Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
„Við öxlum okkar ábyrgð“
Í fréttum hafa verið dæmi umeinbeitta brotastarfsemi íbyggingar- og framleiðsluiðn-
aði. Það er nokkuð sem Samtök
iðnaðarins fordæma og sætta sig
ekki við að verði liðið. Við erum
mjög skýr hvað það varðar.“
Þetta segir Almar Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, en tilefnið er umfjöllun
Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins
fyrir tveimur vikum um aðbúnað
erlends vinnuafls á Íslandi.
Hafandi sagt þetta varar Almar
við alhæfingum og upphrópunum í
þessu sambandi. „Málið er alvar-
legt og allir eru sammála um að
uppræta þurfi þessa brota-
starfsemi. Við skulum hins vegar
forðast að alhæfa út frá einstökum
málum og setja þannig svartan
blett á heiðvirð fyrirtæki í bygg-
ingariðnaði. Um tólf þúsund
manns starfa í greininni og það er
óþolandi að allt það fólk liggi að
ósekju undir ámæli. Þetta er stór
bransi og mikilvægur fyrir Ísland.
Þess vegna þarf traust að ríkja.“
Ákveðið aðlögunarferli
Honum þykir mjög mikilvægt að
gera greinarmun á einbeittri
brotastarfsemi annars vegar og
mistökum hins vegar. „Þegar að-
ilar eru annaðhvort að hefja starf-
semi eða auka starfsemi mjög mik-
ið þurfa þeir gjarnan að leita til
erlends starfsfólks í fyrsta skipti
eða aftur eftir langt hlé. Lífið er
nú einu sinni þannig að enginn
starfsmaður kemur fullskapaður til
vinnu á fyrsta degi, hann fer í
gegnum ákveðna aðlögun, og sama
á við um fyrirtæki. Meðan á þess-
ari aðlögun stendur geta orðið
mistök. Það þýðir að ákveðið leið-
réttingarferli fer í gang og menn
læra af reynslunni og sjá til þess
að mistökin eigi sér ekki stað aft-
ur. Það er grundvallarmunur á
þessu og einbeittum brotavilja.“
Almar segir þessi mistök bæði
geta snúið að launamálum og al-
mennum aðbúnaði starfsmanna.
„Þegar mál af þessu tagi koma
upp er það yfirleitt fullur ásetn-
ingur vinnuveitanda að bæta hlut
starfsmanna.“
Spurður hvort þetta bendi ekki
til þess að skortur gæti verið á
upplýsingaflæði í greininni, úr því
að mönnum verði á mistök af
þessu tagi, segir Almar það ekki
útilokað. „Það er eitt af því sem
við höfum verið að skoða sér-
staklega og auðvitað stendur ekki
á okkur að framkalla þá fræðslu
sem til þarf. Við höfum til dæmis
lagt mikla áherslu á að kenna
mönnum að nota tól og tæki gæða-
stjórnunar sem kveðið er á um í
byggingarreglugerð frá árinu
2012. Við gerum líka skýra kröfu
um faglegt hæfi og nú er unnið að
verkefni sem við köllum „heil-
brigðisvottorð fyrirtækja í mann-
virkjagerð“ sem hefur beinlínis
það markmið að skerpa á atriðum
sem varða fjárhagslegt og faglegt
hæfi aðila í iðnaðinum. Þarna eru
m.a. atriði sem munu nýtast í bar-
áttu gegn kennitöluflakki. Við
finnum að þeim fyrirtækjum sem
innleitt hafa gæðastjórnun gengur
yfirleitt vel að fást við þessi verk-
efni, svo sem að ráða fólk frá út-
löndum.“
Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning segir Almar að til staðar
séu eftirlits- og framfylgdarúrræði
sem Samtök atvinnulífsins hafi
beitt sér fyrir af miklum mynd-
arskap. „Um það er ASÍ fullkunn-
ugt.“
Almar skýrir tóninn í umræð-
unni núna að hluta til þannig að
umsvif í byggingariðnaði og mann-
virkjagerð hafi aukist hratt á
skömmum tíma og því sé í auknum
mæli þörf fyrir erlent vinnuafl til
að leggjast á árarnar með okkur.
„Ísland er þannig markaður að
hann þarf á sveigjanleika að
halda.“
Spurður hvort þetta kalli ekki á
hraðari vinnubrögð til að gyrða
megi alfarið fyrir brot og mistök
svarar Almar: „Við erum að vinna
þetta eins hratt og við mögulega
getum. Það er mjög mikilvægt að
vanda vel til verka. Við öxlum okk-
ar ábyrgð.“
Skýrar útboðsreglur
Verkkaupi getur líka lagt sitt af
mörkum og Almar hrósar opinber-
um verkkaupum hjá ríki og borg
fyrir að setja af stað samvinnu um
skýrari útboðsreglur til að taka á
brotastarfsemi. „Á móti kemur að
ekki er alltaf auðvelt að meta
hvort um brot er að ræða. Því
megum við ekki gleyma.“
Starfsmannaleigur hafa fléttast
inn í umræðuna og segir Almar að
regluverkið í kringum þær sé og
verði nokkuð flókið. Til dæmis
þurfi að gera greinarmun á inn-
lendri og erlendri leigu, skattalega
sé það ekki sami hluturinn enda
þótt báðir aðilar starfi á Evrópska
efnahagssvæðinu. „Mannaráðn-
ingar í byggingariðnaði geta verið
verkefnabundnar en í hagsveifl-
unni núna er það frekar þannig að
fyrirtæki eru að bæta við sig
mannskap sem þau síðan færa
milli svæða. Þess heldur höfum við
hvatt menn til að kynna sér málin
vel og gera hlutina eftir kúnstar-
innar reglum.“
Morgunblaðið/Ómar
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fordæmir einbeitta brotastarfsemi í byggingariðnaði en varar við
alhæfingum. Mikilvægt sé að gera greinarmun á einbeittum brotum og mistökum sem menn læri af og láti ekki endurtaka sig.
Í úttektinni hér í blaðinu fyrir
tveimur vikum ræddi Halldór
Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, um þá stað-
reynd að sumt af þessu erlenda
vinnuafli komi frá ríkjum þar
sem kjör og öll réttindi séu allt
önnur og mikið lakari en hér
þekkist, kjarasamningar oft
ekki til og verkalýðshreyfingin
veik og áhrifalítil. Spurður
hvort þetta sé útbreitt vanda-
mál vill Almar ekki taka svo
djúpt í árinni. „En þetta er
þekkt viðfangsefni og ef verk-
takar eru vísvitandi að blekkja
starfsmenn fordæmum við það
enda er það brotastarfsemi. Til
að bregðast við þessu er hins
vegar mikilvægt að fara í réttu
aðgerðirnar og útfærslan skiptir
máli. Það að innleiða hér mjög
harkalega keðjuábyrgð getur
þýtt að verið sé að setja íþyngj-
andi ábyrgð á einn aðila í keðj-
unni umfram aðra. Enda þótt
ábyrgð sé auðvitað nauðsynleg
má hún ekki verða óútfylltur
tékki.“
Spurður hvort hann sé þá
andvígur því að keðjuábyrgð sé
bundin í lög hér á landi, líkt og
þekkist til dæmis í Noregi, svar-
ar Almar: „Það þarf mögulega
að styrkja löggjöf og eftirlit og
það eru samtöl í gangi undir for-
ystu velferðarráðuneytisins um
umbætur á þessu sviði og við,
Samtök atvinnulífsins og Sam-
tök ferðaþjónustunnar komum
að þeirri vinnu. Lykilatriðið í
þessu sambandi er að búa ekki
til kerfi sem verður séríslenskt
og íþyngjandi, ekki síst fyrir
verkkaupa í landinu, svo sem
ríkið, sveitarfélög og orkufyr-
irtækin, sem eru í almannaeigu
og bera kostnaðinn.“
Kerfið verði ekki íþyngjandi
Við gerum líka skýra kröfu um faglegt hæfi og nú er unnið að verk-
efni sem við köllum „heilbrigðisvottorð fyrirtækja í mannvirkja-
gerð“ sem hefur beinlínis það markmið að skerpa á atriðum sem
varða fjárhagslegt og faglegt hæfi aðila í iðnaðinum.
Almar Guðmundsson.
INNLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Atvinnuleysi er með minnsta
móti á Íslandi um þessar mundir
og Almar segir kannanir Sam-
taka iðnaðarins ekki benda til
þess að erlent vinnuafl sem hing-
að hefur streymt undanfarna
mánuði sé að taka vinnu af ís-
lenskum iðnaðarmönnum. „Við
erum lítið land og höfum verið
með sveiflukennt hagkerfi þann-
ig að erlent vinnuafl er blessun
en ekki bölvun. Það hjálpar okk-
ur að glíma við sveiflur, byggja
upp samfélagið og auka velferð.“
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bitnar ekki á Íslendingum