Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Side 18
FRÉTTASKÝRING 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 T ímarnir hafa breyst frá því að kalda stríðinu lauk, allt virtist ætla að falla í ljúfa löð milli austurs og vest- urs og hugtakið endalok sögunnar komst í umferð. Talað var um ágóða friðarins, að nú mætti draga úr framlögum til varnarmála. Á 25 árum fækkaði til dæmis her- mönnum í Þýskalandi úr hálfri milljón í 177 þús- und. Á síðustu misserum hefur það snúist við og víða fara þau vaxandi. Í fyrra voru útgjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu hækkuð um 21,7% í Póllandi og 31,9% í Litháen. Þegar leið- togar ríkja Atlantshafsbandalagsins setjast nið- ur í Varsjá í júlí verða aukin framlög til varn- armála og ógnir í austri og suðri efst á baugi. Segja Rússa vilja veikja samstöðu Pólskir ráðamenn hafa mikinn fyrirvara gagn- vart Rússum og telja að þeir reyni með öllum ráðum að grafa undan samstöðu Vesturlanda og veikja varnir þeirra. Tala megi um bland- aðan stríðsrekstur eða hernað á mörgum víg- stöðvum, allt frá hernámi Krímskaga til lítilla grænna manna í austurhluta Úkraínu, ögrandi heræfinga, netárása og útsmogins áróðurs. Rússar halda umfangsmiklar heræfingar þar sem sett eru á svið átök við vestrið. Þá hafa þeir eflt hernaðarviðbúnað á yfirráðasvæði sínu í Kaliníngrad á milli Póllands og Litháens og komið þar fyrir færanlegum, skammdrægum Iskander-flaugum, sem geta borið kjarnaodda. Gestgjafarnir leggja mikla áherslu á leiðtoga- fundinn í júlí og vilja hafa áhrif á útkomuna. „Fyrir okkur er þetta mikilvægur viðburður,“ sagði Beata Szydło, forsætisráðherra Póllands, á hádegisverðarfundi með blaðamönnum frá nokkrum aðildarríkjum NATO fyrir rúmri viku um hinn fyrirhugaða leiðtogafund. „Pólverjar nálgast spurningar um öryggismál af skynsemi. Við gerum okkur grein fyrir þörfinni á skyn- semi og samstarfi, en viljum tryggja að okkar áhyggjur séu einnig teknar til greina.“ Þessar áhyggjur koma skýrt fram í máli pólskra ráðamanna. Antoni Macierewicz, varn- armálaráðherra Póllands, sagði á sama fundi að Atlantshafsbandalagið ætti að leggja jafna áherslu á öryggi allra, burtséð frá því úr hvaða átt einstök aðildarríki teldu sér ógnað. Ekki fór á milli mála að í hans augum er ógnin úr austri alvarlegust og framferði Rússa í Úkraínu sýni við hvað Atlantshafsbandalagið eigi að etja. „Í fyrsta skipti síðan 1945 hefur hluti erlends ríkis í Evrópu verið tekinn hernámi,“ sagði hann. Macierewicz sagði að Rússar beittu stöð- ugum ögrunum og bætti við að hann hefði á leiðinni á fundinn verið upplýstur um að rúss- nesk herþota hefði flogið í veg fyrir og ógnað bandarískri og sænskri herþotu yfir Eystrasalti um 40 sjómílur frá bænum Klaipeda í Litháen. (Sænska varnarmálaráðuneytið staðfesti þetta en sagði að atvikið hefði ekki verið alvarlegt. Þetta gerðist 10. maí.) „Við sjáum þessa ágengni á hverjum degi,“ sagði varnarmálaráðherrann. „Hvers vegna Varað við ógninni af Rússum Friðartónn áranna eftir fall járntjaldsins er horfinn og andar köldu milli austurs og vesturs. Í Póllandi eru vaxandi áhyggjur af ógninni af Rússum og vilja pólsk stjórnvöld að tekið verði tillit til þess þegar leiðtogar NATO koma saman í Varsjá í byrjun júlí. Karl Blöndal kbl@mbl.is Beata Szydło, forsætisráðherra Póllands, og Witold Waszczykowski utanríkisráðherra heilsast í upphafi fundar með blaðamönnum frá Atlantshafsbandalagsríkjum í forsætisráðuneytinu í Varsjá. Morgunblaðið/kbl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.