Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 41
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Sumarsýning Hafnarborgar, Um-
merki vatns, var opnuð í gær,
föstudag, samsýning sex listamanna
sem eiga það sameiginlegt að styðj-
ast við ummerki vatns í verkum
sínum. Þeirra á meðal eru Harpa
Árnadóttir og John Zurier.
Önnur sýning Leik-
félags Akureyrar
á Borgarasviðinu
- Leiðsögn fyrir
innfædda, fer fram
28. maí kl. 20.
Hún hefst
með göngu
frá Hofi sem
endar í Sam-
komuhúsinu.
Listrænir
stjórnendur
eru Aude Bus-
son og Vala
Höskuldsdóttir.
San Francisco-ballettinn dansar
á sviði Eldborgar 28.-31. maí og í
fyrsta sinn við lifandi undirleik
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Helgi
Tómasson, listrænn stjórnandi
flokksins, sýnir það besta sem ball-
ettinn hefur upp á að bjóða.
Leikritið Auglýsing ársins, eftir leik-
skáldið Tyrfing Tyrfingsson,
verður sýnt í síðasta sinn á Litla
sviði Borgarleikhússins á morgun,
29. maí, kl. 20. Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir fer á kostum í sýningunni, að
mati gagnrýnanda Morgunblaðsins.
Heimildarmyndin Keep Frozen
eftir Huldu Rós Guðnadóttur er
sýnd í Bíó Paradís. Myndin var valin
sú besta á Skjaldborgarhátíðinni og
um að gera að drífa sig að sjá hana.
Í myndinni er fylgst með löndunar-
mönnum að störfum.
MÆLT MEÐ
Norræni leikhópurinn Kompani
Nord sýnir leikverkið Vi, de
drunknade, eða Við, hin drukkn-
uðu, nú um helgina í Norræna
húsinu, 28. og 29. maí kl. 20.30.
Verkið er byggt á samnefndri og
vinsælli bók danska rithöfundarins
Carsten Jensen frá árinu 2006.
Kompani Nord er upprunninn frá
Álandseyjum og koma listamenn
hópsins víða að, frá Álandseyjum,
Finnlandi, Noregi og Danmörku.
Stjórnandi leikhópsins og leikstjóri
sýningarinnar er finnski leikstjór-
inn Arn-Henrik Blomqvist. Verkið
fjallar um þrjár kynslóðir sjó-
manna og þá von og hörku sem
ríkir hjá fjölskyldum í hinum
harða heimi sjómennskunnar og í
sýningunni er sviðsleik tvinnað
saman við myndbönd og ljós-
myndir. Tónlist verksins er sér-
samin og sækir innblástur sinn til
lagasmíða Tom Waits. Verkið er
flutt á sænsku með enskum texta.
Kynningarmynd fyrir leikritið.
Við, hin
drukknuðu
Útvarpsleikhús
Rásar 1 end-
urflytur í sumar
leikritið Tordýfill-
inn flýgur í rökkr-
inu sem var flutt í
leikhúsinu árið
1983 og fékk hárin
á mörgum hlust-
andanum til að
rísa. Verkið er eftir sænska rithöf-
undinn Maríu Gripe og leikstjórann
Kay Pollack, Olga Guðrún Árnadótt-
ir þýddi verkið og Stefán Baldursson
leikstýrði því. Meðal leikara eru Er-
lingur Gíslason, Guðrún Gísladóttir
og Jóhann Sigurðarson.
Í verkinu segir frá Önnu, Davíð og
Jóhanni, sem í sumarfríinu sínu hafa
eftirlit með gömlu, mannlausu
herrasetri. Einkennilegir atburðir
taka að gerast sem leiða til furðu-
legrar uppgötvunar um fyrri íbúa
hússins. Verkið verður flutt í sex
þáttum á sunnudögum kl. 13 í sumar
og fer fyrsti þáttur í loftið á morgun,
29. maí.
Tordýfillinn
flýgur á ný
Guðrún
Gísladóttir
Sölustaðir | Öll apótek, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfninni og víðar | www.proderm.is
SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engin nanótækni, ilm- eða litarefni.
BARNIÐ ÞITT Á SKILIÐ 5 STJÖRNUR
MILT
OG ÖRUGGT
FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ.
LANGVIRK
SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUND
OG LEIK
Yfir 90% UVA vörn
Berið oft og ríkulega á og stillið sólböðum í hóf.