Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 62
BYGGÐASAFN SUÐURNESJA
Jólaskraut fyrir
byggðasafn ið
Margir ráku augun í
auglýsingu í Víkur-
fréttum fyrir skömmu
|>ar sem Byggöarsafnið í
Reykjanesbæ óskaöi eftir
gömlu jólaskrauti út fórum
bæjarhóa. Ætlunin var aó
skreyta byggðasafniö á
Vatnsnei hátt og lágt. Því mið-
ur hafa bæjarbúar ekki
brugðist nógu vel við þessari
bón en skrautiö þarf ekki að
vera mikið eidra cn 10 ára þó
eldri hlutir séu vissulcga vel
þegnir hvort sem um er að
ræða mjög sérstaka hluti eða
mjög hversdagslega.
Ætlunin var að skreyta byggða-
safiiið hátt og lágt en því miður
hefur það ekki verið hægt.
Gömui jólakort eru einnig vel
þegin en þeir sem vilja koma
munum til byggðasafnsins er
bent á að hafa sambandi við
Sigrúnu Astu Jónsdóttur, safn-
vörð en hún er í Kjarna og
hægt er að hringja í 420-6000
og fá samband við hana þar.
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali
Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288
Fax421 5393 • Netfang: asberg@asberg.is
Óðinsvellir 17, Keflavík
180m; glæsilegt einbýli með
46m: bílskúr. 5 svefnh.
parket á gólfum og skápar
í herb. n.500.000.-
Njarðvíkurbraut 20, Njarðvík.
121 m: einbýli með 3 svefnh.
og 47m! bílskúr. Búið að
endumýja eignina að hluta.
Eign á góðum stað, laust
strax. 11.300.000,-
Hlíðargata 37, Sandgeröi.
171 m: einbýli með 41 m: bíl-
skúr. 5 svefnh. í húsinu. Eign
í góðu ástandi á góðum stað.
14.000.000,-
Ásabraut 9, Keflavík.
Mjög skemmtileg 3ja herb.
74m: íbúð á efri hæð með
28m: bílskúr og sérinngangi.
Hiti í bílaplani. Mikið
endumýjuð. 8.100.000,-
Mávabraut 11, Keflavík.
3ja herb. íbúð á 2. hæð 67m:
Eign með mikla möguleika,
hagstæð lán.
5.900.000,-
Hafnargata 6, Keflavík.
160m: verslunarhúsnæði á
besta stað í bænum.
Laust strax.
Tilboð.
T-540/541
Keflavíkurflugvelli.
skrifstofu og
iðnaðarhúsnæði ca.
580m: steypt og
stálgrindarhús sem
gefur mikla mögu-
leika. Húsnæðið í góðu
ástandi. Uppl. um verð
á skrifstofu.
Suðurgata 48, Keflavík.
I25m: endaparhús á 2
hæðum með 4 svefnh. Hús
sem mikið er tekið í gegn að
innan. Laust strax.
11.700.000.-
(Úsío ö(Jum Qfudumesjamönnum
(jfcúiCcíjmjótn ojjJarsæfs (omandl árs.
Hátíð Ijóssins
Jólin eru hátíö Ijóssins.
Jafnvel áöur en kristni
nam land á íslandi héldu
heiönir víkingar upp á það að
daginn lengir aftur í kring um
23. dcsember. Til þess að fræð-
ast frekar um jól fyrr á tíöum
hafði Svandís Helga Haildórs-
dóttir samband við Sigrúnu
Ástu Jónsdóttur safnvörð í
Reykjanesbæ.
Mikilvægi Ijóss á dimmum
tímum
„Það er rökrétt fyrir íslendinga
að gera mikið úr hátíð ljóssins
vegna myrkursins og sérstaklega
í drefibýli eins og íslendingar
bjuggu fyrir aldamótin 1900. Það
var allt sparað allt árið í kring og
aðeins á jólunum sem mátti
spandera aðeins", segir Sigrún
Asta. Það skiptir okkur enn máli
í dag að lýsa upp skammdegið
sem lýsir sér í sífellt fleiri jóla-
skreytingum en hér áður fyrr var
það kerti sem lýstu upp híbýli
manna. „Kerti voru stór og mikil
gjöf. Mér er minnistæð saga
konu sem sagði mér það að á
jólanótt fengu bömin að láta ljós-
ið loga yfir nóttina og það að
vakna í birtu var eitt af mestu
gleðinni við jólin.“ Sá siður að
gefa kerti hefur nú lagst af og
aðrar hetðbundnar jólagjafir hafa
tekið þeirra stað. Jólanóttin var
einnig heilög nótt og fyrir þá sem
haldnir voru myrkfælni var jóla-
nótt tíminn þegar enginn þurfti
að hafa áhyggjur því ekkert
slæmt gerðist á jólanóttinni. „Það
mátti heldur ekki vera með læti
og spila og þess háttar sem teng-
ist auðvitað heilagri jólanótt",
segir Sigrún.
Matur, flík og hlýja það sem
máli skiptir
Góður matur hefur einnig fylgt
jólunum síðan fyrr á öldum þeg-
ar jólin voru eini tíminn þar sem
fólk gat fengið vel að borða. Það
að fá nýja flik fyrir jólin var ein-
nig mikilvægt og kannast allir
við þjóðsöguna um jólaköttinn
og að þeir sem ekki fá nýja flík
fyrir jólin fari í jólaköttinn. „Fólk
fékk það sem það þarfnaðist,
Ijós, hlýju, mat og nýja flík. Þetta
var besti tími ársins." Fólk setti
LISTAVERKUM ST0LIÐ í GRÓFINNI 8
Málverkaþjófnaður í Keflavík
Fimm málverkum úr cigu
Listasafns Birgis Guðna-
sonar var stolið úr
geymslu við bakinngang að
sýningarsal Birgis að Grófinni
8. Atburðurinn hefur að öllum
líkindum átt sér staö á tímabil-
inu 23. til 27. nóvember. Verkin
sem um ræðir eru tvö olíumál-
verk eftir Einar Ingimundar-
son u.þ.b 120x90 sentimetrar
og heita báðar nn ndirnar „Frá
Hellissandi, Bátar“. Eins
hurfu tvö oliumálverk eftir
Reyni Katrínar, þau eru bæði
90x90 sentimetrar í þvermál og
bera nöfnin „Fífur“ og
„Brim“. Að síöustu er það olíu-
málverkiö „Andlit“ eftir
Gunnar Örn, það er um það bil
75x80 sentimetrar. Þjófnaður-
inn hefur verið kærður til Lög-
rcglu sem rannsakar nú málið
og er fólk beðið að hal'a sam-
band þangað ef það veit um af-
drif málverkanna.
62