Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
A
ron Einar Gunnarsson segist
aldrei hafa fengið neitt „gefins“
í lífinu heldur þurft að hafa fyrir
öllu, segist ungur hafa þurft að
bera mikla ábyrgð og það hafi
gert hann að þeim leiðtoga sem hann er í dag.
Landsliðsfyrirliðinn er kominn heim ásamt
unnustu sinni, Kristbjörgu Jónasdóttur, og
ungum syni þeirra, Óliver Breka Malmquist
Aronssyni. Keppnistímabilið var Aroni ekki
sérlega gjöfult með Cardiff í Championship-
deildinni á Englandi, þeirri næstefstu þar í
landi, en hugurinn er ekki lengur þar. Loka-
undirbúningur landsliðsins fyrir Evrópu-
keppnina í Frakklandi er hafinn: ævintýrið
nálgast óðfluga.
„Ég held að maður muni ekki gera sér grein
fyrir því hversu stórt ævintýri þetta verður,
fyrr en á staðinn verður komið. Við höfum tek-
ið þátt í ýmsum mótum en ég er viss um að
þetta verður ekki í líkingu við neitt sem við
höfum gert áður. Umtalið um keppnina er
mikið og öryggisgæslan verður svakaleg, ekki
síst vegna hörmunganna í Frakklandi fyrir
nokkrum mánuðum,“ sagði Aron Einar þegar
hann settist niður með blaðamanni Sunnu-
dagsblaðs Morgunblaðsins um síðustu helgi á
heimili foreldra sinna á Akureyri.
Þeir skutust saman norður feðgarnir, Aron
og Óliver Breki, sem er nýorðinn eins árs. Ar-
on var ræðumaður á herrakvöldi síns gamla
íþróttafélags, Þórs, en sá stutti eyddi kvöldinu
í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni, Jónu Arnórs-
dóttur.
Óliver Breki er kraftmikill og hljóp um grasi
gróna baklóðina ásamt frænda sínum, örlítið
eldri. „Hann er mjög kraftmikill, alveg eins
eins og pabbi hans var. Aron stoppaði aldrei,“
segir Jóna og glottir. Afinn, Gunnar Malm-
quist Gunnarsson, sjálfur öflugur hand-
boltamaður í eina tíð, heyrir þetta og hlær þar
sem hann situr við sjónvarpið inni í stofu og
horfir á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á
milli Manchester United og Crystal Palace.
Aron, sem varð 27 ára 22. apríl, hlakkar
mikið til lokakeppni Evrópumóts landsliða í
Frakklandi sem hefst eftir eftir rúmlega hálf-
an mánuð. Fyrsta formlega embættisverk
hans á þeim vettvangi verður að heilsa fyrir-
liða Portúgals, Cristiano Ronaldo, með handa-
bandi fyrir viðureign þjóðanna í Saint-Etienne
þriðjudaginn 14. júní.
Fyrirliðinn er ekki einn um það að hlakka
til. „Maður finnur mjög fyrir auknum áhuga
Íslendinga. Mér finnst eins og allir sem ég tala
við séu að fara á einn leik í Frakklandi, jafnvel
tvo. Það er gífurlega gaman að sjá hve mikill
áhugi er fyrir mótinu á Íslandi. Fótbolti hefur
alltaf verið okkur Íslendingum mikilvægur, við
horfum mikið á ensku deildina og það að eiga
lið á stórmóti yfir sumartímann er ótrúleg
veisla. Og það er mikill heiður fyrir okkur leik-
mennina að fá að taka þátt fyrir hönd þjóð-
arinnar. Við höfum þurft að leggja ýmislegt á
okkur til að komast á EM og ég held reyndar
að það hafi bara verið tímaspursmál hvenær
það gerðist.“
Vinskapur og samstaða
Fyrirliðinn er á þeirri skoðun að það sé ekki
tilviljun að nákvæmlega þessi hópur náði að
brjóta ísinn.
„Nei, alls ekki. Ég er oft spurður hvers
vegna þessi hópur komst á stórmót en ekki
einhver annar. Margir tala um gervigrasvell-
ina og fótboltahúsin en við erum ekki allir aldir
upp við þær aðstæður hér heima. Fólk gerir
sér kannski ekki grein fyrir því hvaðan menn
koma; sumir fóru mjög ungir út, aðrir voru
heima lengur, en fyrst og fremst er þetta bara
hópur sem veit hvað þarf að gera til að vinna
leiki, eins og sást vel í undankeppninni. Það
sem einkennir okkur sem lið er hve allir berj-
ast vel hver fyrir annan. Ísland hefur alltaf átt
mjög kraftmikla leikmenn í landsliðinu, eins
og Hermann [Hreiðarsson], Heiðar Helguson
og Grétar Rafn [Steinsson] þegar ég var að
byrja. Ég horfði upp til þessara stráka sem all-
ir voru gallharðir, við erum enn með kraft-
mikla menn en líka mjög tekníska; blandan er
því mjög góð og það hefur skilað okkur þangað
sem við erum komnir. Ég held einfaldlega að
Alltaf
verið
leiðtogi
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðs-
ins í fótbolta, hefur alltaf verið harðjaxl.
Grét sig þó oft í svefn á kvöldin eftir að
hann flutti ungur til Hollands og hóf störf
sem leikmaður AZ Alkmar. Saknaði
heimahaganna en uppörvandi orð Jónu
móður hans í símtölum stöppuðu stálinu í
fótboltamanninn unga.
Texti og ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í fótbolta bíður
spenntur eftir Evrópukeppninni í Frakklandi eins og margir
landar hans. Aron er kominn heim og æfir með samherj-
unum en gaf sér tíma til að skjótast í heimsókn til foreldra
sinna á Akureyri fyrir viku. Það var hressandi að hitta þennan mikla
keppnismann að vanda, nú á heimili Jónu og Gunna Mall.