Morgunblaðið - 19.05.2016, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Iðnaðarmenn
Þjónusta
! " #$ %&& ' ''
((()*)
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Suzuki Swift GLX til sölu.
Nýskr. 8/2014, ek. 30 þ.km. 16“
álfelgur. Verð 2.290 þús. Engin skipti.
Upplýsingar í síma 892 2830
Hjólbarðar
Matador vetrar og heilsársdekk
tilboð
215/70 R 16 kr. 21.990
235/60 R 18 kr. 31.890
255/55 R 18 kr. 33.100
255/50 R 19 kr. 38.900
Framleidd af Continental í Slóvakíu
Frábær dekk á góðu verði
Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði
Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur
s. 5444333
Traktordekk rýmingarsala
13.6 -24 kr. (1 stk) 39.900
11.2 – 28 ( 1 stk) kr. 29.900
Kaldasel ehf ., Dalvegur 16 b,
Kópavogur s. 5444333
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Smáauglýsingar
✝ Stefán UnnarMagnússon
fæddist á Leifsgötu
í Reykjavík 16.
desember 1935.
Hann lést 26. apríl
2016.
Foreldrar hans
voru Magnús B.
Björnsson vélstjóri,
f. 22. nóvember
1904, d. 10. desem-
ber 1986, og Lilja
Sighvatsdóttir húsmóðir, f. 12.
september 1908, d. 6. febrúar
2000.
Unnar átti heima á Hagamel
17 fram yfir unglingsár.
Hann fór 16 ára til sjós á
úar 1965, og Friðrika Eggerts-
dóttir húsmóðir, f. 5. október
1894, d. 28. febrúar 1988.
Börn Stefáns Unnars og
Bergrúnar eru: 1) Friðrik Þor-
geir Stefánsson lögfræðingur,
f. 1. maí 1955, giftur Margréti
H. Hauksdóttur flugfreyju. 2)
Unnar Örn Stefánsson kjötiðn-
aðarmaður, f. 12. júlí 1962,
sambýliskona Hildur Harð-
ardóttir skrifstofustjóri. 3)
Magnús Bjarki Stefánsson, f.
26. maí 1965, giftur Unni G.
Pálsdóttur framkvæmdastjóra.
Unnar og Bergrún bjuggu
mestan sinn hjúskap í vesturbæ
Reykjavíkur, utan þrjú ár
kringum 1965 sem þau bjuggu
á Húsavík. Lengst af bjuggu
þau að Bauganesi 3a í Skerja-
firði en seinustu árin að Kapla-
skjólsvegi 93.
Útför Stefáns Unnars fór
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
skip Eimskipa-
félagsins og í fram-
haldi af því í Vél-
skólann 1955. Var
vélstjóri til sjós
alla tíð upp frá því.
Framan af á fiski-
skipum frá Hafn-
arfirði en síðari ár-
in hjá Faxamjöli og
síðast HB Granda.
Unnar kynntist
eftirlifandi konu
sinni Bergrúnu Jóhannsdóttur
árið 1952. Bergrún er fædd 9.
nóvember 1933 og voru for-
eldrar hennar Jóhann Garðar
Jóhannsson bryggjusmiður, f.
15. nóvember 1897, d. 21. febr-
Jæja, pabbi minn. Þá ertu far-
inn í síðustu siglinguna þína. Mér
finnst það skrýtið. Ég hélt að ég
væri búinn að undirbúa mig og
sætta mig við að þú værir að fara
en svo þegar á hólminn er komið
þá er þetta eitthvað svo endan-
legt.
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Þú sagðir kannski ekki alltaf mik-
ið, en þegar þú hafðir eitthvað að
segja lagði ég við hlustir. Þú
hafðir einstaklega þægilega nær-
veru og sýndir væntumþykju
þína frekar með gjörðum en orð-
um og ætli ég sé ekki bara nokk-
uð líkur þér með það. Við á Stýró
eigum eftir að sakna þess þegar
þú kíktir við á leiðinni í vinnuna,
með derhúfuna á höfðinu og lykl-
ana dinglandi í beltinu. „Kaffi? Já
takk.
Kannski hálfan.“ Eins og Jak-
ob Þór komst að orði; „það voru
ekki einhverjir stórkostlegir
hlutir sem einkenndu afa og
gerðu hann að þeim yndislega
manni sem hann var heldur þess-
ir litlu, hversdagslegu“. Það er
lífið, það sem skiptir máli þegar
upp er staðið.
Ég vil trúa því að þú sért kom-
inn á góðan stað, búinn að hitta
vini og ættingja sem fóru á undan
þér og fáir þér kannski hálfan
kaffi með þeim. Við skulum passa
mömmu.
Bless, pabbi minn,
Magnús Bjarki.
Það er erfitt að kveðja bróður
og enn erfiðara aðeins tæpum
fimm mánuðum eftir að elsti
bróðirinn var kvaddur. Að eiga
tvo stóra bræður veitir mikla ör-
yggiskennd og þá kennd þekki
ég. Unnar, en það var nafnið sem
við notuðum alltaf, var sérstak-
lega dagfarsprúður. Þar bar
hann örugglega af okkur systk-
inunum fimm. Hópurinn var tví-
skiptur, tveir bræður, fæddir
með þriggja ára millibili og síðan
liðu sjö ár en þá kom ég í heiminn
og síðan tvö yngstu systkinin,
Maggi Binni og Sjöfn, með
þriggja ára millibili. Á yndislegu
en stóru æskuheimili okkar var
Unnar hjálparhellan hennar
mömmu okkar. Hann var alla tíð
snyrtimenni svo af bar og þetta
kom fram strax í æsku. Seinna
heyrðum við að enginn kæmi inn í
vélarrúmið hjá honum án þess að
fara úr skónum þótt menn
slepptu því þegar í matsalinn var
farið.
Minningarnar hrannast upp;
Unnar á að fara að fermast en
pabbi veikist af brjósklosi og fer í
uppskurð á spítala. Fermingunni
er frestað til hausts. Þrátt fyrir
að fermingarfötin væru keypt við
vöxt, tókst Unnari að vaxa upp úr
þeim á einu sumri og þurfti að
fermast í smóking af pabba. Örfá-
um árum síðar fór hann til sjós –
til Ameríku sem messagutti á
einhverjum Fossinum. Þvílíkt
ævintýri og komið tilbaka með
alls konar fínirí. Plötuspilara fyr-
ir 45 snúninga hljómplötur og
nýjustu lögin. Amerískar mokk-
asíur, nælonskyrtur og dress.
Ótrúlega spennandi allt saman.
Vinkonum mínum fannst ekki
slæmt að fylgjast með nýjungun-
um, sem hann færði heim. Þótt
þriggja ára munur væri á elstu
bræðrum mínum, gerði ég engan
greinarmun á því á sínum tíma.
Man að ég hafði miklar áhyggjur
þegar Búbbi, elsti bróðirinn, trú-
lofaði sig og Unnar var ekki trú-
lofaður. Unnar hefur verið 16 ára
þá og því var auðvitað engin
ástæða fyrir þessum áhyggjum
en 9 ára stelpa getur greinilega
haft ýmsar ranghugmyndir.
Nokkrum árum síðar kom kær-
astan til sögunnar, hún Rúna
hans, en þau giftust kornung.
Hann þurfti forsetaleyfi enda að-
eins nítján ára. Friðrik sonur
þeirra var nýfæddur og heimilið á
Hagamel 17 varð stærra á tíma-
bili. Skömmu síðar eignuðust þau
sitt heimili en ég varð heima-
gangur hjá þeim og naut þess að
passa frændur mína enda á fyr-
irtaks barnfóstrualdri. Síðar
fluttu þau á Dunhagann en þar
bjó mannsefnið mitt hjá þeim á
meðan hann stundaði háskóla-
nám. Það er gott að eiga góða að.
Unnar var til sjós og því lang-
dvölum að heiman. Eftir að hann
kom í land vann hann fulla vinnu
þar til veikindi hans komu í veg
fyrir að halda henni áfram en þá
vantaði hann aðeins rúma tvo
mánuði í áttrætt. Hann var þó
búinn að veikjast áður og fara í
stórar hjartaaðgerðir en það var
ekki á honum að sjá. Einhvern
veginn fannst mér, að ekkert
gæti fellt hann eða kannski vildi
ég bara trúa því. Síðustu stund-
irnar, sem við áttum saman,
geymi ég með mér eins og fjár-
sjóð.
Það er lítið eftir af fjölskyld-
unni glöðu á Hagamel 17 en það
ber að þakka hversu góðan upp-
vöxt við börnin fengum þar.
Rúnu og fjölskyldunni allri
sendi ég einlægar samúðarkveðj-
ur. Þeirra missir er mestur. Guð
blessi minningu góðs manns.
Stefanía Magnúsdóttir (Níní).
Höggvið er skarð í vinahópinn
með andláti Stefáns Unnars
Magnússonar, en áfram lifa ára-
tuga góðar minningar um sam-
vistir við traustan og góðan vin.
Hæglátur en kankvís og glað-
lyndur gaf hann hverri samveru-
stund þann góða anda og hlýju
sem endist alla tíð og við hinstu
kveðju fylgja þessum góða manni
hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir
liðnar stundir. Unnar var lengst
af ævinni á sjónum þar sem hann
sinnti vélstjórn af stakri sam-
viskusemi og óbilandi dugnaði
eins og honum var einum lagið.
Þess vegna voru kynnin framan
af ævi okkar bundin við stopula
viðveru hans í landi, en eftir að
traustur hópur vina og fjölskyld-
ur þeirra gerðu sáttmála um
fundi og endurfundi á bökkum
Laxár í Þingeyjasýslu þá var
fléttuð saman sú vinátta þar sem
Unnar átti sinn sterka þráð. Í
Laxárdal þar sem Agnúar hafa
mætt til vinafunda í 40 ár voru
þau Unnar og Rúna einn af horn-
steinum gleðistunda, hláturs og
hlýju þar sem veiðiskapur vék
fyrir hinu fyrrnefnda eftir því
sem árin og áratugir liðu. Í Lax-
árdal leiddi hann yngsta son okk-
ar, Þorstein, þá nýgræðing til
veiða, um undraheim dalsins þar
sem aflabrögð voru talsvert
minna mál en hlý nærvera og
góður félagsskapur.
Eftir að Unnar kom í land þá
gerðist hann vaktmaður skipa
hjá HB Granda hf. í Gömlu höfn-
inni í Reykjavík. Þar, sem fyrr,
sinnti hann hlutverki sínu af
þeirri elju og trúmennsku sem
honum var einum lagið. Mátti á
stundum velta því fyrir sér hver
ætti skipin og höfnina því aldrei
mátti hann vita af neinu sem bet-
ur mátti fara án þess að koma því
á framfæri. Og það var eftir öðru
að þegar Unnar þurfti seint á síð-
asta ári að leita sér læknisaðstoð-
ar var lítill tími til þess fyrr en
vaktatörn væri lokið og skipin og
höfnin trygg. Þá var hins vegar af
þessum vinnuharða höfðingja
dregið og á næstu vikum og mán-
uðum dró úr styrk og þreki þar til
yfir lauk.
Þessi Agnúahópur, sem hist
hefur á bökkum Laxár minnst
eina viku síðustu fjóra áratugi
spannar þrjár kynslóðir og sú
fjórða vex úr grasi. Við kveðjum
nú einn af fyrstu kynslóð, sem
eins og við af annarri kynslóð,
hafði það að markmiði í gríni og
alvöru að skila af sér föður- og
móðurbetrungum. Unnar skilaði
sínu í þeim efnum eins og vænta
mátti, ekki síst vegna hennar
Rúnu, sem alla tíð var óbilandi
stoð og stytta í farsælu og fallegu
hjónabandi þeirra. Hvað okkur
endist stund eða tími til endur-
funda við Laxá skal ekkert full-
yrt, en vinar verður saknað þegar
hópurinn hittist og fagnar fjöru-
tíu árum í dalnum. Þar verður
Unnar að þessu sinni með okkur í
anda, glaður í bragði.
Við leiðarlok eru það hlýjar og
góðar minningar sem eru efstar í
huga ásamt þakklæti fyrir allar
þær góðu stundir sem við nutum
saman. Rúnu og fjölskyldunni
allri sendum við og hinir Agnú-
arnir okkar blíðustu kveðjur og
hluttekningu nú þegar góður
drengur er kvaddur hinstu
kveðju.
Gísli og Hallbera.
Allt frá því að ég flutti í húsið á
Kaplaskjólsvegi hafa Unnar og
Rúna verið mér einstaklega hlýir
og traustir nágrannar. Þegar ég
svo ættleiddi son minn þriggja
ára frá Afríku treystust böndin
enn frekar þar sem Théo fékk
sérstakt dálæti á Unnari eða
kannski var það öfugt? Þeir áttu
alla vega einstakt samband og
Unnar uppmáluð hetja þegar
hann frelsaði mömmu eina, sem
kom að sækja barnið sitt í afmæli,
úr lyftunni sem hafði stoppað á
milli hæða. Auðvitað var það vél-
stjórinn, af gamla skólanum, sem
fann lausn á öllum vandamálum.
Vanur að leysa sín mál úti á
rúmsjó þar sem ekki verður
hringt á hjálp eða hlaupið út í búð
eftir varahlutum. Þannig var
hann líka í lífinu fannst mér, ekki
í því að fá hjálp frá öðrum en
endalaus uppspretta stuðnings
og aðstoðar fyrir hina. Þegar ég
sagði syni mínum að nú væri
Unnar dáinn þá spurði hann mig
hvort hann hefði stigið um borð.
Mér fannst það viðeigandi því
segja má að Unnar hafi nú stigið
um borð í eilífðarskútuna. Við
þökkum samfylgdina í þessu lífi
og hlýjum okkur við minningar
um einstakan mann. Elsku Rúna,
við samhryggjumst þér og stönd-
um að baki þér hér konurnar
saman á stigapallinum eins og þú
segir svo oft. Hvíl í friði, kæri
Unnar.
Guðný Einarsdóttir og Théo.
Stefán Unnar
Magnússon
Hún sofnaði inn í
Draumalandið á
sumardaginn fyrsta,
hún góða, ljúfa,
frænka mín, Margrét Lúðvígs-
dóttir. Við vorum nánar í orðsins
fyllstu merkingu. Mæður okkar
voru bræðradætur og feður okkar
góðir vinir.
Í Norðurmýrinni, nánar tiltekið
á Vífilsgötunni, fæddumst við.
Hún á númer 15 og ég á númer 13.
Hún í júní 1937 en ég í október
1938. Fyrstu æskuárin voru ljúf í
skjóli góðra foreldra. Árið 1941
eignuðumst við lítil systkin. Hún
bróðurinn Sigurð Gísla og ég syst-
urina Ragnheiði.
Foreldrar mínir fluttu stuttu
eftir fæðingu Ragnheiðar á Sel-
foss en ég 1942 eftir vetrardvöl hjá
ömmu Ragnheiði og fjölskyldu.
Nokkrum árum síðar fluttu
Magga og hennar fólk á Selfoss og
urðu þá miklir fagnaðarfundir. Við
kynntumst fjölmörgum krökkum.
En þegar árin liðu og við þrosk-
uðumst héldum við hópinn Stína,
Nanna, Magga. Steina og ég. Við
Margrét
Lúðvígsdóttir
✝ Margrét Lúð-vígsdóttir
fæddist 2. júni
1937. Hún lést 21.
apríl 2016.
Útför Margrétar
fór fram 29. apríl
2016.
vorum saman öllum
stundum. Við gift-
umst allar og eign-
uðumst börn og bú.
Magga giftist
Þorfinni Valdimars-
syni, Honna, miklum
húmorista.
Þau eignuðust
þrjú mannvænleg
börn; Þór skógar-
vörð, Ástríði Ingi-
björgu þroskaþjálfa
og Lúðvíg Lúther framkvæmda-
stjóra.
Barnabörnin eru sjö. Magga
elskaði barnabörnin og dekraði
við þau enda ekki í kot vísað hjá
ömmu Möggu, sem var mikill mat-
gæðingur og bjó til gómsætan mat
og kökur.
Heimili Möggu og Honna var
listrænt og fallegt, en Magga hafði
mikinn áhuga á málaralist. Þær
voru ófáar ferðirnar sem við
frænkurnar fórum á Listasafn Ár-
nesinga í Hveragerði.
Nú er engin Magga sem hringir
og segir: Eigum við að skreppa?
Ég trúi því varla enn að hún sé
horfin okkur, en við Steina erum
tvær eftir af vinkvennahópnum.
Við tölum nær daglega saman og
ornum okkur við minningar um
elsku Möggu okkar.
Megi hún hvíla í friði hjá ástvin-
um sínum.
Elín (Ella).
Bíddu pabbi bíddu mín,
bíddu því ég kem til
þín.
Sem barn trúði eg
því í einlægni að þessi texti
væri um þig og mig, elsku
pabbi.
Þannig átti ég þig í þessu
lagi og huggun í tónlistinni. Ég
hljóp eins og segir í textanum
til pabba sem beið mín. Það
liðu þó 47 ár þar til ég loksins
fann þig.
Mörgum árum fylgja breyti-
legar vonir og væntingar. Allar
þær bestu rættust hjá okkur
þegar við loks hittumst og
meira til. Þú opnaðir hjarta þitt
Hólmgeir Sævar
Óskarsson
✝ Hólmgeir SævarÓskarsson fædd-
ist 26. desember
1945. Hann lést 18.
apríl 2016.
Útför Hólmgeirs
fór fram 4. maí
2016.
og heimili, elsku
faðir minn. Ég
eignaðist ein-
staka fjölskyldu,
ykkur Línu og
bræður mína
þrjá.
Í dag kveð ég
þig, elsku faðir
minn, í hinsta
sinn eftir þessi
allt of stuttu
kynni, en samt
svo ótrúlega gefandi.
Ég á eftir að hlýja mér við
minningar um einstakan föður
og þekkja þig áfram í bræðr-
um mínum sem endurspegla
þann trausta, fallega og góða
mann sem þú varst.
Elsku Lína mín, bræður
mínir, Heimir, Hilmar og Stef-
án, votta ég mína dýpstu sam-
úð. Hvíl í friði.
Ég elska þig, pabbi minn.
þín dóttir,
Hulda Birna.