Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 40
LESBÓK Sýningin Með kveðju verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15 í MyndasalÞjóðminjasafnsins. Á henni eru póstkort úr safneign frá árinu 1898 til
dagsins í dag sem veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum.
Elstu póstkortin frá árinu 1898
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
Sýning Söru í Gerðarsafni ber franska tit-ilinn Flâneur sem á íslensku þýðir „flandr-ari“. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík og er á vef hátíðarinnar lýst sem
„sjálfsævisögulegu ferðalagi“ og að hún fjalli um
„leyndardómsfullt ástand listakonunnar þar sem
hún dvelji í stórborginni Lundúnum og sæki sér
langþráðan vinnufrið“. „Hún tekur upp ljóðrænt
háttalag flandrarans (flâneur) sem ferðast án
stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og
engu. Textaverk og klippimyndir mynda sögur,
augnablik, hugarvíl og uppreisn. Þetta tvinnar
Sara saman við talaða frásögn sem lýsir vandræð-
um, ævintýrum og sérviskulegu ástandi hennar á
þessu tímabili,“ segir í texta eftir sýningarstjór-
ann Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur.
„Ég fór út í lok júlí í fyrra og kom heim núna 1.
maí,“ segir Sara, spurð að því hvaða tímabil sé
þarna átt við. „Þetta er níu mánaða tímabil þar
sem ég var á níu mánaða listamannalaunum og
þessi verk eru nánast öll frá þeim tíma.“
Engin svör komin enn
Sara segist hafa farið að lesa í umhverfi sitt og
það sem var að gerast í kringum hana á þessum
tíma og þótt það allt saman mjög skrítið. „Þetta
var eitthvað svo stjórnlaust tímabil, það var eins
og ég réði því ekkert sjálf hvað ég væri að hugsa,
hvernig mér liði eða hvert ég færi. Ég var mjög
mikið ein og fór að spyrja sjálfa mig daglega
hvað ég væri að gera þarna, af hverju ég hefði
farið burt frá öllu sem ég elskaði og væri ein í
einni stærstu borg Evrópu. Hvað ég væri að
gera og hugsa, af hverju ég væri að þessu og ég
er ekki búin að fá nein svör ennþá,“ segir hún.
-Varstu í tilvistarkreppu?
„Kannski ekki beint tilvistarkreppu, ég get
ekki alveg sagt það því mér líður rosalega vel og
finn rafmagnaða stemningu innra með mér. Það
sem gerist er að ég fer allt í einu að skrifa, eitt af
verkunum á sýningunni er 10 bls. saga sem ég
skrifaði og hún tengir í raun saman verkin á sýn-
ingunni og útskýrir að miklu leyti þetta ástand
mitt; hvað verður til þess að ég fer, hvernig mér
líður og hvað ég er að gera. Alls konar hlutir
gerðust í London, það var alltaf verið að brjótast
inn í íbúðina sem ég bjó í og á endanum flutti ég.
Nokkrum dögum seinna er hurðinni sparkað
upp,“ segir Sara.
Langaði ekki að sofa
Sara segir að þó hún hafi mikið verið ein á gangi
um borgina hafi alltaf eitthvað verið að gerast.
„Þessi borg er þannig, hún er mögnuð, sefur
aldrei og það var rosalega erfitt fyrir mig. Stund-
um þegar ég var að fara í háttinn langaði mig
ekkert að sofa. Mig langaði að búa til hafragraut
og kaffi og byrja nýjan dag, sleppa nóttinni! Það
var svo spennandi að vera þarna og svo skrítið að
það var ekkert að gerast en þó allt að gerast.
Sýningin varð einhvern veginn til af sjálfri sér og
ég spurði sjálfa mig að því af hverju ég væri að
taka myndir t.d. af löggunni eða fingra-
farasérfræðingi sem kom þegar var brotist inn
hjá mér. Þannig að ég byrja mjög fljótlega að
skrásetja allt sem ég er að gera og vissi ekki að á
endanum yrði þetta sýningin, allar þessar ljós-
myndir og vídeó sem ég tek, textaverkin sem ég
bý til og sagan sem ég skrifa og les síðan upp
sjálf, sem er alveg nýr miðill fyrir mér. Ég hef
aldrei skrifað neitt áður sem hefur farið út op-
inberlega.“
-Þetta er mjög persónuleg saga, ekki satt?
„Jú, hún er það og ég er mjög stressuð því ég
heyri á fólki að því finnst spennandi að ég hafi
farið til London. Þegar ég var að fara spurðu
mig allir hvort ég væri að fara til Noregs af því
maðurinn minn var að fara þangað. Ég sagði
nei, hann væri að fara til Noregs og var þá
spurð hvort ég væri að fara til Berlínar og ég
sagði nei, ég er að fara til London. Þá glennti
fólk upp augun af því að það er mjög erfitt að
fara til London en ég átti vini þar sem hjálpuðu
mér, ég gat leigt íbúð af vinkonu minni og var
náttúrlega með starfslaun þannig að ég var með
einhverja innkomu. En fyrir venjulega mann-
eskju sem þekkir ekki borgina þá er hún rosa-
lega lokuð, það er ekkert auðvelt að flytja þang-
að ef þú ert ekki að fara í nám eða komin með
vinnu,“ segir Sara.
Eins og fiskur í vatni
Sara stundaði meistaranám í myndlist í Lund-
únum 1996-7 við Chelsea lista- og hönnunarhá-
skólann og blaðamaður er forvitinn að vita hvort
hún hafi komist aftur í hugarástand myndlist-
arnemans þegar hún sneri aftur nær tveimur
áratugum síðar.
„Nei, ég var alveg búin að gera mér grein fyr-
ir því að þetta yrði gjörbreytt borg. Þegar mað-
ur er í skólanum hittir maður vini sína alla daga,
alltaf að gera eitthvað með þeim og það er rosa-
lega spennandi og gaman og maður hefur þenn-
an tilgang, að vera í skólanum. Nú eru þau öll 18
árum eldri, komin með fjölskyldur og ég vissi al-
veg að það yrði ekki þannig og ég myndi verða
mjög mikið ein. En ég var alveg tilbúin til þess
vegna þess að ég er að fara ein, hleypst á brott
að heiman, frá fjölskyldu og eiginmanni og gef
mér þetta tækifæri, að fara og vinna að mynd-
list alein í fyrsta skipti. Ég hitti vini mína og það
var ofboðslega gaman en nei, þetta er allt öðru-
vísi borg sem ég er að kynnast núna og allt
öðruvísi en ég bjóst við.“
-Þú sagðist áðan vera stressuð, ertu þá að
meina að þú sért stressuð yfir því að opna þessa
sýningu þar sem hún er mjög persónuleg?
„Ég bara geri mér ekki grein fyrir því, ég er
bara eins og fiskur í vatni, finn ekkert að vatnið
er blautt þannig að ég geri mér ekki alveg grein
fyrir þessu. En þeir sem hafa heyrt söguna, séð
textaverkin og eitthvað af ljósmyndunum; ein-
hverjir þeirra segja að þetta sé persónulegt en
ég er ekki sammála þeim. Myndlist er það oft,
hún kemur frá mér og mínum hugarheimi, ég er
á þessu ferðalagi um London en ég er líka, inn-
an myndlistarinnar, í einhverju ferðalagi innra
með sjálfri mér. Þaðan koma þessi verk alltaf.
En auðvitað vinnur fólk misjafnlega og ég er
ekkert alltaf að gera persónuleg verk, stundum
er ég bara að fjalla um rýmið eins og í síðustu
stóru sýningunni sem ég var með hérna á Ís-
landi. Þessi er allt öðruvísi.“
Yfir 2.400 km
Sara segist ósjálfrátt og ómeðvitað hafa farið í
hlutverk flandrarans. „Ég gekk tvö þúsund
fjögur hundruð sextíu- og eitthvað kílómetra á
þessum níu mánuðum. Iphone-síminn sem ég
keypti mér nokkrum dögum áður en ég fór til
London skrásetti öll skrefin og kílómetrana sem
ég gekk auk þess sem ég tók allar ljósmynd-
irnar sem eru á sýningunni á hann og öll víd-
eóin,“ segir hún kímin.
Sýningin í Gerðarsafni er í báðum sölum efri
hæðar safnsins og er hún því býsna stór. „Það
eru ljósmyndir, nokkrar klippimyndir, yfir 30
textaverk sem eru klippitextaverk, eins og „ran-
som notes“,“ telur Sara upp og á þar við lausn-
argjaldsmiða mannræningja eða fjárkúgara
eins og gjarnan má sjá í kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum. Á þeim eru orð sem klippt hafa
verið út úr greinum dagblaða og tímarita og
þeim raðað saman í setningar. Sara segist hafa
haft mjög gaman af því að gera þessi verk og að
þau endurspegli hvernig henni leið hverju sinni,
það sem hún var að hugsa og þá m.a. um fólk
sem hún hitti á ferðum sínum í stórborginni.
Þurfti að fara heim
Hún segir söguna fyrrnefndu sem hún samdi
einnig segja mikið til um það hvernig henni leið,
hvað bærðist innra með henni. Í henni fjalli hún
m.a. um fólkið sem hún hitti í Lundúnum og
hvernig hún hélt að hún væri að fara að klára
það sem hún byrjaði á eftir að hún lauk námi
þar í borg fyrir 19 árum. „Ég þurfti að fara heim
mjög skyndilega,“ segir Sara. Eftir að hafa
klárað námið hafi hún viljað búa og starfa leng-
ur í borginni en vegna fjölskylduaðstæðna hafi
hún þurft að fara heim til Íslands með skömm-
um fyrirvara og grátið í flugvélinni á leiðinni
heim. Æ síðan hafi hún verið á leiðinni aftur til
Lundúna og loksins tekist það þegar hún fékk
úthlutuð starfslaun listamanna.
Sara á sýningu sinni
í Gerðarsafni
fimmtudaginn sl.
Morgunblaðið/Ófeigur
Stjórnlaust tímabil
Myndlistarkonan Sara Björnsdóttir var á flandri um Lundúnir í níu mánuði og skrásetti flandrið með ýmsum hætti, m.a. með
ljósmyndum, textaverkum og vídeóum. Hún opnaði stóra sýningu í gær í Gerðarsafni, sem er afrakstur flandursins.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
’ Stundum þegar ég var aðfara í háttinn langaði migekkert að sofa. Mig langaði aðbúa til hafragraut og kaffi og
byrja nýjan dag, sleppa nóttinni!