Morgunblaðið - 19.05.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 19.05.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Látinn er frændi minn, Gunnar B. H. Sigurðsson. Fyrstu kynni mín af frænda mínum og vini voru þegar ég var ungur drengur í heimsókn hjá Kristbjörgu, föð- ursystur minn. Hóf hann mig þá jafnan á loft og jafnhattaði mér með miklum tilþrifum og hló mikið. Þetta þótti mér spennandi og hafði mikið dálæti á honum æ síðan. Gunnar vann sem ungur maður við byggingu Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi. Eftir bygginguna hóf Gunnar að vinna í verksmiðjunni og Gunnar Björn Henry Sigurðsson ✝ Gunnar BjörnHenry Sigurðs- son fæddist 20. apr- íl 1928. Hann lést 3. maí 2016. Útför Gunnars fór fram 11. maí 2016. starfaði þar á vökt- um alla sína starfs- ævi. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur sem unglingur út- vegaði frændi mér vinnu á vorin við áburðarafgreiðslu. Þá vann ég síðar á vöktum í ammoní- akhúsinu um nokkurt skeið og lagði frændi áherslu á að alltaf væri opin hurð svo loftaði vel út, ef vetni læki frá pressunum við framleiðsluna. Búnaðurinn var orðinn hálfslitinn sem svo sem kom á daginn, en þetta svæði eyðilagðist í sprengingu árið 2001. Þessi varúð lýsir Gunnari vel, ábyrgðarkennd, skynsemi og röggsemi var áberandi í hans fari en jafnframt góð- mennska og léttleiki. Dengsi var ökukennari og var það starf ef til vill svar við einhæfu starfi í verksmiðjunni. Bræður Kristbjargar móður hans voru báðir tengdir bifreið- um, Gunnar, faðir minn, var vörubílstjóri og einn af fyrstu vagnstjórum SVR 1934 en Bergur, sem kallaður var Bíla- Bergur, var bifreiðaeftirlits- maður. Gunnar átti því ekki langt að sækja áhuga sinn á bíl- um. Margir í fjölskyldunni lærðu hjá Dengsa, í mörgum tilfellum tvær til þrjár kynslóðir. Frændi var og ritari Ökukenn- arafélags Íslands. Var hann sjálfkjörinn til þess, en hann skrifaði fallega og skýra rit- hönd og var minnisgóður því þótt margt væri að gerast í fundarsal náði hann ætíð öllum þráðum. Dengsi var félagi í Málfunda- félaginu Óðni og varð síðar stjórnarmaður þar. Hann var sjálfstæðismaður, sem var nú ekki móðins í minni fjölskyldu. En menn fyrirgáfu honum það því þótt frændi væri gallharður sjalli voru miklir fé- lagslegir póstar í honum. Hann var framkvæmdamað- ur og stofnaði hann með fé- lögum sínum í Áburðarverk- smiðjunni pöntunarfélag með nauðsynjavörur þar sem starfs- menn gátu verslað sér til hag- ræðis. Ég held ég megi fullyrða að þar hafi hann verið prímus mótor. Félagið var lengi starf- andi og naut alla tíð velvildar yfirmanna verksmiðjunnar. Auk þess starfaði hann ásamt félögum sínum við uppbygg- ingu á orlofshúsum starfs- manna. Hann var kvæntur mætri konu, Þórdísi, og áttu þau sjö mannvænleg börn. Gunnar er kynsæll maður, með um 60-70 afkomendur og trompar okkur öll systkina- börnin. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og hugsaði vel um sitt fólk og ekki aðeins sína nánustu því hann og Þórdís reyndust föður mínum afar vel og opnuðu heimili sitt fyrir honum á erfiðu tímabili í ævi hans og fyrir það ber að þakka. Birgir sonur hans var sem stráklingur eitt sumar í sveit hjá mér og vakti það góðar til- finningar og tengdi fjölskyldur okkar betur saman. Við Inga Þórunn kona mín þökkum samfylgdina og send- um fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Þorsteinn H. Gunnarsson. Við mamma ætl- uðum að gera svo margt saman þeg- ar heilsan væri orðin góð. Hún var harðákveðin í að sigrast á veikindunum og njóta lífsins á ný, ekkert annað kom til greina þegar við fórum í til New York í nóvember síðast- liðinn og hún fór í stóra að- gerð. Ekki fer allt eins og áætlað er, nú er hún komin til pabba sem fór einnig frá okkur allt of fljótt fyrir rétt um sjö vikum síðan. Það veit ég að hann tek- ur vel á móti elskunni sinni til hartnær fimmtíu ára með sínu bjarta brosi. Mamma mín var yndisleg og góð kona. Hún var rólyndis- manneskja sem vildi lítið láta fyrir sér hafa. Við systkinin Ólafía Gunnlaug Guðmundsdóttir ✝ Ólafía Gunn-laug Guð- mundsdóttir, Stella, fæddist 23. mars 1943. Hún lést 24. apríl 2016. Útför hennar fór fram 29. apríl 2016. fengum gott atlæti og var hún mjög heimakær. Á með- an við systkinin vorum ung var hún heimavinnandi og tók á móti okkur úr skólanum. Mömmu var mikið í mun að heimilið okkar væri fallegt og má með sanni segja að svo hafi verið. Hún var mjög fær í höndunum og saumaði í mörg ár jólaföt af einstakri snilld á okkur systkinin. Margar ferðir voru farnar í Dalina á sumrin til að hitta þau sem þar bjuggu, ömmu, afa og systur hennar. Við systkinin og pabbi vorum alltaf jafn spennt að leggja í hann en hún var var nú ekki alltaf jafn spennt og við, því heima var best. Ég man svo vel eftir hversu vel hún treysti mér á unglings- árum mínum. Mér þótti vænt um það og reyndi ég að standa undir traustinu eftir bestu getu. Hún hjálpaði mér og studdi í hvívetna þegar ég eignast síð- an mína fjölskyldu. Pabbi og hún voru alltaf glöð að fá að passa barnabörnin, skemmti- legast fannst þeim að flytja heim til okkar í nokkra daga og fá að dekra við krakkana þegar þau komu úr skólanum og keyra og sækja á æfingar eða í tónlistarskólann. Þrátt fyrir að vera heima- kær elskaði hún að vera þar sem hún gat notið sólar og hita og urðu ferðirnar þeirra pabba yfir vetrarmánuðina margar og góðar. Dýrmætar minningar eigum við stórfjölskyldan þeg- ar við fórum öll saman til Mal- lorca árið 2008. Mamma hafði þann einstaka mannkost að tala ekki illa um nokkurn mann, hún sá alltaf gott í öllum. Mikill gestagangur var oft á tíðum hjá þeim pabba og allir voru velkomnir. Það skein í gegn í veikindum hennar hversu mörgum þótti vænt um hana og heimsóttu og fyrir það er ég þakklát. Guð geymi þig, elsku mamma mín, ég geymi í hjarta mínu allar góðu minningarnar okkar. Þín dóttir, Anna Bára. Elsku amma okkar, núna eru þið afi sameinuð á ný og sitjið saman upp á himni og horfið niður á okkur fjölskyld- una. Við munum ennþá eftir þeim stundum þegar við kynntumst ykkur í fyrsta skiptið, þegar Svavar kynnti okkur fyrir ykkur. Það tók okkur smá tíma að kynnast ykkur en svo nokkrum mán- uðum seinna var maður farinn að leita til ykkar. Að geta labb- að til ykkar í heitan hádeg- ismat eða smurt brauð og skyr í hádeginu var yndislegt og alltaf hugsuðuð þið svo vel til manns. Þið tókuð okkur að ykkur sem ykkar eigin barna- börn og gerðuð allt sem þið gátuð fyrir okkur og Nadíu, þið dýrkuðuð Nadíu svo alltof mikið. Við munum að eilífu eiga góðar minningar um þig og hversu yndisleg þú varst öllum stundum. Við munum sakna þín að eilífu og höldum uppi minningum af þér í dag- legu lífi. Þú varst svo yndisleg að hjálpa mér, Lenu, þegar ég þurfti á hjálp að halda með prjónadótið mitt og stundum hlógum við að klaufavillunum sem voru margar. Nadía var svo heppin að eiga þig sem langömmu og allt- af fannst henni jafn gaman að koma í heimsókn til ykkar. Takk fyrir að skapa þessar minningar með okkur, elskum þig að eilífu amma, þínar ömmustelpur, Lena, Lilja og Nadía langömmubarn. Elsku Hilli afi minn. Ég mun alltaf muna eftir afa með fullt hjartað af væntumþykju og ást. Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur getað gefið og gert svona mikið algjörlega áreynslulaust. Bæði andlega og líkamlega. Ef- laust var þetta ekki alveg áreynslulaust hjá honum, en það sást nú aldrei á honum. Betri og hógværari mann væri erfitt að finna, þó víða væri leitað. Þegar ég hugsa um samtölin okkar þá eru þau svona í minn- ingunni: Afi smíðaðir þú þetta hús? Jaaa, þetta smíðaði sig nú næstum sjálft. Afi, bjóst þú til allan þennan garð? Jaa, þetta er nú svona eitthvað sem ég hef tínt til með tímanum. Afi, þetta er ekkert smá flott hjá þér. Thja… jú jú, þetta er svo sem allt í lagi, það var nú hugsunin að gera svona og svona en þetta dugar. Ég á margar góðar minn- ingar með elsku Hilla afa mín- um. Ein af mínum uppáhalds minningum með afa er þegar hann tók að sér að passa mig eftir skóla. Það var svo gott að koma heim til hans í rólegheit- in, setjast við eldhúsborðið og fá, að mér fannst, alveg ekta Hilla afa mat. Spjalla og þegja saman. Við gerðum ekki mikið, en samt gerðum alveg fullt á meðan við sátum þarna saman. Þegar ég hugsa til hans finn ég hlýju, sé brosið og heyri hann syngja. Ég gæti ekki hugsað mér betri minningu. Það er gaman að tala við strákana mína um afa, þeir virðast hafa nákvæmlega sömu mynd af honum og ég. Afi get- ur gert og búið til allt. Það hafa flestir heyrt þetta, pabbi minn er sterkari en pabbi þinn. Það vill svo til að afi minn var klárasti, úrræðabesti, hand- lagnasti og besti maður í að Ólafur Hilmar Ingólfsson ✝ Ólafur HilmarIngólfsson fæddist 20. maí 1925. Hann lést 10. apríl 2016. Útför Hilmars fór fram 22. apríl 2016. rækta plöntur í öll- um heiminum. Og það er engu logið um það. Þannig er það bara. Ég á eftir að sakna hans alveg óskaplega, en á sama tíma hlakka ég til að hitta hann aftur seinna. Bless í bili, elsku Hilli afi minn. Magnús Guðmundsson. Elsku afi minn. Um fjögurra ára aldur varð ég svo heppin að eignast þig sem afa, það eru ekki allir svo heppnir. Þú varst svo góður afi og þín verður sárt saknað. Ég á svo margar góðar minningar að austan sem ég mun geyma í hjartanu, en efst í huga er minningin fráþví þegar mamma og pabbi fóru til Ítalíu í fyrra. Á meðan þau voru úti kom ég að heimsækja þig tvisvar. Í bæði skiptin sátum við á gang- inum hjá þér, ég í símastólnum og þú í sófanum á móti mér. Þarna sátum við og spjölluðum sem var æðislegt. Þegar við höfðum ekkert um- ræðuefni sátum við bara og þögðum, sem var ekkert verra því nærvera þín var svo góð, það þurfti engin orð. Það sama gerðist um daginn þegar ég kom með pabba að heimsækja þig á spítalann, þú varst svo þreyttur og hafðir litla orku í samræður. Það skipti þó engu máli því þú þurftir ekki að gera annað en að opna augun og brosa til mín og mér hlýnaði í hjartanu. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi minn. Þín, Helena. Hjartahlýi og fallegi afi minn. Þegar ég hugsa til hans kem- ur yfir mig ró, minningar um fallega hluti sem hann hefur smíðað og fallega garða. Það var svo gaman að leika í garð- inum þeirra á Hraunbrautinni, mér fannst hann eins og eitt stórt ævintýri með gosbrunn og ótal draumkenndra steina, felu- staði og álfaholum. Ég fékk að fara nokkrum sinnum inn í bíl- skúr til afa, ég man eftir lykt- inni af kartöflum og þarna var hellingur af allskonar dóti, hann var alltaf að smíða eitt- hvað fallegt. Eftir að sonur minn fæddist fórum við að fara reglulega á mánudögum með Þóru ömmu í heimsókn til Hilla afa (langafa), þá fengum við kleinur, púsl- uðum og undir það síðasta tók hann upp á því að syngja fyrir langafa sinn hátt og skýrt, þá sá ég þennan glampa í aug- unum hans afa sem er svo sterkur af glettni, gleði og hlýju. Ég heyri svo sterkt í þeim feðgum Hilla afa og Skúla frænda syngja Krummi svaf í klettagjá úti í náttúrunni í Vindheimum. Þegar ég er að skrifa þetta og hugsa til baka um afa þá finn ég hvað ég leita alla leið til þess tíma sem Palla amma var þarna líka. Allar veislurnar þar sem allt- af voru flatkökur með osti og hangikjöti, allir að horfa á Hús- ið á sléttunni og ég fékk að greiða öllum sem þar voru. Ég kveð þig í bili, elsku besti Hilli, afi minn. Viltu skila kveðju til Pöllu ömmu. Elín Björg Guðmundsdóttir. Þegar Sigurður Gíslason er kvadd- ur, er margs að minnast um hjálp- saman og ráðholl- an mann, sem mamma mín var svo lánsöm að kynnast fyrir um 20 árum og hann varð hluti af fjölskyld- unni okkar. Hún hafði verið ekkja í 5 ár og má segja að þau Sigurður hafi hist á góðum tíma fyrir bæði. Þau ferðuðust mikið saman og áttu saman margar ógleym- anlegar ánægjustundir. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með ótrúlegum ævintýrum þeirra og einnig að fá að vera þátttakandi í svo mörgu. Sigurður var fæddur og upp- alinn í Bolungarvík og þegar Sigurður Gíslason ✝ Sigurður Gísla-son fæddist 12. ágúst 1922. Hann lést 25. apríl 2016. Útförin fór fram 9. maí 2016. hann hætti störf- um 70 ára gamall hjá Kópavogsbæ, þar sem hann hafði búið og starf- að um árabil, keypti hann sér reisulegt hús að Hóli II í Bolung- arvík og fór að betrumbæta það og laga af mikilli snilld, enda smiður og mikill hagleiksmaður. Hann flutti síðan alfarinn þangað og keypti sér trillu og stundaði þar veiðar í mörg ár. Það var eftir því tekið að þegar hann nálgaðist 80 árin byggði hann sér stóra skemmu við húsið og hélt upp á 80 ára afmælið með skemmtilegu harmónikkuballi í skemmunni. Á Hóli var snyrtimennskan í hávegum höfð og alltaf hafði hann eitthvað fyrir stafni. Hann hirti vel um alla hluti og sem dæmi um það mátti spegla sig í vél rauða jeppans, sem var nokkuð kominn til ára sinna, svo vel var hún pússuð. Hann byggði sólskála við húsið og gróðurhús byggði hann þeg- ar hann var um 90 ára og náði þar mikilli peru- og jarðar- berjauppskeru. Í skemmunni var rennibekkur og þar renndi hann og útbjó alls konar staup og skálar, sem voru vinsælar gjafir til vina og vandamanna. Ég var svo lánsöm að fara í eftirminnilega sjóferð með Sig- urði og mömmu og þá sá ég hvað hann naut þess að vera úti á sjó, gleðiglampinn í aug- unum þegar hann dró upp þorskinn og henti innvolsinu til múkkanna, það var ógleyman- legt. Ferðirnar til Aðalvíkur voru mömmu líka ógleyman- legar og aðalbláberjaferðirnar í Jökulfirði með honum voru ævintýri líkastar fyrir hana. Þá er í frásögur færandi að á tíræðisaldri ók hann marg- sinnis og áfallalaust hina löngu og seigdrepandi leið milli Bol- ungarvíkur og Reykjavíkur með einu stuttu stoppi. Við systkinin vorum því oft mjög áhyggjufull þegar Sig- urður var væntanlegur í bæinn eða á leið vestur í rauða jepp- anum, oft með mömmu innan- borðs og vefmyndavélarnar sýndu bæði Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði í hríð- arkófi, en hann sagði okkur brosandi að hafa ekki áhyggj- ur, hann fylgdist alltaf með veðurspánni og færi ekki nein- ar háskafarir. Ótrúlega seiglu sýndi hann svo í lokin þegar hann fyrir stuttu, sárþjáður af veikindum sínum, lét smyrja og skoða rauða jeppann sinn. Eftir stendur minning um góðan og traustan mann sem öll systkini mín og fjölskyldur sakna mikið. Hann reyndist mömmu okk- ar sannur vinur og félagi og fallegt var að fylgjast með innilegu sambandi þeirra. Hann sannaði líka fyrir okkur samferðafólkinu hvað hægt er að eiga gott ævikvöld, þó að aldurinn færist yfir. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Guðrún Kristjónsdóttir Hrjúfur eins og vestfirsku fjöllin en blíður eins og sum- arblærinn, þannig var vinur okkar Sigurður á Hóli. Hann elskaði firðina fyrir vestan og fólkið sem þar bjó. Á hvítu frussandi hafinu sigldi hann með okkur á Hesteyri og sagði okkur sögur af mönnum sem höfðu lent í sjávarháska. Hann sagði okkur sögur af lífinu í Bolungarvík þegar hann var þar að alast upp og fólkinu sem þá byggði þorpið. Hann horfði yfir bæinn frá Hólnum sínum og renndi fallegar skál- ar í skemmunni sem hann hafði sjálfur byggt. Hann tók á móti gestum af höfðingsskap, og í 80 ára og 90 ára afmælinu var hvergi til sparað. Þá var okkar maður glað- astur, að taka á móti gestum í víkinni og það var fjöldi fólks sem kom og fagnaði með hon- um. Þannig munum við minnast hann, á Hólnum, þar sem best var að vera, með mömmu á fal- legum sumardegi . Takk fyrir samfylgdina kæri vinur, við sjáumst í blóma- brekkunni. Anna, Gunnar og Vilmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.