Morgunblaðið - 19.05.2016, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eins og þú kannt vel að meta framlag
þess hæfileikaríka fólks sem þú þekkir, er lífið
þitt ekki hlutur fyrir það til að tjá sig með.
Fáðu einhvern góðan vin til að slást í för með
þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Hin sálarlegu ör sem foreldrum þínum
hefur ekki tekist allt sitt líf að láta gróa, hefur
þú fengið í arf. Margar reglnanna eru ómeð-
vitaðar og því erfitt að breyta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er allt á ferð og flugi í kringum
þig svo þér veitist erfitt að fóta þig í öllum
hamaganginum. Stefndu síðan ótrauður
áfram og láttu engan draga úr þér kjarkinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ættir að taka daginn í dag að klára
þau verkefni sem liggja óleyst á borði þínu.
Dagurinn í dag er góður til þess að sannfæra
vini um hvaðeina sem þér er mikilvægt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stjórnsýsla er alger forsenda þess að
knýja málin áfram. Treystu innsæi þínu og
réttu vini eða vinum þínum hjálparhönd í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Brjóttu odd af oflæti þínu og þiggðu
aðstoð samstarfsmanna þinna. Gættu þess
líka að setja sjálfum þér ekki of stífar reglur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Öryggi er forsenda sambands hjá sum-
um, en ekki endilega hjá þér. Ef þú hefur hall-
að þér að einhverju sem þú ásælist, hættu
því þá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þær aðstæður koma upp að þú
neyðist til þess að segja hvar í flokki þú
stendur. Verið opin fyrir hefðbundnum og nýj-
um leiðum til að bæta heilsuna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samband sem vatnsberanum
þykir sjálfsagt færir honum huggun. Mundu
bara að tala skýrt svo aðrir viti hvað þú ert að
fara.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einu gildir hversu rólega dagurinn
fer af stað, það verður meira en nóg að gera.
Sinntu bara þínu og varastu að dragast inn í
deilur manna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Í augum sumra hljómar tími sem
maður eyðir heima undir sæng með sjálfs-
hjálparbók ekki sérlega unaðslega, en þú ert
ekki eins og sumir. Einbeittu þér að því sem
skiptir máli.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Jákvætt viðhorf þitt í vinnunni bætir
andrúmsloftið í kringum þig og áhugi þinn
virkar smitandi á aðra. Taktu tillit til þess og
frestaðu mikilvægum ákvarðanatökum.
Í fallegu ljóði gerir SigurlínHermannsdóttir „hvítasunnu-
úttekt í sumarbústaðarlandinu“
og birtir á Leirnum, – Það „ kom
vel út, gróður og fuglalíf allt að
koma til,“ segir hún.
Lít ég þar á leiti
lerkiviðinn sterka.
Stara ofar störum
stoltir reynsluboltar.
Furan fráleitt þorir
að fóta sínum rótum.
Hygla að hreiðrum fuglar
í háa grenitrénu.
Um birtuskil á bala
bjarkir eru að þjarka.
Fjallavíðir veður
vítt um svæðið grýtta.
Haggast ekki heggur
hlaðinn mörgu blaði.
Runnar upp þar renna,
reyniblaðka, einir.
Ólafur Stefánsson stóðst ekki
mátið:
Meðan ýtar upp á grín,
yrkja kvæði lúin,
semur ljóðin sallafín
sumarhúsafrúin.
Magnús frá Sveinsstöðum orti
þegar hann birti á FB myndir úr
nýju og glæsilegu fjárhúsi sonar
síns á Sveinsstöðum og sagði frá
því, að hann hefði aðstoðað þar
tvo dagparta. – „Góð kvæðakona
spurði hvort ekki hefði fæðst
vísa,“ segir hann.
Í glæsihöll er líf ei leitt,
langt er frá ég hími.
Lömbin fæðast eitt og eitt,
yndislegur tími.
Ingólfur Ómar heilsaði leir-
verjum á annan í hvítasunnu og
sagði: Mikið er veðrið búið að
vera gott og það gefur manni
smá innblástur til að yrkja:
Geisladís í heiði hlær,
hjalar í laufi þíður blær,
anga vallargrösin græn
og gróðurmoldin frjó og væn.
Glóa sund í gullnum ljóma,
glaðar raddir í lofti óma.
Glampa slær á grund og hlíð.
gjöful skartar vorsins tíð.
Fía á Sandi er veðurglögg:
Nú eru fjöllin eins og rjómakaka,
ansi svalt.
Allt sumarið að sunnan fauk til
baka,
mér sýnist kalt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hvítasunnuúttekt,
innblástur og rjómakaka
Í klípu
„ÉG VARÐ FYRIR ELDINGU. ÉG KOM
TIL AÐ LEGGJA FRAM KÆRU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG DIRFIST ÞÚ AÐ ÖSKRA SVONA
Á MIG FYRIR FRAMAN PLÖNTURNAR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... minningarnar
sem tíminn reynir
að má út.
„KÆRA SPYRJUM
HUND“…
„GRRRRRR!“ ENGAN HATURS-
PÓST, TAKK
MENN, ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ
VERA SNJALL Á VÍGVELLINUM!
TIL DÆMIS:
„HVENÆR
ER RÉTT AÐ
HÖRFA?“
ÞEGAR
ÓVINURINN
BERST Á
MÓTI!
Víkverji hefur löngum viðað að sérvitagagnslausum fróðleik, oftar
en ekki með það að markmiði að
geta miðlað þeim fróðleik áfram til
annarra, hvort sem aðrir vilja njóta
fróðleiksins eður ei. Víkverji er með
öðrum orðum svokallaður Besser-
wisser, maður sem þarf að vita betur
en aðrir.
x x x
Líf Besserwissersins er hreint ekkisvo slæmt. Fyrir mörgum virkar
Víkverji eins og maður sem hefur
ágætis vit á hlutunum, jafnvel þegar
það vit er mestmegnis fengið að láni
af internetinu. Sú staðreynd að Vík-
verji er með gleraugu hjálpar tals-
vert til, þar sem fólk gerir ómeðvitað
ráð fyrir því að gleraugnaglámar séu
með gleraugu vegna þess að þeir
hafi hreinlega lesið sér til óbóta.
Augu þeirra hafi bókstaflega ekki
þolað allan þennan fróðleik, og því
kallað á sjónleiðréttingu.
x x x
En stundum reynist netið hafarangt fyrir sér, og þá getur
Besserwisserinn lent í tómum vand-
ræðum. Í mörg ár trúði Víkverji til
dæmis alls kyns „tilviljunum“ sem
Bandaríkjaforsetarnir Abraham
Lincoln og John F. Kennedy áttu
sameiginlegt. (Í þessu samhengi má
nefna að F-ið stendur fyrir Fitzger-
ald, en það var ættarnafn Rose,
móður Kennedy.) Þeir voru víst báð-
ir kjörnir á Bandaríkjaþing á ártali
sem endaði á „46“, og báðir tóku við
embætti forseta á ártalinu „61“.
Þetta tvennt er hvort tveggja rétt,
en getur þó varla talist merkilegt
eitt og sér.
x x x
Því miður fyrir Víkverja reyndustflestar af hinum „tilviljununum“
sem tengdar eru þessum tveimur
mönnum vera hreinn uppspuni. Lin-
coln var til dæmis aldrei með ritara
sem hét Kennedy, og svo mætti
lengi telja. Víkverji hefur því lært
sína lexíu, og gefið upp á bátinn titil
sinn sem höfuð-Besserwisser Árvak-
urs. Hann mun því aldrei treysta
netinu aftur. Eða eins og þessi til-
vitnun í Lincoln, sem Víkverji las á
netinu segir: „90% af því sem þú lest
á netinu er lygi.“ víkverji@mbl.is
Víkverji
því vil ég syngja þér lof og eigi þagna.
Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér
að eilífu. (Sálm. 30:13)
FERÐASUMAR 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikud. 23.maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569-1105
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
27.maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
Ferðasumarið 2016. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á
ferðalögumum landið og séðhvað er umað vera á því svæði semverið er að ferðast um í.