prúður félagi, kurt-
eis og óáleitinn og þægileg var
návist hans sífellt blandin gam-
ansemi. Hann gat verið óræður í
ávarpi og ekki laus við hlýlega
kerskni. Þegar hann var spurður
að nafni við fyrstu kynni sagði
hann að nafn sitt gæti verið á
esperantó „Nossflónur Rufaló“.
Frekari skýringar fengust ekki,
en svo rann ráðningin upp
nokkru síðar. Það var nafnið hans
lesið aftur á bak. Þetta var aðferð
Ólafs við að prófa menn og gera
þeim glaðan dag, en hann hafði
unun af því að gleðja menn, prófa
og fræða.
Ólafur eignaðist góða konu,
Kristbjörgu Stefánsdóttur frá
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.
Þeirrar sambúðar naut hann að-
eins í 15 ár. Dóttir Kristbjargar,
Hólmfríður Fanndal Svafars-
dóttir, og börn hennar, Krist-
björg Hildur og dóttir hennar
Andrea Lúsía, Guðmundur
Smári og Ólafur Freyr, eignuð-
ust í Ólafi kærleiksríkan og elsk-
aðan afa. Samband þeirra við
Ólaf var fagurt og gott. Ólafur
var félagslyndur og hafði unun af
ferðalögum um landið og að
rækta tengsl við fjölskyldu og
vini.
Hann gaf út tvær ljóðabækur;
Hugur og hjarta kom út árið 2012
og fjallaði um reynslu hans af
hjartaaðgerð, sem hann gekkst
undir 1996.
Bókin Fróns um grundir kom
út árið 2013. Fleira átti hann í
handraðanum sem ekki vannst
tími til að gefa út.
Sigurður Sigurðarson,
f.h. Kvæðamannafélagsins
Iðunnar.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar