Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Guðmundur Hallgrímsson, fyrrverandi rafverktaki á Fáskrúðs-firði, verður áttræður í dag, 19. maí. Aðspurður sagðistGuðmundur ekki ætla að gera neitt sérstakt á afmælisdag-
inn, bara taka því rólega.
Guðmundur hefur alltaf verið mikill íþróttagarpur og hefur tekið
þátt í svo mörgum Landsmótum UMFÍ að hann segist ekki muna
töluna. Fyrsta landsmótið sem hann tók þátt í var árið 1955 á Ak-
ureyri. Setti hann mörg met á ferli sínum.
Þó svo að Guðmundur geti ekki keppt í hlaupi lengur þá spilar
hann minigolf og boccia.
„Við hittumst nú félagarnir tvisvar í viku og spilum boccia. Það
eru fáir hérna sem spila það,“ segir Guðmundur en á Landsmóti
UMFÍ 50 ára og eldri á Blönduósi á síðasta ári varð hann í fyrsta
sæti í boccia.
Guðmundur er giftur Dóru Margréti Gunnarsdóttur, sem er 73
ára að aldri. Saman eiga þau fjögur börn; þau Gunnar Vigni, tví-
burana Kristínu og Birnu, og Jóhönnu Vigdísi. Guðmundur á 10
barnabörn og eitt barnabarnabarn.
Foreldrar Guðmundar voru þau Hallgrímur Scheving Bergsson,
fæddur 1904, dáinn 1975, og Valgerður Sigurðsdóttir, fædd 1912,
dáin árið 2000. arora49@live.com
Morgunblaðið/Albert Kemp
Íþróttagarpur Guðmundur Hallgrímsson, annar frá vinstri, í hópi
ferðafélaga á Kanaríeyjum sl. vetur þegar keppt var í minigolfi.
Man ekki fjölda
landsmótanna
Guðmundur Hallgrímsson 80 ára í dag
G
unnar fæddist á Akra-
nesi 19.5. 1946 og ólst
þar upp. Hann var í
Barnaskóla Akraness,
stundaði nám við Iðn-
skóla Akraness, lauk sveinsprófi í
bakaraiðn og öðlaðist síðan meist-
araréttindi 1966.
Gunnar var bakari í Harðarbakaríi
1962-66 og 1968-75 og bakari í eigin
bakaríi á Blönduósi 1966-67.
Gunnar var innheimtustjóri hjá
bæjarsjóði Akraness 1975-82, um-
boðsmaður Olíuverslunar Íslands hf.
1982-92 og hefur verið framkvæmda-
stjóri Olís á Vesturlandi frá 1992.
Gunnar sat í bæjarstjórn Akraness
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1994-2016,
var formaður bæjarráðs 1994-95 og
forseti bæjarstjórnar 1995-96 og aft-
ur 2002-2006. Þá var hann formaður
bæjarráðs 1994-97.
Gunnar sat í stjórn Hitaveitu Akra-
ness og Borgarness frá 1994 og síðan
formaður stjórnar Akranesveitu.
Hann var stjórnarformaður Anda-
kílsárvirkjunar 1994-98, formaður
Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar
Vesturlands 1998-2001, sat í stjórn
Sveitarfélaga Vesturlands 1998-2002,
þar af formaður í tvö ár, og formaður
2013-2016.
Gunnar sat í stjórn Fiturs, nefndar
um samstarf í ferðamálum milli Ís-
lands og Færeyja 1999-2003, sat í
Ferðamálaráði Íslands 2003-2007, í
stjórn Grundartangahafnar, síðar
Faxaflóahafna, frá 2002-2016 og í
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2002-
2006.
Gunnar var formaður Knatt-
spyrnufélagsins Kára á Akranesi
1964 og 1969-73, var formaður
íþrótta- og æskulýðsnefndar Akra-
neskaupstaðar 1970-79, sat í stjórn
knattspyrnuráðs Akraness 1971-86
og var formaður 1975-80 og formaður
Knattspyrnufélags ÍA 1989-97 og
2001-2005 og sat í stjórn KSÍ 1974-89.
Gunnar er einn af stofnendum
hljómsveitarinnar Dúmbó sextett og
lék með henni í nokkur ár. Hann var
sæmdur gullmerki ÍSÍ 1988, gull-
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri 70 ára
Stór hópur Gunnar og Sigríður með börnunum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum, við rætur Akrafjalls.
Máttarstólpi í sveitar-
stjórn og íþróttamálum
Frændurnir Gunnar tekur við sem forseti bæjarstjónar af Guðbjarti frænda.
60 ára brúðkaupsafmæli 19.
maí 2016. Demantsbrúðkaup
eiga í dag Vilhelmína Norðfjörð
Sigurðardóttir og Hjalti Hjalta-
son. Þau voru gefin saman á
Akureyri af sr. Kristjáni
Róbertssyni.
Árnað heilla
Brúðkaupsafmæli
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki
sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum
og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands