Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
LESBÓK
Þursaflokkurinn berst í tal, eða The Icelandic
Troll Party, eins og Arnar nefnir hann svo
skemmtilega upp á enskuna. Því næst hermir
hann meistaralega eftir Agli Ólafssyni. Veit
ekki hversu vel göngumenn kveikja á því al-
mennt. En þeim virðist alla vega skemmt.
Áð er í Fischersundi, þar sem skemmtistað-
urinn Duus-hús var og hét, og Arnar rifjar upp
sögufræga tónleika Sykurmolanna að við-
stöddum François Mitterand Frakklands-
forseta og Jacques Lang menningarmála-
ráðherra. „Lang var svona svipuð týpa og
forsætisráðherrann þinn. Blátt áfram,“ segir
Arnar við Kanadamanninn í hópnum sem færist
allur í aukana.
Arkað er inn Austurstrætið og Arnar hefur á
orði að það sé bölvaður mánudagur í fólki. Fáir
á ferli. Við Íslendingarnir rifjum upp slagarann
hans Ladda, „Austurstræti, ys og læti, fólk á
hlaupum í innkaupum“. Engar bjöllur hringja
hjá útlendingunum. Af einhverjum ástæðum.
Arnar nemur staðar við Hitt húsið og rekur
sögu Músíktilrauna; að flestir málsmetandi tón-
listarmenn á Íslandi hafi einhvern tíma tekið
þátt í þeim og ekki sé langt síðan Of Monsters
H
ann er auðþekkjanlegur fyrir
framan Hörpu með úfið hár og
skegg. Klæddur í rauðan
Bjarkarbol og frárennda lopa-
peysu og með vígalega
gönguskó á fótum. Velkist einhver í vafa sveifl-
ar hann bleiku ukulele yfir höfði sér. „Are you
here for the Reykjavik Music Walk?“ gellur í
honum og hópurinn safnast saman í kringum
hann. „Ég er ekki með neitt skilti en ukuleleið
gerir vonandi sama gagn,“ trúir hann mér fyrir.
Heldur betur!
Varla er hægt að hugsa sér heppilegri mann
til að leiða tónlistargöngu um miðborg Reykja-
víkur en Arnar Eggert Thoroddsen. Hann gaf
sig tónlistargyðjunni á vald um fermingu og
leggur nú stund á doktorsnám í tónlistar-
fræðum við Edinborgarháskóla, þar sem rann-
sóknarverkefnið er íslensk jaðartónlist.
Okkar maður er þó minnst á jaðrinum í þess-
ari gönguferð enda er hún fyrst og fremst ætluð
erlendum ferðamönnum og framsagan á ensku.
Fyrir liggur að margir koma hingað beinlínis
eftir að hafa fallið fyrir íslenskri tónlist; Syk-
urmolunum, Björk, Sigur Rós, Of Monsters and
Men og eflaust einhverjum fleirum. Arnar
byggir gönguna að miklu leyti í kringum þessar
alþjóðlegu stjörnur enda þótt ýmsir fleiri komi
við sögu.
Ekkert gjald er tekið af göngumönnum fyrir-
fram en Arnar bendir á, að frjáls framlög séu
vel þegin að göngu lokinni.
Arnar byrjar á því að rekja sögu Hörpu, tón-
listarhússins sem á einni nóttu varð mið-
punktur íslensks tónlistarlífs. Bæði í skilningi
klassíkur og popps. Síðan er arkað í vesturátt
meðfram höfninni undir vel völdum fróðleiks-
molum um íslenskt tónlistarlíf og menningu.
Arnar bendir í ýmsar áttir á leiðinni, svo sem
á Kolaportið og Listasafn Reykjavíkur, en
fyrsti formlegi áningarstaðurinn er við veit-
ingastaðinn Lobster & Stuff í Verbúð 11 við
Geirsgötuna. Haldiði að Sykurmolarnir hafi
ekki æft þar á sokkbandsárum sínum og raunar
lengur. Göngumenn sperra eyrun.
Molarnir slógu gjarnan um sig með frasanum
„lobster & fame“, sem fáir skildu, og Arnar
hristir höfuðið yfir taktleysi vertanna í Verbúð
11 að múlbinda sig ekki við söguna með því að
nota það nafn frekar.
Óskreytt jólatré í glugganum
Hann rifjar upp söguna af því þegar Bono tók
upp símann og bað Sykurmolana um að túra
með U2. Molarnir veðruðust að vonum upp og
örkuðu fylktu liði upp í menntamálaráðuneyti
til að biðja um styrk til fararinnar. Ekki stóð á
svari: Nei!
Molarnir hringdu þá til baka í Bono til að út-
skýra fyrir honum að þeir kæmust því miður
ekki. Hefðu einfaldlega ekki fjárhagslega burði
til þess. „Nújæja,“ svaraði Bono. „Hafið ekki
áhyggjur af því. Komið ykkur bara á staðinn og
ég sé um rest.“
Vinur í raun, Bono.
En þá að Björk, einni og sér. „Ef þið snúið
ykkur í 180 gráður þá sjáið þið íbúðina sem
Björk bjó lengi í. Hún var vön að vera með ósk-
reytt jólatré í glugganum,“ upplýsir Arnar.
„Bjó hún ekki síðar í svörtu einbýlishúsi?“
spyr einn gangenda.
„Mikið rétt,“ svarar Arnar. „Svart hús og
óskreytt jólatré. Svona er Björk.“
Það rignir á réttláta en Arnar lætur það ekki
trufla sig; rennir ekki einu sinni upp lopapeys-
unni. „Ég bjó í þrjú ár í Edinborg. Það rignir
mikið þar.“
and Men fór með sigur af hólmi. Hinir erlendu
gestir hlusta í andakt.
Skálmað er framhjá Austurvelli, vettvangi
búsáhaldabyltingarinnar 2008, eins og Arnar
upplýsir. „Þar var ég sjálfur táragasaður.“
Hinir erlendu göngumenn stara á hann opin-
mynntir. Hafa líklega ekki gert ráð fyrir að
komast í svo nána snertingu við íslenska sam-
tímasögu.
Einnig er numið staðar við Iðnó og Tjörnina,
sem Arnar saknaði sárt meðan hann bjó erlend-
is. Þá er röðin komin að Fríkirkjunni, þar sem
Arnar rifjar upp víðfræga tónleika Sigur Rósar,
á annarri Iceland Airwaves-hátíðinni. Bandið
var þá að brjótast með látum fram á sjón-
arsviðið og Arnar notar hið ágæta orð „flab-
bergasted“ um viðbrögð áhorfenda. Fallegt orð,
flabbergasted, sem sést alltof sjaldan á prenti!
Arnar upplýsir að Jónsi búi þar í grenndinni
ásamt unnusta sínum og sumir í hópnum iða af
eftirvæntingu. Djúp virðing svífur yfir vötnum.
Undið ofan af álfunum
Að sjálfsögðu berst talið að álfum, tröllum og
huldufólki og hvernig þær kæru kempur hafa
verið spyrtar við íslenskt tónlistarlíf. „Ég og
fleiri erum að vinna að því að vinda ofan af
því,“ segir Arnar kerskinn.
Göngunni lýkur í plötubúð, ýmist Tólf
tónum eða Smekkleysubúðinni, og
verður sú síðarnefnda fyrir valinu
að þessu sinni. „Þetta er
Kiddi,“ kynnir hann af-
greiðslumanninn. „Hann
seldi mér á sínum tíma plöt-
una Beneath the Remains með
Sepultura.“
Hver man ekki hvar hann
keypti þá öndvegissmíð?
Lokastoppið er ekki út í bláinn.
Gangendur fá hér tækifæri til að
kaupa tónlistina sem þeir vita nú allt
um.
Er það vel.
„Ég meina: Lobster & Stuff ...“ Arnar Eggert Thoroddsen í essinu sínu á tónlistargöngu um miðborgina.
Morgunblaðið/RAX
Arnar Eggert hrinti Reykjavík Music
Walk af stokkunum fyrr í þessum
mánuði í samstarfi við eiginkonu sína,
Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, sem
starfar hjá Upplýsingamiðstöð ferða-
manna.
„Þetta sprettur eiginlega af þörf,“
segir hann. „Mjög margir koma til Ís-
lands út af tónlist og auðvitað á að
vera boðið upp á svona göngu hér, rétt
eins og í Liverpool og víðar. Það eru
spriklandi torfur af síld þarna úti; núna
þarf ég bara að ná í þær.“
Ekki spillir fyrir að sjálfur hefur hann
yndi af því að miðla af þekkingu sinni;
hvort sem það er í formi kennslu, fyrir-
lestra eða gönguferða. „Ég hef mjög
gaman af því að spjalla um tónlist og
koma fram, þannig að ég á eftir að
njóta mín í þessu hlutverki.“
Boðið verður upp á Reykjavík Music
Walk klukkan 11:30 á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum í sum-
ar. Hver ganga tekur um það bil
klukkutíma og korter. Arnar er op-
inn fyrir því að halda uppteknum
hætti næsta vetur og vel kemur til
greina að fjölga göngum í
tengslum við tónlistarhátíðir í
borginni, svo sem Secret Sol-
stice, Sonar og Iceland Airwaves.
„Fyrstu mánuðirnir verða
prófsteinn; er markaður fyrir
göngu af þessu tagi? Sjálfur er ég
sannfærður um að svo sé,“ segir
Arnar.
Hægt er að fræðast nánar um göng-
una á reykjavikmusicwalk.arnaregg-
ert.is.
Spriklandi
torfur af síld
Arnar Eggert
lætur gamminn
geisa.
Afsakaðu, kæri Bono,
við höfum ekki efni á þessu!
Arnar Eggert Thoroddsen, doktorsnemi í tónlistarfræðum, hefur bryddað upp á nýjung í þjónustu
við erlenda ferðamenn í Reykjavík; mun í sumar leiða þá þrisvar í viku um miðborgina og fræða þá
um sögu íslenskrar dægurtónlistar og sýna þeim merkilega staði sem eru órjúfanlegur hluti af þeirri sögu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sykurmolarnir, með Einar Örn og Björk í farar-
broddi, á tónleikunum frægu í Duus-húsi sum-
arið 1990. Meðal áhorfenda eru François Mitte-
rand, Jacques Lang og Vigdís Finnbogadóttir.
Morgunblaðið/Sverrir