Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 56

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 56
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ÖRN ARNARSON EVRÓPUMEISTARI í SUNDI Orn Arnarson gerði heldur betur garðinn frægan á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fór i Þýskalandi i síðustu viku. Orn tók þátt í þremur einstaklingsgreinum og tveimur boðsundsgreinum ogvar útkoman glæsileg. Fyrst varð hann Evópumeistari í 200 m baksundi, þá fjórði í 50 m baksundi og synti síðan með boðsundssveitinni í 4x50 m skrið- sundi þar sem hann bætti (slandsmetið. Loks varð hann þriðji i 100 m baksundi á nýju ís- lands- og Norðurlandameti. Öm á ekki langt að sækja frama sinn í sundgreininni. Faðir hans, Öm Ólafsson, var mjög frambærilegur sundmað- ur á yngri ámm en hann hætti hins vegar keppni aðeins 17 ára gamall. „Ég mætti strax með honum í laugina þegar ég var yngri og hann kenndi mér að synda. Þannig byijaði þetta allt saman hjá mér.“ Það varð ljóst snemma að Öm ætti eftir að verða afreksmaður í íþróttinni. „Það fór kannski að verða áberandi þegar ég var 13 ára. Þá fór ég að stækka og tím- amir hreinlega hmndu niður hjá mér. Ég fór síðan að láta að mér kveða þegar ég var 15-16 ára gamall. Ég setti svo mitt fysta fullorðins Islandsmet á Sundmeistaramóti íslands í Eyjum 1997, þegar ég var 15 ára gamall. Það var í 400 m skriðsundi." Islandsmetin síðan þá em orðin mörg og til marks um hversu langt Öm hefúr náð þá á hann nú Islandsmet í öll- um sundgreinum í 25 metra laug nema bringusundunum og í 50 m laug vantar hann aðeins met í nokkmm sundum til að geta státað af því sama. Ekki slæmt hjá þessum 21 árs pilti, sem þó er elsti virki sundmaður íslands á alþjóðavettvangi. Öm segir líkamsbyggingu sína gera það að verkum að það henti honum vel að synda bak- sund. „Ég er bæði með langar hendur og fætur og búkurinn er mjór, bæði bijóstkassinn og rif- beinsbúrið. Þetta vaxtarlag hentar vel fyrir baksund og skriðsund.“ Ánægður með þetta ár Fyrsta stóra alþjóðlega mótið sem Öm tók þátt í var Evrópu- meistaramótið í 25 m laug í Rostock 1996. Og þau hafa verið mörg sem hann hefiir tek- ið þátt í síðan, ofl með frábær- um árangri. „Góður sundmaður er hins vegar á toppnum á bil- inu 23-28 ára þannig að ég ætti enn að eiga nokkur góð ár eft- ir,“ segir Óm. Það má segja að leið Amar hafi legið jafnt og þétt upp á við, kannski ef frá er talið árið í ár, þar sem minna hefur borið á honum í keppni en ofi áður. Öm er reyndar ekki sammála því að fyrri hluti ársins hafi verið mislukkaður eins og margir hafi viljað halda fram. „Ég lenti m.a. í fjórða sæti á heimsmeistaramóti í 25 m laug í april sem ég held að geti seint talist mislukkað. Ég keppti hins vegar ekki á Evrópumeistara- mótinu í 50 m laug í sumar en enda svo árið vel í Þýskalandi. Ég hef kannski gert minna í ár en fyrri ár en ég er sáttur við árið hjá mér í heild.“ Öm var hins vegar meira í sviðsljósinu á árinu fyrir annað en árangurinn í lauginni. Það vakti m.a. mikla athygli þegar hann ákvað að skipta bæði um félag og þjálfara. Brian Marsh- all sundþjálfari hjá SH hafði þjálfað hann í sex ár en nú söðlaði Öm um og gekk til liðs við íþróttabandalag Reykjanes- bæjar þar sem Steindór Gunn- arsson þjálfar hann núna. „Það var mikið fjallað um þessi fé- lagaskipti mín í fjölmiðlum og mörgum fannst þetta mjög vit- laus ákvörðun. Mér fannst ég hins vegar þurfa að breyta um umhverfi og breyta aðeins til svo að ég fengi hreinlega ekki yfir mig nóg af íþróttinni. Bri- an Marshall var búinn að vera aðalþjálfarinn minn í sex ár og samstarf okkar hafði alltaf gengið vel og það gerði þessa ákvörðun kannski enn djarfari. Ég er ekki viss um að maigir hefðu þorað að gera þetta á þessum tímapunkti. En þetta hefiir greinilega borgað sig mjög vel og ég er mjög ánægð- ur á Suðumesjunum." Öm segir Brian og Steindór mjög ólíka þjálfara. „Áherslur þeirra em mjög mismunandi. Steindór leggur mikið upp úr styrktarþjálfun sem ég hef ver- ið mikið i í vetur og leggur einnig mikla áherslu á tækniæf- ingar. Brian var meira í þoli og ég synti fleiri metra á æfingum 56

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.