Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 EINKALÍF Elísabet ávarpaði bresku þjóðina 14 ára gömul árið 1939 í tengslum við seinni heims- styrjöldina og þótti þá þegar sýna mikla stillingu og styrk. Allar göt- ur síðan hefur hún verið samein- ingartákn þjóðarinnar og ætíð sýnt stillingu og yfirvegun. Áhugamál Elísabetar eru marg- vísleg, t.d. lestur sakamála- bóka, ljósmyndun sem hún deilir með manni sínum og hún er mikið fyrir hunda. Þá hefur hún gaman af að ráða krossgátur og lærði semma að aka bíl. Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir en drottningin talaði um an- nus horribilis árið 1991 þegar Karl, Anna og Andrew skildu. Fil- ippus prins hefur oft komist í fréttir fyrir óviðeigandi ummæli og þegar maður miðaði á hana byssu og hleypti af, byssan var óhlað- in, sýndi Filippus henni engan stuðning. Það hleypti af stað orð- rómi um að hjónabandið væri ekki gott. Hún tók mjög nærri sér þegar fjölskyldumeðlimur lést í hryðjuverkaárás IRA og hún fékk harða gagnrýni fyrir að sýna ekki hluttekningu þegar Díana prinsessa lést. Síðan hefur hún sýnt sonum hennar mikinn stuðning. Það vantar ekki hefðirnar hjá bresku konungsfjölskyldunni. Skikkja, kóróna og rándýrt skart fylgir embættinu. AFP FERILL Elísabet hlaut menntun heimavið. Hún fór til Suður-Afríku árið 1947 og sagði þar í ræðu að hún ætlaði sér að helga krafta sína þjóðmálum. Elísabet tók við krún- unni 1952 eftir að faðir hennar dó og ári síðar fór hún í sína fyrstu heimsókn til ríkja breska samveld- isins, sem tók sex mánuði. BBC gerði heimildarmynd um daglegt líf konungsfjölskyldunnar árið 1996. Árið 1974 var Elísabet kölluð heim frá Indónesíu vegna skyndi- legra þingkosninga og drottningin hóf að greiða skatta af persónu- legum eigum sínum árið 1993 að eigin ósk. Við völd í 64 ár ELÍSABET ENGLANDSDROTTNING fæddist árið 1926 og fagnaði 90 ára afmæli sínu 21. apríl síðastliðinn. Elísabet hefur setið lengst allra þjóðhöfð- inga Breta á valdastóli en langamma hennar, Viktoría drottning, átti lengi metið. Til samanburðar má geta þess að 12 Bandaríkjaforsetar hafa setið á valdastóli meðan Elísabet hefur gegnt embætti sínu, allt frá Eisenhower til Obama. Elísabet giftist Philip Mountbatten, Filippusi prinsi og hertoga af Ed- inborg, árið 1942. Þau eru bæði afkomendur Kristjáns 9. Danakonungs og Viktoríu Englandsdrottningar. Hún tók svo við krúnunni 26 ára gömul. Elísabet var í opinberri heimsókn í Kenía ásamt manni sínum árið 1952 þegar hún varð að fara heim og taka við krúnunni eftir að faðir hennar lést. Hann var dáður konungur og hafði leitt Breta í gegnum seinni heimsstyrjöldina. Þeim Bretum fer fækkandi sem muna annan á konungsstóli en Elísabetu. Hún hefur átt farsælan feril í þau 64 ár sem hún hefur verið við völd. Konungsfjölskyldan dvelur löngum í Wind- sor-kastala sem er eitt opinberra heimila fjöl- skyldunnar og stærsti kastali í heimi sem er í notkun. Árið 1992 kom upp mikill eldur í kast- alanum og var hann opnaður aftur 1997 eftir miklar umbætur. Elísabet hefur þótt sýna mikla yfirvegun frá fyrstu tíð í embætti en var þó gagnrýnd harðlega þegar Díana prinsessa lést árið 1997. Hún lá þá undir ásökunum um að hafa staðið á móti því að Díana fengi konunglega útför. Elísabet þótti sýna tilslökun þegar Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles giftu sig í Windsor-kastala árið 2005 en Camilla var ástkona Karls til margra ára. Drottningin nýtur vinsælda í heimalandi sínu og hún hefur alltaf þótt afar alþýðleg. Henni er eignaður sá siður að ganga meðal fólksins og heilsa og spjalla, sem margir þjóðhöfðingjar hafa síðar hermt eftir. Elísabet er sögð hafa gert þetta fyrst árið 1970 þegar hún heimsótti nýlenduþjóðir Breta. Þá vildi hún komast nær fólkinu og tala við það þegar hún var í opinberum heim- sóknum, í stað þess að standa í fjarlægð og veifa. Drottning fólksins AFP ’Þeim Bretumfer fækkandisem muna ann-an á konungs- stóli en Elísa- betu. Hún hefur átt farsælan feril í 64 ár. Elísabet Bretlandsdrottning og Filippus prins með Obama-hjónunum. Drottning fólksins fékk mikið af blómum á níræðis- afmælinu á dögunum. AFP AFP ÆTTIN Elísabet er dóttir Georgs VI. (1875–1952), sem varð konungur breska heimsveldisins og keisari Indlands 1936, en hann tók við af Ját- varði bróður sínum, sem afsalaði sér konungdómi til að geta kvænst unnustu sinni, sem var fráskilin. Eiginkona Georgs var Elísabet Bowes- Lyon, en hún taldist til almúgafólks samkvæmt reglum hirðarinnar. Georg og Elísabet eignuðust tvær dætur, Elísabetu og Margréti (1930– 2000). Elísabet og Filippus prins eiga fjögur börn: Karl prins af Wales, Önnu prinsessu, Andrew prins, hertoga af York, og Játvarð prins, jarl af Wessex. Elísabet á átta barnabörn og fimm barnabarnabörn. AFP/Annie Liebowitz Fjölskyldan mikilvæg Drottningin með tveimur yngstu barna- börnum sínum og fimm barnabarnabörnum. Elísabet klæðist oft skærum litum. Hand- taska, hattur og brjóst- næla eru jafnan hluti af dressinu. Drottningin er víst ekki óvön því að staðinn sé heiðurs- vörður þar sem hún kemur. AFP Skin og skúrir eins og hjá öðrum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Allt lín fyrir: Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb Rúmföt og lök Handklæði Sængur og koddar Sloppar og inniskór

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.