Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 12
-16
Við erum líka
BÓKABÚÐ
Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is
LD300 fjarlægðarmælir og LAX50 krosslínulaser frá Stabila
Á frábæru t
ilboði sama
n
29.574 kr.
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun
Æfingapeysa, hálfrennd
6.990 kr.
íþróttafatnaður
stærðir 36-46
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hin fornfræga sveit Risaeðlan reis
úr löngum dvala um páskana og
hélt bráðfjöruga tónleika á tónlist-
arhátíðinni Aldrei fór ég suður á
Ísafirði. Nú snýr hún aftur – aftur
– og heldur sína fyrstu tónleika í
Reykjavík í 20 ár í Gamla bíói í
kvöld kl. 21 en þeir síðustu voru
haldnir í Tunglinu árið 1996 og eru
aðdáendum sveitarinnar eflaust
enn í fersku minni. Kvaddi eðlan
þá með látum, eins og henni einni
er lagið.
32 ára Risaeðla
Risaeðlan var stofnuð árið 1984
og skipuðu hljómsveitina þá Sig-
urður Guðmundsson gítarleikari,
Ívar „Bongó“ Ragnarsson bassa-
leikari, Margrét Örnólfsdóttir
hljómborðsleikari og Halldóra
Geirharðsdóttir, söngkona og saxó-
fónleikari. Margrét Kristín Blön-
dal, eða Magga Stína, söngkona og
fiðluleikari, bættist í hópinn ári
síðar og svo trommuleikarinn Val-
ur Gautason. Þórarinn Krist-
jánsson tók svo við kjuðunum af
Vali árið 1987 og Margrét Örnólfs
hætti í hljómsveitinni ári seinna og
gekk til liðs við Sykurmolanna.
Risaeðluna sem stígur á svið
Gamla bíós í kvöld skipa Magga
Stína, Ívar Bongó, Halldóra, Þór-
arinn og Sigurður.
Hljómsveitin gaf út smáskífu ár-
ið 1989 og í kjölfar þeirrar útgáfu
hélt hún í tónleikaferð um Banda-
ríkin, undir nafninu Reptile, með
hljómsveitunum Bless og Ham og
var ferðin útrásarátak á vegum
Smekkleysu undir yfirskriftinni
„Heimsyfirráð eða dauði“ (World
domination or death), eins og rifj-
að er upp á vefnum Glatkistan.
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar,
Fame and Fossils, kom út árið
1990 og starfaði hljómsveitin með
hléum næstu árin, gaf út plötuna
Efta! árið 1996 og lagði upp laup-
ana skömmu síðar, hélt fyrrnefnda
útgáfu- og kveðjutónleika í Tungl-
inu 16. júní.
Í furðugóðu formi
Magga Stína segir Risaeðluna
hafa verið í furðulega góðu formi á
Aldrei fór ég suður, sé litið til þess
hversu lengi hún var sofandi. „Þá
ákváðum við að slá í annað svona
lokagigg og gera það aftur með
stæl svo Reykvíkingar fengju að
njóta þessa líka, allir vinir og
vandamenn,“ segir Magga Stína.
– Nú hafa nokkrar hljómsveitir
snúið aftur og sagst koma fram í
seinasta sinn. Verður þetta í sein-
asta sinn?
„Já, það er góður bissness í því
að segja að þetta sé í seinasta
sinn, það fjúka út miðarnir,“ segir
Magga Stína og hlær. „Við erum
ekki að hittast til að semja lög eða
búa til músík, við erum í upprifjun
og í raun og veru er þetta gleði-
legt, sálfræðilegt ferli í leiðinni og
upprifjun á því sem þetta var.
Hvað var þessi hljómsveit og út á
hvað gekk hún? Við höfum komist
að ýmsu og okkur finnst þetta
ógeðslega gaman, það fer einhver
gamalkunnur kraftur í gang sem
er gott að vera í og mikil til-
hlökkun er hjá okkur að njóta
þeirrar alsælu í eina kvöldstund.“
Andsvar við andsvari
– En hvað var þessi hljómsveit,
ef ég spyr nú sömu spurningar og
þú gerðir?
„Þessi hljómsveit var algjör
spútnik, myndi ég segja. Við risum
upp úr svona síðpönkbylgju sem
kom í kjölfar pönksins sem var
eins og margir vita hávær and-
svarsbylgja við úrkynjuðu mein-
strímpoppi. Pönk og póstpönk og
sá nýbylgjugrautur sem við lifðum
og hrærðumst í sem unglingar
hafði gríðarlega sterk persónleg
áhrif á okkur en varð þess líka
valdandi að við spyrntum fast við
fótum, frá þeirri sömu bylgju þeg-
ar við fórum sjálf að búa til tónlist,
þessa Risaeðlumúsík sem engum
hefur enn tekist að skilgreina og
var í raun og veru andsvar við
andsvarinu. Ég held að það hafi
verið okkar mottó, meðvitað og
ómeðvitað að varpa einhverskonar
gleðiruglsprengju inn í þetta ný-
bylgjaða melankólíska andrúmsloft
sem með tímanum fór að hafa til-
hneigingu til að verða jafnmein-
strím og annað meinstrím. Við
köstuðum fram hugmyndinni um
það að vera á móti því að vera á
móti,“ útskýrir Magga Stína.
„Þetta getur verið ein lýsingin
en þegar öllu er á botninn hvolft
þá er þetta svona eftir á séð fyrir
mann persónulega algert „primal
scream“. Við Dóra höfum til dæm-
is verið að rýna í textana sem við
sömdum og það út af fyrir sig fyr-
ir okkur var og er verðugt sál-
fræðilegt rannsóknarefni. Þeir eru
flestir stútfullir af ofbeldi og ást.
Allt í einum hrærigraut. Fyrst átti
ég næstum því erfitt með að fara
með þá, fann skrýtnar tilfinningar,
næstum því skömm og maður
hugsaði bara, rauðfjólublár í fram-
an, „hvað er nú þetta?“. En svo
stígur maður inn, faðmar textana
og er stoltur og stæltur yfir þeim,“
bætir hún við.
Börn í áfalli
Magga Stína segir vert fyrir
liðsmenn hljómsveitarinnar að
reyna að muna hvernig þeim leið á
þessum tíma, þegar lögin voru
samin og textarnir og segir kímin
að hugsanlegt sé að þau hafi verið
samin af börnum í áfalli. „Hver
veit? Ég meina, við áttuðum okkur
alveg örugglega síðust af öllum á
því enda var ekki spekúlerað í svo-
leiðis hlutum þá heldur var bara
Á móti því að vera
Fyrstu tónleikar Risaeðlunnar í Reykjavík í 20 ár verða
haldnir í kvöld í Gamla bíói Seinustu tónleikarnir
„Absalútt gleði“ segir Magga Stína um tónleikana
Fræðimaðurinn Lars Lönnroth
heldur fyrirlestur um nýjar túlk-
anir á Njálu á vegum Miðaldastofu
Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda
í dag, fimmtudag, kl. 16.30.
„Á síðasta ári komu út þrjár
nýjar bækur og birtur var tölu-
verður fjöldi greina um Njálssögu
utan Norðurlandanna, sem bendir
til þess að þessi saga sé nú til dags
talin eitt mesta snilldarverk í vest-
rænum bókmenntun,“ segir í til-
kynningu frá Miðaldastofu. Þar
kemur fram að Lönnroth muni í
erindi sínu fjalla um grein banda-
ríska lagaprófessorsins William
Ian Miller sem nefnist „Why is yo-
ur Axe Bloody? A Reading of
Njáls Saga“ sem að mati Lönnroth
birtir „algjöra rangtúlkun á text-
anum, þar sem hann sé meðhöndl-
aður eins og um sé að ræða nú-
tímalega, raunsæja glæpasögu en
ekki miðaldasögu með trúarlegu
yfirbragði,“ segir í tilkynningunni.
Lönnroth mun einnig beina sjón-
um sínum að nýjum bókum um
Njálu eftir annars vegar þýska
prófessorinn Alois Wolf og hins
vegar breska fræðimanninn And-
rew Hamer. „Báðar bækur eru
mun gagnlegri en bók Miller,“ seg-
ir Lönnroth og tekur fram að hann
muni samhliða færa rök fyrir því
að skrif Einars Ólafs Sveinssonar
um Njálu haldi enn gildi sínu.
Lars Lönnroth hóf feril sinn í
Uppsala í Svíþjóð. Doktorsritgerð
hans um evrópskar heimildir um
ritun Íslendingasagna var gefin út
árið 1965. Hann kenndi norrænar
bókmenntir við við Berkeley-
háskólann í Kaliforníu á árunum
1965 til 1974, en þá tók hann við
stöðu prófessors við Háskólann í
Álaborg í Danmörku. Árið 1982
sneri hann heim til Svíþjóðar og
gegndi stöðu prófessors í almennri
bókmenntafræði við Gautaborgar-
háskólann til 2000.
Snilldarverkið Njála
Lars Lönnroth fjallar um nýleg rit
um Njálu í erindi sínu í Miðaldastofu
Fræðimaður Lars Lönnroth kenndi
um árabil norrænar bókmenntir.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/