Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 34
RAGGI BAKARI KENNDIÍSLENDINGUM AÐ BORÐA BRAUÐ OG ER ENN AÐ BAKA! Ragnar Eðvaldsson er eflaust betur þekktur sem Raggi bak- ari. Raggi stofnaði bakarí í Keflavík 1964 og rekur enn kökugerð sem framleiðir hina frægu sælgætisbotna og rúllutertubrau. Hann var frum- kvöðull í útliti bakaría. Hann kenndi Islendingum að borða annað brauð en heilhveitbrauð, normalbrauð, rúgbrauð og fransbrauð þegar hann setti „heilsubrauð" sín á markað 1975 og rúllutertubrauð 1972. Hann lét til sín taka í baráttu bakara og var formaður Lands- sambands bakarameistara og fékk söluskattinn niðurfelldan og afnam verðlagseftirlitið. Ragnarsbakarí stækkaði ört en eins og svo mörg önnur fyrir- tæki á þessum tíma lifði það verðbólguna ekki af og á end- unum sprakk það, eins og Ragnar segir sjálfur. Brauðbylting Ragnars Úr smurgallanum í bakaríið Ragnar er fæddur í Vestamann- eyjum árið 1940 í sama rúmi og móðir hans. Faðir hans lést þegar hann var tveggja ára og flutti hann ásamt móður sinni, l lelgu Jónsdóttur til Keflavíkur fimm ára gamall. Þar kynntist hún Lúðvíki Jónssyni sem gekk Ragnari í föðurstað. Eins og fleiri á hans aldri hóf hann ferilinn á Keflavíkurflugvelli en þar starfaði hann við ýmis störf s.s. almenna verkamannavinnu hjá verktökum við að smyrja bíla og fleira. Það var einmitt þá sem hann ákvað að verða bakari. „Bróðir hennar mömmu spurði hvort ég ætlaði ekki að læra eitthvað en ég hafði hætt í menntaskóla. Ég var orðinn 19 ára og hafði ekk- ert skírteini upp á vasann og ákvað því að skella mér í bak- aranám og byrjaði að læra í Reykjavík 1959. Ég hafði aldrei inn í bakarí komið og fór bara beint úr smuigallanum og í bakaragallann" Að loknu náminu lá leiðinn síðan til út- landa með eiginkonu sinni, Ás- dísi Þorsteinsdóttur. Fyrst voru þau í Luzem í Sviss í hálft ár og síðan fóru þau til Kaup- mannahafhar. Ragnar og Ásdís giftu sig þegar Ragnar var 19 ára og þurfti hann að fá forseta- leyfi til þess. í dag eiga þau fimm böm sem öll em flogin úr hreiðrinu. Frumkvöðull í brauðum fær söluskatti aflétt Árið 1964 lá síðan leiðin aftur heim þar sem Ragnar stofnaði Ragnarsbakarí í desember sama ár. „Þegar ég stofnaði bakaríið voru fyrir tvö bakarí héma í bænum, Gunnarsbakarí og Kaupfélagsbakaríið en það hætti ári eftir að ég stofnaði mitt“, segir Ragnar. Á meðan Ragnar rak bakaríið gegndi hann hinum ýmsu störfúm fyrir bakara landsins og var m.a. for- maður Landssambands bakara- meistara og átti stóran þátt í því að fá söluskatti og verðlagseft- irliti aflétt. Hann var einnig frumkvöðull í nýjungum í brauðum og kynnti viðskipta- vinum ýmsar nýjar tegundir af brauðum. „Áður fyrr þá feng- ust ekkert annað en fransbrauð, heilhveitbrauð, normalbrauð og rúgbrauð. Árið 1975 kem ég með á markaðinn heilsubrauð og auglýsti þau með lítilli sjón- varpsmynd og þá fór brauða- byltingin í gang. Það má eigin- lega segja að ég hafi komið henni af stað“, segir Ragnar en tveimur ámm seinna var haldin brauðasýning á Hótel Loftleið- um með 110 nýjum brauðteg- undum. „Fólk tók nýju tegund- unum mjög vel og ég varð að stækka fyrirtækið. Við fluttum þá í 160 ffn húsnæði að Hátúni, þar sem við vorum bara með brauðgerð. Fyrirtækið óx síðan svo skart að við urðum að stafla brauðunum upp fyrir utan brauðgerðina þar til þeim var keyrt út“, segir Ragnar og brosir að tilhugsuninni. Þoldi ekki stækkunina og sprakk En brauðin voru ekki það eina 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.