Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 45
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
„If you’re gonna die, die with your boots on,“ söng
Iron Maiden hástöfum um árið. Segja má að trymb-
illinn Nick Menza hafi tekið þá félaga á orðinu, hneig
niður og dó á miðjum tónleikum með hljómsveit
sinni OHM í Los Angeles síðastliðinn laugardag.
Hann var aðeins 51 árs að aldri.
Menza er þekktastur fyrir starf sitt með einu
mesta þrassbandi sögunnar, Megadeth. Afrekaði það
raunar að vera rekinn úr þeirri
ágætu sveit tvisvar.
Menza gekk í Megadeth árið
1989, eftir að hafa leyst forvera
sinn, Chuck Behler, af um tíma,
og lék inn á frægustu plötu sveit-
arinnar, Rust in Peace eða Hvíl í
ryði, ári síðar. Árið 1998 þurfti
Menza að undirgangast aðgerð á
hné til að fjarlægja góðkynja æxli.
Í stað þess að aflýsa tónleikum
réð Megadeth Jimmy DeGrasso
til að leysa Menza af hólmi á
meðan hann greri sára sinna. Á
sjúkrabeðinum fékk hann á hinn
bóginn símtal frá leiðtoga Mega-
deth, Dave Mustaine, þar sem
honum var tjáð að ekki væri
lengur þörf fyrir krafta hans.
Mustaine lagði Megadeth niður
árið 2002 vegna meiðsla sem
hann varð fyrir á hendi. Þegar
hann endurreisti bandið tveimur
árum síðar bauð hann Menza að
vera með. Vék honum þó jafn-
harðan úr bandinu aftur á þeim
forsendum að hann væri ekki í
nægilega góðri leikæfingu til að
túra.
Menza er annar Megadeth-
trymbillinn sem fellur í valinn, en
Gar Samuelson, sem lék inn á
fyrstu tvær plötur sveitarinnar,
sálaðist árið 1999. Banamein
hans var lifrarbilun.
Meðal þeirra sem minnst hafa
Menza með hlýju eru Dave Must-
aine og David Ellefson, bassaleik-
ari Megadeth.
Nick heitinn Menza kom fyrst fram tveggja ára að aldri.
TRYMBILLINN NICK MENZA ALLUR
Rekinn á
sjúkrabeðinum
Dave
Mustaine
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sumarblað um
Tísku &
förðun
fimmtudaginn 2. júní.
Fjallað verður um
tískuna sumarið 2016
í fatnaði, förðun og
snyrtingu auk umhirðu
húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 30.maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
-Meira fyrir lesendur
SJÓNVARP Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres
verður ekki varaforsetaefni Hillary Clinton í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum í haust. Clinton bauð
henni þetta í léttum tón þegar hún leit inn í þættinum í
vikunni en Ellen afþakkaði gott boð eftir að hafa komist
að því að varaforsetinn býr ekki í Hvíta húsinu.
„En þú munt samt fá fínasta hús,“ sagði Clinton. „Nei,
ég á ágætis hús. Mig vantar ekkert,“ svaraði Ellen.
Clinton og væntanlegur mótframbjóðandi hennar,
Donald Trump, nýta nú allar leiðir til að ná til kjósenda.
Því er spáð að konur muni ráða miklu um það hvort
þeirra hreppir hnossið og varla er hægt að finna betri
leið til að ná eyrum þeirra, en mikill meirihluti áhorf-
enda Ellenar eru konur.
Ellen ekki í Hvíta húsið
Hillary og
Ellen á tali.
AFP
SJÓNVARP Nýir gamanþættir leikkonunnar
og uppistandarans Mariu Bamford eru nú að-
gengilegir á sjónvarpsveitunni Netflix. Þætt-
irnir kallast Lady Dynamite og eru byggðir á
lífi Bamford sjálfrar. Þar gerir Bamford
stólpagrín að sjálfri sér og veikindum sínum,
en hún glímir við geðhvörf.
Lady Dynamite hefst á því að Bamford er
nýútskrifuð af geðdeild og freistar þess að
byggja upp líf sitt með hjálp umboðsmanns
síns, Bruce Ben-Bacharach, en hann er leik-
inn af Fred Melamed, og móður, en Mary Kay
Place fer með hlutverk hennar. Allir þætt-
irnir tólf eru nú aðgengilegir á Netflix.
Gerir grín að eigin geðhvörfum
Maria Bamford í störukeppni í nýju þáttunum.
Ljósmynd/Netflix
History-sjónvarpsstöðin sýnir á
morgun, mánudag, fyrsta þáttinn
af átta í endurgerð einnar vinsæl-
ustu sjónvarpsseríu allra tíma,
Róta. Þættirnir byggja á sam-
nefndri bók eftir Alex Haley og
fjalla um ungan Afríkumann,
Kunta Kinte, sem hnepptur er í
ánauð og fluttur í járnum til
Bandaríkjanna, og afkomendur
hans. Bandaríski leikarinn Roman
Armstrong og breski leikarinn
Malachi Kirby fara með hlutverk
Kunta Kinte, en sagan fylgir hon-
um allt frá vöggu til grafar. Af öðr-
um leikurum má nefna Laurence
Fishburne, Forest Whitaker,
James Purefoy og Önnu Paquin.
„Þetta fór með mig alla leið að
þolmörkunum og lengra,“ segir
Malachi Kirby í samtali við breska
blaðið Guardian, en tökur stóðu
yfir í hálfan sjötta mánuð. „Hver
einasti dagur var áskorun – líkam-
lega, andlega og tilfinningalega.
Stundum var það hitinn, stundum
kuldinn, moskítóflugurnar, hestur-
inn. Stundum var það bara að
hlaupa í allt of stórum skóm.“
Þess má geta að gömlu þætt-
irnir, sem sýndir voru árið 1977,
eru einhverjir þeir alvinsælustu í
sögu sjónvarps. Hermt er að 140
milljónir Bandaríkjamanna hafi
horft á lokaþáttinn.
Breski leikarinn Malachi Kirby fékk það erfiða hlutverk að leika eina ástsælustu
persónu sjónvarpssögunnar, Kunta Kinte, í endurgerðinni á Rótum.
Ljósmynd/History Channel
SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR RÆTUR ENDURGERÐIR
Yfir þolmörkin
LeVar Burton í hlutverki Kunta Kinte
í gömlu þáttunum frá árinu 1977.
Refurinn, ný íslensk heimildarmynd
um íslenska refinn, er á dagskrá
Ríkissjónvarpsins á sunnudags-
kvöldið. Að vori gýtur læða yrð-
lingum og þá hefst ævintýralegur
lífsferill refsins. Yrðlingarnir fæðast
blindir, vandir af spena á tíundu
viku og læra að bjarga sér. Tólf
vikna gamlir tínast þeir að heiman
og upp úr því bjarga þeir sér sjálfir.
Þeir leita sér að maka, byggja upp
óðal og árs-
gamlir eru
þeir komnir
með sitt
fyrsta got og
byrjaðir að
ala upp nýja kynslóð yrðlinga. Leik-
stjóri er Guðbergur Davíðsson og
framleiðandi Ljósop ehf.
Rappi í Reykjavík lýkur
Lokaþátturinn af Rappi í Reykjavík
er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnu-
dagskvöldið. Um er að ræða glæ-
nýja þætti þar sem fjallað er um
ferskustu straumana í tónlistar-
menningu Íslendinga. Dóri DNA
ræðir við Reykjavíkurdætur, Blaz
Roca, Úlf Úlf, Tiny, Gísla Pálma,
Cell7, Bent, Emmsjé Gauta, Kött
Grá Pjé og marga fleiri.
ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPI