Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 17
hafi eflt mig sem persónu og leikmann og ákvað strax að gera aðeins meira en áður til þess að komast út. Áttaði mig á því að þetta var það sem ég vildi og lagði því meira á mig en áður. Svo einfalt var það. Ég var mættur út á sparkvöll eftir heimavinnu, fór svo á æfingu og á eftir hér heima gerði ég magaæfingar, armbeygjur og lyfti fullri skúringafötu sem ég var búinn að útbúa, þangað til ég var úrvinda og fór upp í rúm. Allir dagar voru eins. Þarna var hugurinn strax kominn út þótt ég hafi ver- ið ungur. En ég hefði ekki verið tilbúinn að fara út 14 eða 15 ára.“ Aron fór fyrst til AZ Alkmar í Hollandi, þar sem hann var í tvö ár. „Ég fékk oft mikla heimþrá þá. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ég hefði verið einn úti 14 ára. Í Hollandi bjó ég hjá fjölskyldu sem lifði fyrir klúbbinn, virki- lega almennilegu fólki, og átti þar mitt eigið herbergi. Fyrsta mánuðinn var ég reyndar á hóteli og grét mig þá oft í svefn því ég var ein- mana; var einn, skildi ekki tungumálið og fannst ég hálfpartinn einn í heiminum. Velti því fyrir mér hvað ég væri eiginlega að gera þarna. Þá var gott að eiga fjölskyldu sem stendur við bakið á manni. Sérstaklega voru símtölin við mömmu góð á þessum tíma þegar ég var að gefast upp. Hún nefndi oft það sama: Hvað með strákana sem dreymir um að vera í sömu stöðu og þú? Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppinn ég var í raun. En þarna greip ég tækifærið báðum höndum og hef ekki litið til baka eftir það.“ Aron fór út 17 ára en var fljótlega orðinn fyrirliði liðs 19 ára og yngri. „Ég braust fljót- lega inn í varaliðið og æfði með aðalliðinu árið eftir. Ég náði þó aldrei að festa mig þar í sessi enda liðið frábært á þeim tíma. Louis van Gaal var þjálfari, Grétar Rafn var í liðinu og nokkr- ir flottir hollenskir landsliðsmenn. Þarna voru miklir peningar í spilinu og alveg skiljanlegt að erfitt væri fyrir unga leikmenn að komast inn.“ Aron ákvað að einbeita sér vel þegar hann fór heim til Íslands og tók þátt í öðrum A- landsleik sínum. Upptaka af honum rataði til margra félaga í útlandinu stóra og það varð til þess að Coventry, sem lék í næstefstu deild á Englandi, keypti hann frá AZ. Þá var Aron orðinn 19 ára og úr varð að Jóna móðir hans flutti með honum til Eng- lands. „Ég þénaði meira og gat haldið okkur báðum uppi. Það hjálpaði mér mjög mikið að hafa mömmu hjá mér til að elda og sjá um að halda mér á jörðinni. Pressan var orðin miklu meiri; áhorfendur á leikjum allt í einu orðnir 23.000 í staðinn fyrir 200 á varaliðsleikjunum í Hollandi. Með mömmu á staðnum var ég alltaf næstum því „heima“ og hún hafði mjög gaman af þessu. Var alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“ Aron ákvað snemma á ferlinum að taka ekki of stór stökk í einu. „Þegar ég fór frá Cov- entry hefði ég til dæmis getað farið í úrvals- deildina. Fundaði með Roy Hodgson [núver- andi landsliðsþjálfara Englands] sem þá var þjálfari West Bromwich Albion og hafði mik- inn áhuga á að fara þangað en ég vissi að hann gat ekki lofað mér sæti í byrjunarliðinu því lið- ið var gott á þessum tíma. Ég var hugsaður fyrir framtíðina en vildi fá að spila sem mest og valdi því að fara til Cardiff og held að það hafi verið rétt skref. Eftir fimm ár í Cham- pionship-deildinni komumst við svo upp í Úr- valsdeild en vorum þar því miður bara í einn vetur sem var allt of stutt stopp. Þegar maður er búinn að leggja mikið á sig er erfitt að taka því að falla niður um deild.“ Erfiður vetur Aron Einar átti í ákveðnum erfiðleikum í vetur og lék mun minna en hann vonaðist til. „Ég meiddist á undirbúningstímabilinu og kom mér seint í gírinn. Þegar þjálfarinn er bú- inn að velja lið og því gengur vel er erfitt að komast að. Um mitt keppnistímabil komst ég inn og spilaði eina 12 leiki í röð en veiktist þá og missti af leik sem við unnum á móti góðu liði og átti aftur erfitt með að komast í liðið eftir það. Svo meiddist ég á ökkla undir lok tímabilsins. Það var mjög svekkjandi en dreg- ur ekkert úr sjálfstraustinu – það hefur alltaf verið fyrir hendi.“ Hann segir Evrópukeppnina stóran sýningarglugga og aldrei að vita hvað gerist að henni lokinni. „Ég á tvö ár eftir af samningi við Cardiff en sest niður eftir EM og skoða mín mál og hvort Cardiff muni styrkja sig með góðum leikmönnum og líkurnar aukist þannig á því að við komumst aftur upp. Það er ekkert leyndarmál að ég stefni á að komast í stærra lið og þótt ég hafi lítið spilað í vetur gleymist það fljótt ef ég stend mig vel á EM.“ Aron segir að koma verði í ljós hvort það hái honum að hafa lítið leikið í vetur. „Ef ég hefði spilað alla leikina væri ég kannski þreyttur, ef ég hefði ekkert spilað gæti ég verið í litlu leikformi, ef ég væri meiddur gæti ég ekkert gert. Eina leiðin fyrir mig er að hugsa sem svo að ég hafi fengið góða hvíld til að taka almennilega á því í sumar. Maður breytir engu eftir á.“ Aron hefur ekki gert upp við sig hvað hann tekst á hendur eftir að keppnisskórnir fara á hilluna enda vonandi mörg ár þangað til. Telur þó fullvíst að fjölskyldan setjist að á Íslandi, jafnvel á Akureyri. Hann nam einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri áður en hann hélt utan og hefur síðan lokið tveimur árum í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég ætla að ljúka stúdentsprófi - einhvern tímann,“ segir hann. Þá er Aron kominn með B - gráðu UEFA, Knattspyrnusambands Evr- ópu, í þjálfun en fullyrðir ekki hvort hann muni einhvern tíma snúa sér að henni. Loka- spurningin er borin upp að beiðni konu á rit- stjórninni! Ætlar hann að skarta skegginu í hitanum í Frakklandi? „Já, að minnsta kosti í fyrsta leiknum, svo sé ég til...“ Aron Einar fagnar Gylfa Sigurðssyni eftir glæsilegt mark hans gegn Hollendingum í Laugardalnum. Morgunblaðið/Golli 29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearingTM. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta Einstök tækni – frábær hljómgæði Prófaðu þessi heyrnartæki í 7 daga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.