Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 37
stað, en til þess þarf ekki heila stofnun. Það sem fjöl- miðlar hafa helst orðið varir við af störfum nefndar- innar er skrifræði og afskiptasemi um ritstjórnar- stefnu. Sú afskiptasemi kemur til að mynda fram í því að nefndin hefur kallað eftir, í krafti lagaheimildar, jafn ótrúlegt og það er í frjálsu samfélagi, upplýsingum um ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Ekki er nóg með það, heldur hefur hún leyft sér að birta á vef sínum þá at- hugasemd við reglur Árvakurs um ritstjórnarlegt sjálfstæði, sem eru að fullu í samræmi við lög, að reglurnar séu „ekki staðfestar af fjölmiðlanefnd“. Starfsemi fjölmiðla Árvakurs nýtur því ekki vel- þóknunar þessarar ríkisstofnunar, en af þeirri afskiptasemi af frjálsum fjölmiðli sem í þessu felst hafa þingmennirnir sem í umræðunum tóku ekki áhyggjur. Þeir mættu þó hafa í huga að frelsið tapast sjaldnast allt í einu, eins og áður hefur verið bent á, heldur hverfur það smám saman með auknu valdboði uns lítið eða ekkert er eftir ef menn gá ekki að sér. Vinstristjórnin sem setti fyrrgreind lög fór frá en sú sem tók við hefur ekki fellt þau úr gildi þrátt fyrir að þau gangi þvert á eðlileg sjónarmið um frelsi í fjöl- miðlun. Næsta vinstristjórn getur því haldið áfram þar sem frá var horfið og skorið eina sneið enn af frelsi fjölmiðla. Af þessu ættu þingmenn að hafa áhyggjur fremur en því hvort Ríkisútvarpið, með allt sitt forskot, missi mögulega spón úr aski sínum. Þeir sem eru á móti skrifi líka undir Umræður þingmannanna um eignarhald á fjöl- miðlum voru álíka ótrúverðugar og áhyggjur þeirra af ritstjórnarlegu sjálfstæði. Í umræðunum stigu í ræðustól menn sem höfðu sig mjög í frammi í barátt- unni gegn því að sett yrðu lög um eignahald á fjöl- miðlum fyrir tólf árum. Róbert Marshall, sem þá var starfsmaður þess sem nú heitir 365 og formaður Blaðamannafélagsins, mis- notaði þá stöðu sína til að senda dæmalaust bréf vegna undirskriftasöfnunar gegn þeim lögum sem ríkisstjórnin vildi setja um eignahald á fjölmiðlum. Í bréfinu sendi hann þessa hvatningu: „ Sendið tölvu- póst á ALLA sem þið þekkið, hringið í fjarskylda ætt- ingja úti á landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár. Nú er tíminn til endurnýja kynnin. Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is Sé fólk fylgjandi frum- varpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem per- sónulegan greiða við ykkur. Mætið í vinnuna á morg- un og á sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum.“ Þetta voru vinnubrögðin í því máli, að djöflast og véla jafnvel þá sem voru ósammála til að skrifa undir mótmælin. Ekki þarf að koma á óvart að undirskriftalistinn þoldi aldrei dagsins ljós, enda eins ótrúverðugur og hægt er. Með miklum ólíkindum er að slíkur maður sé enn að tjá sig um málefni fjölmiðla. Annar sem á óvart kemur að telji enn að hann eigi mikið erindi í umræð- ur um eignarhald fjölmiðla er Össur Skarphéðinsson, sem á útrásartímanum, þegar ástæða var að reyna að hemja samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla, sagði sem formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn væri á móti lögunum um eignarhald fjölmiðla og leiddi síðan málþóf á þingi. Fyrrgreind lög um eignarhald fjölmiðla hefðu get- að hjálpað og dregið úr einsleitri umræðu á útrásar- tímanum á árunum fyrir bankahrunið og ef til vill dregið úr því tjóni sem varð, en þeim var hafnað. Ekki er sannfærandi þegar flokkar og fólk sem „djöfluðust“ gegn þeirri viðleitni koma nú fram og þykjast vilja setja lög um eignarhald fjölmiðla. Skapa þarf betra rekstrarumhverfi Eins og áður segir standa frjálsir fjölmiðlar, hér sem erlendis, í ströngu við að finna leiðir til að tryggja rekstur sinn til framtíðar. Af þessu mættu þingmenn hafa áhyggjur, en ef marka má umræður á þingi virð- ast þeir telja að nóg sé fyrir þjóðfélagsumræðuna hér á landi að Ríkisútvarpið hafi úr nægu að moða og starfsmenn þess, sem í raun ráða þeirri umræðu sem það heldur uppi þó að skattgreiðendur borgi brúsann, geti farið sínu fram. Nú á tímum eru engin rök fyrir því að ríkið reki fjölmiðil, allra síst eins umsvifamikinn og raun ber vitni hér á landi. Miklu nær væri fyrir ríkið að reyna að hafa umhverfi frjálsra fjölmiðla þannig að þeir geti ekki aðeins borið sig heldur blómstrað til að tryggja vandaðan og fjölbreyttan fréttaflutning og umræður um brýn mál þjóðarinnar. Þetta má helst gera með því að lækka skatta á fjölmiðla, ekki aðeins vegna þýðingar þeirra fyrir þjóðfélagið heldur einnig vegna þeirrar erfiðu samkeppni sem þeir búa við, bæði við ríkisfjölmiðilinn og við erlenda miðla af ýmsu tagi sem greiða enga skatta hér á landi. Þá ætti ríkið að hætta afskiptum af fjölmiðlum í gegnum sérstaka fjölmiðlanefnd ríkisins. Frjáls umræða í frjálsu sam- félagi á ekki að fara fram undir eftirliti ríkisins. Þvert á móti er eitt af hlutverkum fjölmiðla að hafa eftirlit með ríkisvaldinu og veita því aðhald. Morgunblaðið/Árni Sæberg 29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.