Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 21
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Hrafnhildur Lúthersdóttir er
íslensk landsliðskona í sundi úr
Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Hún er fyrsti íslenski ófatlaði
sundmaðurinn til að stíga á
verðlaunapall á Evrópumeist-
aramóti í 50 m laug en hún
vann tvenn silfurverðlaun á EM í
sundi um síðustu helgi: Fyrir 50
metra og 100 metra bringu-
sund og bronsverðlaun í 200
metra bringusundi.
Hrafnhildur bætti Íslands-
metin í öllum þessum greinum
um helgina en fyrri met átti hún
sjálf en hún hefur margoft sett
Íslandsmet bæði í 25 og 50
metra laug og á 10 Íslandsmet í
25 metra laug og 5 Íslandsmet í
50 metra laug. Þá á hún 18
Hafnarfjarðarmet.
Hrafnhildur varð í fyrra fyrsta
íslenska sundkonan til að kom-
ast í úrslit á Heimsmeist-
aramóti í sundi og varð hún í 6.
sæti í 100 metra bringusundi á
því móti.
Hrafnhildur keppir á Ólymp-
íuleikunum í Ríó í sumar en hún
keppti einnig á síðustu leikum, í
London 2012.
Hrafnhildur hefur nokkrum
sinnum verið valin íþróttakona
Hafnarfjarðar og verið valin
sundkona ársins af Sund-
sambandi Íslands.
tilhlökkun en stress fyrir sundið.
Hugsanir mínar snúast um það að ég
sé búin að gera allt sem ég geti gert
og það sé engu hægt að breyta nema
bara synda og sjá hvað gerist.“
Notaðirðu einhverjar sérstakar
aðferðir til að breyta hugarfarinu
hvað þetta varðar?
„Skólinn í Flórída er með heilan
her af íþróttasálfræðingum og fag-
fólki til að aðstoða okkur íþrótta-
fólkið og ég hef nýtt mér það eins
mikið og ég get. Það hefur hjálpað
mér mjög mikið að geta alltaf gengið
að einhverjum vísum til að ræða við
um það sem mig langar til að ræða
hverju sinni og það þarf ekki einu
sinni að vera neitt alvarlegt eða
tengjast sundinu og samtalið þarf
ekki að vera tilkomið af því að það sé
eitthvað að. Í þessum samræðum fór
ég meðal annars að meðtaka það að
það er enginn heimsendir þótt það
gangi ekki vel – það er líka hluti af
leiknum. Það varð til þess að ég fór
að slaka meira á.“
Hvað hugsaðirðu síðustu mínút-
urnar áður en þú fórst af stað í vinn-
ingssundin um síðustu helgi?
„Ég virðist hafa náð að fara í ein-
hverja leiðslu og hætti að heyra í um-
hverfinu. Margir sögðu mér að þeir
hefðu verið að öskra á mig og hvetja
mig áfram en ég bara heyrði það
ekki. Ég heyrði heldur ekkert í kall-
kerfinu þegar þeir lásu nafnið mitt
upp. Ég held ég hafi verið of einbeitt
til að heyra nokkuð, var bara að
peppa sjálfa mig.“
Ertu haldin einhverri hjátrú – er
eitthvað sem þú gerir alltaf fyrir
sundin?
„Ég er þannig að ef ég borða ein-
hvern ákveðinn morgunmat fyrsta
daginn verð ég að borða eins
morgunmat allt mótið. Fyrsta
morguninn borðaði ég hálfgerðan
breskan morgunmat; hrærð egg,
pylsu og ristað brauð með jarðar-
berjasultu ásamt jarðarberjajógúrt.
Út mótið var þetta alltaf morgun-
maturinn nema að ég gat ekki gengið
að jarðarberjasultu og -jógúrt vísri.
Ég fór bak við í öngum mínum og
bað þá um að reyna að finna jarðar-
berjasultu og endaði einu sinni á því
að fá mér vanillujógúrt og leið hálf-
illa með það. Ég geri líka alltaf sömu
upphitunaræfingarnar og ef ég
gleymi einni ákveðinni teygjuæfingu
verð ég stressuð!“
Aldrei komin seinna
í rúmið en 10
Hrafnhildur er með þétta dagskrá og
slær hvergi slöku við þrátt fyrir af-
rek síðustu helgar. Nú um helgina
keppir hún í Noregi ásamt Eygló
Ósk Gústafsdóttur og yfirtaka æf-
ingar fyrir Ríó alla dagskrá sumars-
ins. Áfram heldur því rútínan að
vakna, borða, synda og sofa. Og sofa
vel, því að svefninn er mikið atriði til
að halda dampi og Hrafnhildur er
helst aldrei komin í rúmið seinna en
10 og leggur sig líka yfir daginn milli
æfinga. Hún segir síðustu ár hafa
verið ævintýri líkust en það sé ekki
endilega endamarkið sem skipti öllu
máli heldur ferðalagið sjálft. „Þetta
er ekki endastöðin heldur leiðang-
urinn sem er mikilvægasti hlutinn.
Allt þetta sem maður upplifir á leið-
inni til að geta búið til þessa stóru
stund. Það er svo margt sem ég hef
fengið að upplifa og er því svo þakk-
lát; að fá að ferðast til allra þessara
landa og hitta nýtt fólk. Stundum sér
maður ekki mikið meira en flugvöll-
inn og svo hótelið og sundlaugina en
það er samt alltaf eitthvað nýtt að
upplifa.“Morgunblaðið/Ófeigur
Keppnismanneskjan í
Hrafnhildi Lúthersdóttur
kom snemma í ljós og reyndi
hún meira að segja að stinga
fjölskylduna af í göngutúrum
þegar hún var yngri.
’ Ég varaði hann við áður en við fórum aðvera saman – að ef hann vildi fara út íþetta væri sundið yfirgnæfandi þáttur í lífimínu. Ég væri alltaf að ferðast, að keppa og æfa
mikið og hann jánkaði bara og sagðist vera til.
Það kom snemma í ljós að Hrafnhildur yrði afburða sundkona.
Morgunblaðið/Eggert
Fátt eitt af afrekunum
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?