Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 56

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 56
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ÖRN ARNARSON EVRÓPUMEISTARI í SUNDI Orn Arnarson gerði heldur betur garðinn frægan á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fór i Þýskalandi i síðustu viku. Orn tók þátt í þremur einstaklingsgreinum og tveimur boðsundsgreinum ogvar útkoman glæsileg. Fyrst varð hann Evópumeistari í 200 m baksundi, þá fjórði í 50 m baksundi og synti síðan með boðsundssveitinni í 4x50 m skrið- sundi þar sem hann bætti (slandsmetið. Loks varð hann þriðji i 100 m baksundi á nýju ís- lands- og Norðurlandameti. Öm á ekki langt að sækja frama sinn í sundgreininni. Faðir hans, Öm Ólafsson, var mjög frambærilegur sundmað- ur á yngri ámm en hann hætti hins vegar keppni aðeins 17 ára gamall. „Ég mætti strax með honum í laugina þegar ég var yngri og hann kenndi mér að synda. Þannig byijaði þetta allt saman hjá mér.“ Það varð ljóst snemma að Öm ætti eftir að verða afreksmaður í íþróttinni. „Það fór kannski að verða áberandi þegar ég var 13 ára. Þá fór ég að stækka og tím- amir hreinlega hmndu niður hjá mér. Ég fór síðan að láta að mér kveða þegar ég var 15-16 ára gamall. Ég setti svo mitt fysta fullorðins Islandsmet á Sundmeistaramóti íslands í Eyjum 1997, þegar ég var 15 ára gamall. Það var í 400 m skriðsundi." Islandsmetin síðan þá em orðin mörg og til marks um hversu langt Öm hefúr náð þá á hann nú Islandsmet í öll- um sundgreinum í 25 metra laug nema bringusundunum og í 50 m laug vantar hann aðeins met í nokkmm sundum til að geta státað af því sama. Ekki slæmt hjá þessum 21 árs pilti, sem þó er elsti virki sundmaður íslands á alþjóðavettvangi. Öm segir líkamsbyggingu sína gera það að verkum að það henti honum vel að synda bak- sund. „Ég er bæði með langar hendur og fætur og búkurinn er mjór, bæði bijóstkassinn og rif- beinsbúrið. Þetta vaxtarlag hentar vel fyrir baksund og skriðsund.“ Ánægður með þetta ár Fyrsta stóra alþjóðlega mótið sem Öm tók þátt í var Evrópu- meistaramótið í 25 m laug í Rostock 1996. Og þau hafa verið mörg sem hann hefiir tek- ið þátt í síðan, ofl með frábær- um árangri. „Góður sundmaður er hins vegar á toppnum á bil- inu 23-28 ára þannig að ég ætti enn að eiga nokkur góð ár eft- ir,“ segir Óm. Það má segja að leið Amar hafi legið jafnt og þétt upp á við, kannski ef frá er talið árið í ár, þar sem minna hefur borið á honum í keppni en ofi áður. Öm er reyndar ekki sammála því að fyrri hluti ársins hafi verið mislukkaður eins og margir hafi viljað halda fram. „Ég lenti m.a. í fjórða sæti á heimsmeistaramóti í 25 m laug í april sem ég held að geti seint talist mislukkað. Ég keppti hins vegar ekki á Evrópumeistara- mótinu í 50 m laug í sumar en enda svo árið vel í Þýskalandi. Ég hef kannski gert minna í ár en fyrri ár en ég er sáttur við árið hjá mér í heild.“ Öm var hins vegar meira í sviðsljósinu á árinu fyrir annað en árangurinn í lauginni. Það vakti m.a. mikla athygli þegar hann ákvað að skipta bæði um félag og þjálfara. Brian Marsh- all sundþjálfari hjá SH hafði þjálfað hann í sex ár en nú söðlaði Öm um og gekk til liðs við íþróttabandalag Reykjanes- bæjar þar sem Steindór Gunn- arsson þjálfar hann núna. „Það var mikið fjallað um þessi fé- lagaskipti mín í fjölmiðlum og mörgum fannst þetta mjög vit- laus ákvörðun. Mér fannst ég hins vegar þurfa að breyta um umhverfi og breyta aðeins til svo að ég fengi hreinlega ekki yfir mig nóg af íþróttinni. Bri- an Marshall var búinn að vera aðalþjálfarinn minn í sex ár og samstarf okkar hafði alltaf gengið vel og það gerði þessa ákvörðun kannski enn djarfari. Ég er ekki viss um að maigir hefðu þorað að gera þetta á þessum tímapunkti. En þetta hefiir greinilega borgað sig mjög vel og ég er mjög ánægð- ur á Suðumesjunum." Öm segir Brian og Steindór mjög ólíka þjálfara. „Áherslur þeirra em mjög mismunandi. Steindór leggur mikið upp úr styrktarþjálfun sem ég hef ver- ið mikið i í vetur og leggur einnig mikla áherslu á tækniæf- ingar. Brian var meira í þoli og ég synti fleiri metra á æfingum 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.