Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 25
„Ég held líka að ág eyði meiri tíma með börnunum mínum hér úti heldur en að ég myndi gera ef ég byggi á íslandi. Hér er ég langt í burtu frá öllum vinum og ættingjum og því fer öll orka í börnin mín óskipt, sem annars hefði að hluta farið í að styrkja vina- og fjölskyldutengsl. Vildi sanna mig Stína fór í nám við Kent State University í Ohio Fylki um haustið 1994. Að sögn ætlaði hún upphaflega að læra dýra- fræði en snerist hugur þegar hún kom í skólann og fór að læra alþjóðastjómmálafræði og kvennafræði. Hún stóð sig af- burðavel í skólanum útskrifað- ist á mettíma með B.A.-gráðu árið 1997. „Það var svo mikill keppnisandi í mér. Eg var komin með barn og sumir héldu að ég myndi aldrei end- ast í náminu. Mér fannst ég verða að sanna mig, kláraði námið og fór strax í meistara- nám í ríkisrekstrarfræði í byij- un árs 1998, sem ég kláraði á síðasta ári.“ Dóttirin varð ettir á íslandi Þegar Stína fór út í nám þá þurfti hún að taka erfiða ákvörðun, hún segir það vera það erfiðasta sem hún hafi nokkum tíma gert. „Ég skildi litlu dóttur mína eftir hjá mömmu, því mér fannst ekkert vit í að flækjast með hana út í óvissuna. Ég var ekki búin að fá íbúð, dagheimilispláss eða neitt og vissi ekki hveiju ég átti von á. Pabbi hennar var á sjó og ætlaði að koma út til mín, þegar ég væri búin með íyrsta árið. Ég var á biðlista hjá fjöl- skyldugörðunum og átti ekki að fá ibúð þar fyrr en vorið 1995. Eftir einn mánuð þá gat ég ekki meir, ég saknaði litlu dóttur minnar svo mikið. Ég fór því upp á skrifstofu og bók- staflega grátbað starfsfólkið þar að láta mig hafa íbúð strax. Það gekk eftir og dóttir mín kom út eftirjólin 1994.“ Stuðningur fjölskyldunnar Stína segist hafa reynt að skipuleggja námið þannig að hún hafi getað eytt sem mest- um tíma með dóttur sinni. Þær bjuggu tvær einar í lítilli íbúð og höfðu það gott saman, en þó varð oft lítið um svefn hjá móðurinni, sérstaklega yfir prófin. „Ég neyddist til að vera svakalega skipulögð með allt sem ég gerði; ekkert djamm né sjónvarpsgláp. Það komu tímar þar sem ég efaðist um að ég gæti þetta. En ég er þrjósk og vildi ekki koma heim án þess að hafa klárað það sem ég byij- aði á.“ Systir Stínu flutti út ásamt fjöl- skyldu sinni árið 1995, þar sem maðurinn hennar kom til að læra við sama háskóla og hjálpað hún Stínu á þessum tíma. „Ég gifti mig árið 1996 og á alveg yndislegan mann, sem sá um heimilið þegar ég byijaði í mastersnáminu. Móðir hennar var líka dugleg að koma í heimsókn og hjálpa til með stelpuna. Ég er sannfærð um að mér hefði ekki gengið eins vel í skólanum sem raun bar vitni, ef ég ætti ekki svona góða og hjálpsama fjölskyldu. Hún hef- ur verið mér alveg ómetanlegur styrkur þegar sem mest var að gera í skólanum.“ Kleinur og slátur Stína segist vera mikill Islend- ingur í sér og heldur fast í gamlar hefðir, en matreiðslu- bók Helgu Sigurðardóttur er einn af dýrgripum heimilisins. Hún tók sig til og bakaði klein- ur um daginn með ágætisár- angri og móðir hennar er dug- leg að koma með slátur til hennar á haustin. En kjötfarsið sem hún reyndi að búa til í fyrra hefur þó engan veginn staðist það íslenska í gæðasam- anburði, en hún er staðráðin að halda áfram að búa það til þangað til það smakkast eins og það íslenska. Stína talar líka alltaf íslensku við bömin sín og eiginmaðurinn er duglegur að tala víkingamálið. „Stelpan mín les bæði tungu- málin en ég les eingöngu ís- lenskar bækur fyrir bömin. Svo er ég líka meði aragrúa af ís- lenskum spólum og ekki má gleyma Stafakörlunum í tölv- unni. Ég trúi því að ef bömin læra ekki íslensku þá munu þau aldrei ná að eiga rætur á Is- landi. Stelpan mín talar íslensk- una vel og lítur á sig sem ís- lending. Litli strákurinn minn er að verða alveg eins þó hann sé bara 4 ára.“ Á kafi í lífsgæða- kapphlaupinu Þó að Stína sé mikill íslending- ur í sér þá hefur hún líka tekið eftir neikvæðri þróun sem á sér stað, og á þá við aukningu á of- beldisglæpum og eiturlyfja- notkun. „Velmegunin er að keyra allt um koll á íslandi, eins og í Ameríku. Fólk er að vinna á fullu allan sólarhring- inn til að eignast flotta hluti, sem ættu í raun að vera aukaat- riði. Bömin ættu að vera númer eitt, en þegar fólk vinnur mikið þá er lítill tími eftir fýrir þau. Ég er ansi hrædd um að þegar fer að hægja á góðærinu á Is- landi þá munu margir finna sig skuldum vafna og eiga erfitt með að standa í skilum. í þessu sambandi er einn kostur við að búa í Ameríku, en það er að hér býr fólk frá mörgum heims- homum og þá em einstaklingar síður að reyna að keppast við nágrannann, eins og heima á íslandi.“ Langar þig að flvtja heim til Islands? „Auðvitað blundar alltaf í mér að koma heim. Ég var staðráð- in í að koma heim og vinna og byrja að skipta mér af stjórn- málum en hlutirnir fóru bara aðeins öðruvísi en ég ætlaði. Ég myndi ekki hugsa mig tvis- var um ef mér byðist góð staða heima.“ Útdeilir milljónum dala Stína býr ásamt fjölskyldu sinni rétt við háskólann í Ohio en hún starfar sem fjárhagsá- ætlunarráðgjafi fyrir hérað- stjómarumdæmið á svæðinu. í umdæminu búa um 175 þús. manns og fjárhags- áætlun þess hljóðar uppá 60 milljónir dala. „Ég sé um að gera fjárhagsá- ætlun fýrir um 30 milljónir af tekjum héraðsins. Þetta er skemmtileg og krefjandi vinna. Ég vinn einnig mjög náið með héraðsstjórunum okkar, sem eru þrír demókratar, við alls konar fjármálaverk- efni“, segir Stína en hún hefur líka verið að kenna Excel eitt kvöld í viku, sem henni þykir mjog gaman. „Annars lifi ég bara ósköp eðli- legu lífi. Ég sef, vinn og reyni að eyða sem mestum tíma með börninum. Maðurinn minn kennir bókfærslu og vefsíðu- gerð í gagnfræðaskóla hér í ná- grenninu en við kynntumst þegar við vorum við nám í há- skólanum.“ Það er engin lognmolla í kring- um Stínu. Þegar hún er búin að sinna öllum skyldustörfunum yfir daginn þá drífur hún sig út að hlaupa til að halda sér í formi. „Ég hleyp svona að meðaltali um 15-20 kílómetra á viku (stundum meira þegar ég er í stuði). Ég hleyp seint á kvöldin með hundinn þannig að ég hafi meiri tíma með krökkunum þegar ég er búin að vinna“, segir Stína og upp- Ijóstrar því að draumurinn sé að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu á næsta ári. Börnin skipta mestu máli „Ég held ég sé komin lengra í áformum mínum, hvað vinnu snertir, en ég heföi verið hefði ég ekki flutt til Bandaríkjanna. Tækifærin eru fleiri hérna“, segir Stína þegar hún er spurð að því hversu mikið hún haldi að Bandaríkjadvölin hafi haft áhrif á hana og hennar líf. „Ég held líka að ég eyði meiri tíma með bömunum mínum hér úti heldur en að ég myndi gera ef ég byggi á Islandi. Hér er ég langt í burtu frá öllum vinum og ættingjum og því fer öll orka í bömin mín óskipt, sem annars hefði að hluta farið í að styrkja vina- og Qölskyldu- tengsl. „Þjóðfélagið hér í Am- eríku er allt öðmvísi en heima og geta börnin því ekki leikið sér ein úti frá moigni til kvölds, þannig að fjölskyldan er mikið saman. Ég hef líka grætt ákveðna víðsýni á þessu öllu saman.“ Stefni hátt Framtíðin er óákveðin að mestu en doktorsnámið heillar Kristínu mikið. „Mér finnst al- veg svakalega gaman að læra og að ýta sjálfri mér út í hluti sem em allt annað en léttir. En doktorsnámið verður að bíða. Ég vil eyða meira tíma með fjölskyldunni því börnin eru svo fljót að stækka. Auðvitað vil ég vinna mig upp í hærri stöður í minni grein og mig hefur alltaf langað til að vinna fýrir alþjóðlegar stofnanir. Ég er allavega alltaf með augun opin fyrir nýjum tækifærum. Stjómmálaáhuginn er alltaf til staðar og ég hef verið að velta fyrir mér að fara kannski að skipta mér af þeim hér úti. ís- land er inni í öllum mínum framtíðaráætlunum og ísland mun alltaf skipa háan sess í lífi mínu og barnanna. Ég kem heim á hverju ári og það mun ekki breylast." w-.: m. % V ' * ■** ■ » • ... ^ v- • • - • • * . • • • • • • s Kapalsjónvarp VÍKURFRÉTTA í REYKJANESBÆ fréttir • mannlíf • auglýsingar á skjámyndaformi Auglýsingasíminn er 421 4717 JDLABLAE VÍKURFRÉTTA 2001 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.