Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 34
FERÐALÖG Heimasíðan mylittlenomads.com er frábær fyrirbarnafjölskyldur. Þar má meðal annars finna lista yfir
barnvænar baðstrandir, barnvæn söfn og áfangastaði.
Ferðast með börnum
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
ÞÚ ERT LÍKLEGRI
TIL AÐ GRÍPA INNÍ
EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU
Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN
Sjá útsölustaði á www.heggis.is
SILKIMJÚKAR
hendur
Sænska Scandic-hótelkeðjan rekur hótel í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og
Finnlandi sem eru sérstaklega miðuð að þörfum barna. Þannig eru frábær leik-
herbergi á hótelunum með leikföngum og föndurdóti, fótboltaspil á göng-
unum, stór og góð fjölskylduherbergi og hægt er að panta sérstök unglinga-
herbergi sem eru við hliðina á herbergi foreldranna. Barnamatseðlarnir eru
úthugsaðir og öll börn fá sérstaka gjöf þegar þau koma.
Einn vinsælasti skemmtigarður Bretlands, Chessington, er stór og skemmti-
legur tívólí- og dýragarður og þar að auki er í garðinum vinsælt og eftir-
minnilegt hótel fyrir fjölskyldur. Eftir langan dag í garðinum er mjög gott að
geta gist í umhverfi sem er sérbúið til að þóknast börnum og hægt er að velja
milli mismunandi þema; vera í safaríherbergi eða fjársjóðsleitarherbergi til
dæmis.
Ef þið eruð á ferðalagi í Svíþjóð og
langar að eyða einni nótt á farfugla-
heimili sem mun gera börn hugfangin
má mæla með Jumbo Jet farfugla-
heimilinu í Stokkhólmi. Þar hefur
stór Boeing 747-200 flugvél verið
útbúin sem farfuglaheimili. Að gista í
flugstjórnarklefanum þykir til dæmis
mikið ævintýri.
Hótelkeðjan Kinderhotels Europa rekur hótel víða í Evrópu sem miðuð eru
að þörfum barna. Eitt slíkt, Kinderhotel Oberjoch, er að finna í Alpaþorp-
inu Allgäu. Bæði innandyra og úti eru ævintýralegar sundlaugar, hægt er að fara
í keilu, go-cart, bíósalur er á hótelinu og fjöldinn allur af leikherbergjum. Úti
við er nóg af leiktækjum og hoppuköstulum og mikið af fallegum gönguleiðum
í Alpanáttúrunni.
Fólki með ung börn sem langar að dvelja í rólegu fjölskylduvænu umhverfi án
mikils áreitis má benda á dásamlegan gististað í Arezzo sem er nýlega uppgerð
gömul mylla en eigandinn býr einnig á staðnum. Í garðinum er trjáhýsi og
heillandi leikumhverfi sem þó er með rólegt yfirbragð. Fullkominn staður til
slökunar. Gististaðurinn heitir einfaldlega Tuscan Mill eða il Molino.
Í Bandaríkjunum er að finna
ótrúleg hótel ætluð barna-
fólki, litríka ævintýraheima
með leiktækjum og ekki síst í
Orlando. Fyrir utan fjölmörg
hótel í Disney-garðinum
sjálfum og Universal Or-
lando-skemmtigarðinum eru
óteljandi hótel sem líkjast
ævintýraheimum fyrir börn,
enda Orlando nánast sér-
hannað fyrir fjölskyldufrí. Eitt
af þeim er Marriott́s
Harbour Lake sem er um-
lukið töfrum og vatnaver-
öldin í kringum hótelið er
ótrúleg, sérstaklega er sjó-
ræningjalaugin vinsæl og
minigolfvöllurinn.
Í Andalúsíu er dásamlegt hótel, Hotel dos Mares, nr Tarifa. Marokkóskt
þema svífur yfir vötnum enda má sjá ljósin frá Marokkó á kvöldin. Yngri börn
dunda sér á ströndinni, fallegu garð- og laugarsvæði meðan þau sem eru að-
eins eldri hafa endalaust við að vera í tennis, seglbrettum og komast meira að
segja í útreiðartúra. Frábærar fjölskyldusvítur er að finna á hótelinu.
Hótel að
hætti barna
Um víða veröld er að finna hótel sem
eru sérstaklega miðuð að þörfum
barna og unglinga sem vert er að
hafa í huga þegar næsta frí er bókað.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is