Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 41
FÖNDURBÚÐIN LIST Fólk föndrar miklu meira en áður Rekstarafgangur afLjósanótt að er aldrei jafnmikið að gera í fóndurbúðum eins og síðustu vikurnar fyrir jól. Það hefur María Líndal í Föndurbúðinni List fengið að reyna að undan- íornu. „Fólk fóndrar miklu meira nú en áður“, segir hún og eiginmaður hennar, Þórir bætir við að þegar dragi sam- an í þjóðfélaginu bregði fólk á það ráð að íondra gjafir til vina og kunningja. I ár eru það íkonamyndirnar sem eru vinsælustu jólagjafirnar en það eru helgimyndir sem líta út fyrir að vera margra ára gamlar. Síðustu vikurnar hafa hins vegar snúist um að- ventukransa. „Skólarnir eru líka farnir að gera varanlegra jólaskraut“, segir María en rétt í þessu kemur pöntun með blómapottum sem fara í föndur í skóla einum í Reykjanesbæ. „Það má reyndar segja að það sé servéttuæði í gangi núna en fólk er að hittast og föndra. Ýmsar stofnanir eru til dæm- is með fóndurkvöld reglulega og saumaklúbbarnir eru hættir að sauma og farnir að fondra.“ Þá hefur glugga- málning verið mjög vinsæl. Jólavörurnar streyma inn og María hefur varla undan að taka upp úr kössum. Ljósanótt var haldin í annað sinn 1. september s.l. Talið er að allt að 20.000 manns hafi notið há- tíðarinnar nú í ár og er það mesti mannfjöldi sem sést hefur í Reykjanesbæ fyrr og síðar. I samtali við Steinþór Jónsson og Johan D. úr ljósanefnd kom fram mikil ánægja mikla þátttöku bæj- arbúa og gesta. Mikil þátt- taka fyrirtækja og lista- manna af öllum sviðum í því að efla Ljósanæturhátíðina er mikil hvattning. Rekstarafgangur var á fram- kvæmd hátíðar á Ljósanótt að upphæð 87. 334 kr. sam- kvæmt uppgjöri frá Ljósa- nefnd. Heildarkostnaður við Ljósanótt nam kr. 2.677.666,- en fijáls framlög frá einstak- lingum og fyrirtækjum kr. 1.265.000 auk þess sem Reykjanesbær lagði fram kr. 1.500.000. Þá var ófyrirsjána- legur kostnaður vegna við- gerða á ljósunum við Bergið kr. 480.379 en þau voru afhent Reykjanesbæ formlega til eign- ar á Ljósanótt. Steinþór og Johan töldu mikil- vægt að nú þegar yrði hafin undirbúningsvinna að næstu Ljósanótt enda kalla sum atriði á mikla undirbúningsvinnu. Vildu þeir nota tækifærið f.h. Ljósanæturnefndarinnar, en í henni voru auk þeirra Valgerð- ur Guðmundsdóttir, íris Jóns- dóttir og Stefán Bjarkason, og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum til að gera hátíðina eftirminnanlegan þátt í samfélagi okkar og til þeirra sem tóku þátt í hátíðinni. Til gamans má segja að miðað við mannfjölda hefðu yfír 200 þús- und manns þurft að koma sam- an í Reykjavík til að hafa jafh mikil áhrif. JOLASYNING FIMLEIKADEILDAR KFFLAVTKIR er á laugardaginn 'ýningin hefur færst til laugardagsins 15. descmbcr fráld 17 -20 vegna óviðráðanlegra ástæðna Verð kr. 800.- frítt fyrir börn 12 ára ogyngri. Innifalið í verði er glæsileg jólasýning og kaffihlaðborð. Stjórnin. Tímarit Víkurfrétta á næsta blaðsölustað fulltaf jólaefni! Kiwanisklúbbsins Keilis Hafnargata 8 (í gamla rútubílaþvottastööinni) Opið virka daga kl.17-22. Laugardaga og sunnudaga kl.14-22. Norðmannsþinur - rauðgreni - fura. Greni, jólatrésfætur, leiðiskrossar Verið velkomin, heitt á könnunni. ágóði af sölunni rennur til líknarmála JÓLABLAE VÍKURFRÉTTA 2001 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.