Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 26
Lambhagasalat eða spínat 1 lítil rauð paprika 1/3 agúrka 1 lítill rauður laukur kjúklingaafgangar Rífið Lambhagasalatið gróft niður en ef þið notið spínat þarf ekki að skera það. Skerið papriku, gúrku og rauðlauk gróft niður. Skerið kjúklingaafgangana niður í grófa 1-2 cm ten- inga. Blandið öllu saman. SÍTRÓNUDRESSING 3 msk. ólífuolía 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. hunang Blandið saman og hellið yfir salatið. Ferskt kjúklingasalat MATUR Settu 2 ½ dl. af vatni og 350 gr. af sykri í grunnan pott og sjóddu.Láttu kólna við stofuhita. Settu svo sykurblönduna í könnu ásamt 3 dl. sítrónusafa og 1 og ½ líter af vatni. Kældu og njóttu! Alvöru límonaði 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 Baguette fyllt með kjúklingi og eggjum Baguette-brauð afgangar af kjúkling og grænmeti tvö egg Takið meðalstórt baguette og skerið innan úr því „V“ og hreinsið úr því mesta hvíta deigið. Skerið niður af- gangana í litla bita og setjið í skál. Brjót- ið tvö egg út í og hrærið öllu vel saman. Setjið fyllinguna í baguette-brauðið með 2-3 ostasneiðum sem lagðar eru ofan á. Pakkið síðan brauðinu inn í ál- pappír og bakið í 25 mín. á 180 gráðum. DIJONDRESSING 2 msk. majones 1 tsk. dijon-sinnep 1 tsk hunang 1 tsk. hvítlauksedik Hrærið saman og berið fram með baguette-brauðinu. Kjúklinga-bringureru hollar og góðar ef rétt eldaðar og ekki er verra að fylla þær með beikonosti og sveppum. Það sýnir Óskar okkur í þátt- unum Korter í kvöldmat sem sýndir eru á mbl.is. Með þessu býr hann til steikt hvít- kál og brokkólí. Gott er að elda ríflega og eiga afgang til að spara sér tíma og peninga daginn eftir en hægt er að búa til ljúffenga rétti úr afgöngunum. Óskar kemur með tvær tillögur að réttum og munu börnin ekki kvarta yfir þessum mál- tíðum. Hann býr til girnilegt kjúklingasalat og frábæra kjúklingaloku. Safaríkur kvöldmatur ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM Setjið kálið á heita pönnu með ólífuolíu og þegar það er aðeins byrjað að linast er hunangi, hvít- víns- eða eplaediki og dijon-sinnepi bætt á pönnuna og öllu hrært vel saman. Setjið ½ dl af vatni út á kál- ið. Brokkólíið er skorið í litla bita og sett í sjóðandi vatn með smá salti og soðið í 3-4 mínútur. Takið kjúklinginn út og berið fram með hvítkáls-„pasta“ og brokkólí. 4 kjúklingabringur 250 gr. sveppir lítill brokkólíhaus ½ hvítkálshaus 1 hvítlauksgeiri 3 msk. beikonsmurostur 1-2 msk. dijon-sinnep 2 msk. hunang 1 msk. hvítvíns- eða epla- edik ólífuolía salt og pipar paprikuduft Byrjið á að skera djúpar rákir í kjúklinginn en þó ekki í gegn. Skerið sveppina smátt og steikið á pönnu í ólífuolíu í 2-3 mínútur. Þá er eitt hvítlauksrif rifið út á pönn- una og sveppirnir kryddaðir með pipar og örlitlu salti. Þegar svepp- irnir eru orðnir brúnir eru þrjár ríflegar matskeiðar af ostinum settar út á pönnuna og öllu bland- að vel saman. Setjið um ½ msk. af fyllingu í hverja rák. Piprið og kryddið með paprikudfti. Setjið svo kjúklinginn inn í ofn við 180 °C í 15-20 mínútur. MEÐLÆTI Skerið kjarnann úr hvítkálinu og hendið. Skerið svo kálið í þunnar ræmur eða rífið í matvinnsluvél. Ostafylltar kjúklingabringur með hvítkáls-„pasta“ Óskar Finnsson heldur áfram að töfra fram einfalda og fljótlega rétti sem öll fjöl- skyldan mun borða með bestu lyst. Í þetta sinn fáum við safa- ríkan kjúkling með sveppafyllingu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Þú færð öll hráefnin úr þáttunum hjá okkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.