Víkurfréttir - 13.12.2001, Side 41
FÖNDURBÚÐIN LIST
Fólk föndrar miklu meira en áður
Rekstarafgangur
afLjósanótt
að er aldrei jafnmikið
að gera í fóndurbúðum
eins og síðustu vikurnar
fyrir jól. Það hefur María
Líndal í Föndurbúðinni List
fengið að reyna að undan-
íornu. „Fólk fóndrar miklu
meira nú en áður“, segir hún
og eiginmaður hennar, Þórir
bætir við að þegar dragi sam-
an í þjóðfélaginu bregði fólk
á það ráð að íondra gjafir til
vina og kunningja. I ár eru
það íkonamyndirnar sem eru
vinsælustu jólagjafirnar en
það eru helgimyndir sem líta
út fyrir að vera margra ára
gamlar. Síðustu vikurnar
hafa hins vegar snúist um að-
ventukransa. „Skólarnir eru
líka farnir að gera varanlegra
jólaskraut“, segir María en
rétt í þessu kemur pöntun
með blómapottum sem fara í
föndur í skóla einum í
Reykjanesbæ. „Það má
reyndar segja að það sé
servéttuæði í gangi núna en
fólk er að hittast og föndra.
Ýmsar stofnanir eru til dæm-
is með fóndurkvöld reglulega
og saumaklúbbarnir eru
hættir að sauma og farnir að
fondra.“ Þá hefur glugga-
málning verið mjög vinsæl.
Jólavörurnar streyma inn og
María hefur varla undan að
taka upp úr kössum.
Ljósanótt var haldin í
annað sinn 1. september
s.l. Talið er að allt að
20.000 manns hafi notið há-
tíðarinnar nú í ár og er það
mesti mannfjöldi sem sést
hefur í Reykjanesbæ fyrr og
síðar. I samtali við Steinþór
Jónsson og Johan D. úr
ljósanefnd kom fram mikil
ánægja mikla þátttöku bæj-
arbúa og gesta. Mikil þátt-
taka fyrirtækja og lista-
manna af öllum sviðum í því
að efla Ljósanæturhátíðina
er mikil hvattning.
Rekstarafgangur var á fram-
kvæmd hátíðar á Ljósanótt að
upphæð 87. 334 kr. sam-
kvæmt uppgjöri frá Ljósa-
nefnd. Heildarkostnaður við
Ljósanótt nam kr. 2.677.666,-
en fijáls framlög frá einstak-
lingum og fyrirtækjum kr.
1.265.000 auk þess sem
Reykjanesbær lagði fram kr.
1.500.000. Þá var ófyrirsjána-
legur kostnaður vegna við-
gerða á ljósunum við Bergið kr.
480.379 en þau voru afhent
Reykjanesbæ formlega til eign-
ar á Ljósanótt.
Steinþór og Johan töldu mikil-
vægt að nú þegar yrði hafin
undirbúningsvinna að næstu
Ljósanótt enda kalla sum atriði
á mikla undirbúningsvinnu.
Vildu þeir nota tækifærið f.h.
Ljósanæturnefndarinnar, en í
henni voru auk þeirra Valgerð-
ur Guðmundsdóttir, íris Jóns-
dóttir og Stefán Bjarkason, og
koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra fjölmörgu sem
lögðu sitt af mörkum til að gera
hátíðina eftirminnanlegan þátt í
samfélagi okkar og til þeirra
sem tóku þátt í hátíðinni. Til
gamans má segja að miðað við
mannfjölda hefðu yfír 200 þús-
und manns þurft að koma sam-
an í Reykjavík til að hafa jafh
mikil áhrif.
JOLASYNING
FIMLEIKADEILDAR KFFLAVTKIR
er á laugardaginn
'ýningin hefur færst til
laugardagsins 15. descmbcr
fráld 17 -20
vegna óviðráðanlegra ástæðna
Verð kr. 800.-
frítt fyrir börn 12 ára ogyngri.
Innifalið í verði er glæsileg
jólasýning og kaffihlaðborð.
Stjórnin.
Tímarit Víkurfrétta
á næsta blaðsölustað
fulltaf jólaefni!
Kiwanisklúbbsins Keilis
Hafnargata 8 (í gamla rútubílaþvottastööinni)
Opið virka daga kl.17-22.
Laugardaga og sunnudaga
kl.14-22.
Norðmannsþinur - rauðgreni - fura.
Greni, jólatrésfætur, leiðiskrossar
Verið velkomin, heitt á könnunni.
ágóði af sölunni rennur til líknarmála
JÓLABLAE VÍKURFRÉTTA 2001
41