Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 43
Þegarpiparkökur bakast...
Flestir eru famir og huga að jólunum og margir byijaðir að baka.
Það hefur löngum verið siður hjá lslendingum að baka piparkökur
eins þessir hressu krakkar á leikskólunum Gimli og Heiðarseli
gerðu í vikunni. Hver og einn bjó til sínar eiginn kökur, karla og
kerlingar. Það var greinilegt að bömin nutu þess að undirbúa jólin
eins og sést á þessum myndum.
Bláa lónið fær
hvatningarverðlaun
Bláa lónið hlaut hvatning-
arverðlaun Ferðamála-
ráðs íslands en þau voru
afhent í tengslum við rástefnu
Ferðamálaráösins um hcilsu-
tengda ferðaþjónustu sem
fram fór í síðustu viku. Sturla
Böðvarsson, samgönguráð-
herra afhenti verðlaunin.
Samgönguráðherra kom inn á í
máli sínu að fá íyrirtæki standa
upp úr þegar kemur að verðlaun-
um af þessu tagi og var það sam-
dóma álit allra í Ferðamálaráði
að Bláa lónið skyldi hljóta verð-
launin. Bláa lónið var stofnað
1992 en baðstaðurinn hefur verið
rekinn um 7 ára bil en á þeim
tíma hafa 800.000 gestir heim-
sótt lónið. Þá hafa verið fram-
leiddar húðvörur sem byggja á
hráefhum lónsins en böðun í lón-
inu hefur góð áhrif á psorias-
isskúlinga. „Fyrst og fremst er
Bláa lónið þó heilsulind þar sem
allir, jafnt undir sem gamlir njóta
vellíðunar og slökunar á sál og
líkama", sagði Sturla Böðvars-
son.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta
skipti núna en að sögn Elíasar Bj.
Gíslasonar, forstöðumanns inn-
anlandsdeildar Ferðamálaráðs
verða hvatningarverðlaun ferða-
málaráðs veitt þegar til efhi gefst
til. „Það var samdóma álit að
veita þau Bláa lóninu en þar hafa
menn verið að vinna mjög
áhugaverða hluti og tekist bæri-
lega til“, segir Elías. Aðrir staðir
sem til greina komu voru Heilsu-
stofnun Náttúrulækningarfélags-
ins í Hveragerði og Orkuveita
Reykjavíkur fýir Reykjavík Spa
City. „Bláa lónið er fyrsta alvöru
fjárfestingin í ferðaþjónustu fyrir
utan grunnþætti eins og sam-
göngur, veitingar og gistingar.
Við leitum eftir hlutum sem eru
sérstakir og þar sem menn eru að
vinna skipulega eftir fyrirfram
ákveðinni stefnu og markaðurinn
tekur við“, segir Elías að lokum.
Reykjanes-
bær fær
viðbótarlán
r
Ibúðalánasjóður hefur
samþj kkt að veita Reykja-
nesbæ heimild til veitingar
viðbótarlána úr íbúðalána-
sjóði á árinu 2001. Um er að
ræða lán að fjárhæð kr. 20
millj. kr. Þessi lán koma til
greiðslu þegar sveitarfélagið
hefur greitt framlag sitt í
varasjóð viðbótarlána, sem
nemur 5% af viðbótarláni
sem veitt er til kaupa á hverri
íbúð. Frantlag Reykjanes-
bæjar er 1 millj. króna.
O‘bðjijum ^mbudwiiösfMkóimwu öllwn
öq farsœh kantafta
j j
^ðkkwu sauislaiiid á áiiuu sem er w
fííWWm
<?rwf^RrrEí?mríF
JÓLABLAB VÍKURFRÉTTA 20D1
43