Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 50
Elsku Kristín, tíl hamingju með 14 ára afmælið 11. desember. Þú veist að þín er alltaf sak- nað. Kær kveðja fra Dallas. Olof David Falur og Bryndís. Etskuteg eiginkona mín, módir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kirkjuvegi 11, Kefiavík sem lést mánudaginn 10. desember sl. verdur jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 13.30. Brynleifur Jónsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Einar Jóhannsson, Jón M. Brynleifsson, Hanna Fjóla Eiríksdóttir, Guðmundur Brynleifsson, Guðtaug Brynleifsdóttir, Marteinn Magnússon, Brynja Brynleifsdóttir, Ragnhildur Þorvarðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sœtindi og upplestur á bókasafninu Hið árlega Bókakonfekt var haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar sl. laugardag. Nokkrir rithöf- undar komu í safnið og lásu upp úr og kynntu nýjustu verk sín en það voru Arnald- ur Indriðason, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttír og Steinunn Jóhannes- dóttir. Rúnar Júlíus- son kynntí einnig nýútkominn geisla- disk sinn, Leið yfir. Bæjarbúar fjöl- menntu á þessa uppákomu á laugar- daginn, hlýddu á upplestur og tónlistarfiutning og gæddu sér á kaffi og kon- fekti. AFMÆLI Kveðjafrá Heiðu og Ragga Ágælu Suóurnesjamenn! Mig langar til þess að kveðja ykkur með nokkrum orðum þar sem ég er nú fluttur frá Keflavík. Það var fyrir 56 árum sem ég nam land á Suðurnesjum þá aðeins 17 ára gamall. Ævin- týrið byrjaði árið 1945. Mín fyrsta vertíð var á aflaskipinu m/b Muninn frá Sandgerði. Skipstjóri var hinn kunni afla- maður Guðni, kenndur við Flankastaði. Síðan lá leiðin til Keflavíkur. Eg tel mig vera lánsaman mann að hafa átt þess kost að vera samferðamaður ykkar öll þessi ár. Þar kynntist ég kon- unni minni, sem er mitt mesta lán í lífinu og þar urðu allir strákarnir okkar til, níu að tölu. Okkur auðnaðist að koma átta þeirra til manns, við misstum einn dreng af slysfor- um á unga aldri. Hann hét Hannes Amar og var Hannes sonur okkar skírður yfir kist- unni við útfor drengsins sem við misstum. En lífið hélt áfram og drengjunum fjölgaði og vinnan kallaði. Ég hef að- allega unnið á þremur vinnu- stöðum. Tíu vertíðir við báta, tólf ár hjá Esso við flugbens- ínafgreiðslu og 32 ár hjá slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli og alltaf unað hag mínum vel. Það var svo þegar ég fór að draga út vinnuálagi að ég kynntist nýjum hliðum á líf- inu. Þá gerðist ég félagi í úr- valsdeildinni í sundi en það er alveg frábær félagsskapur sem búinn er að gefa mér margar ágleymanlegar stundir. Síðan em það skíðaferðimar sem ég er búin að fara í bæði til Aust- urríkis og Italíu en það er toppurinn á öllu sem ég hef fengist við fyrir utan dansinn sem er mín uppáhaldsíþrótta- grein. í gegnum þetta allt hef ég eignast rnína bestu vini, bæði konur og karla og marg- ar ógleymanlegar stundir. Eg er þakklátur forsjóninni fyrir að ég skuli hafa heilsu til þess að stunda þessar skíðaferðir sem em mín skemmtilegustu ferðalög sem ég hef farið í. Ef heilsa mín leyfir verður farið í næstu skíðaferð 9. febrúar nk. og hlakka ég mikið til. Astæðan fyrir því að við flutt- um hingað inn á Hrafhistu er heilsufar Heiðu. Hún er búin að vera öryrki í tíu ár, en hér fær hún góða umönnun. Ég gæti sagt svo mikið meira en ég ætla nú að ljúka þessum skrifúm mínum. Við hjónin óskum ykkur öll- um gleðilegra jóla, árs og frið- ar með hjartans þökk fyrir all- ar góðar stundir í starfi og leik, söng og dansi, sem við munum aldrei gleyma. Sömu- leiðis vonum við að við eigum eftir að eiga með ykkur fleiri gleðistundir. Við þökkum allar góðar stundir sem við höfum átt með ykkur, kæru vinir. Megi listir, menning og vel- ferð þróast í sem ríkustum mæli á meðal ykkar á Suður- nesjum. Ragnar Guómundur Jónasson. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.