Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Qupperneq 48
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is GM 3200 GM 7700 GM 9900 Borðstofuborð Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallast í Bretlandi, hélt upp á 28 ára afmæli sitt í byrjun vikunnar og fjallaði Daily Mail meðal annars um það að hún hefði hitt vinkonur sínar á kaffihúsi og blásið á kerti á afar lítilli köku sem hægt hefði verið að koma fyrir í lóf- anum og birtir mynd af kökunni og leikkonunum. Meðal þeirra vinkvenna Heiðu Rúnar var Eleanor Tomlinson, sem leikur eiginkonu fyrrverandi heitmanns Heiðu en þær bítast um hjartagullið Ross Poldark í þáttunum. Blaðamaður blaðsins bendir á að smæð kökunnar megi líklega skrifast á það að þær þurfi að komast aftur í hin níðþröngu lífstykki sem tilheyra búningum Poldark. Það hefur vakið athygli fjölmiðla ytra að utan þátt- anna eru þær Tomlinson og Heiða Rún bestu vinkonur því í þessum metáhorfsþáttum BBC; Poldark, andar afar köldu á milli þeirra á skjánum. Með afmæliskökuna: Eleanor Tomlinson, Heiða Rún og Ruby Bentall sem leikur frænku Ross Poldark í þáttunum. Bestu vinkonur utan þátta Vinskapur aðalleikkvenna Poldark utan vinnu vekur athygli breskra miðla enda slást þær um sama manninn í þáttunum. „Það var enginn smásálarskapur á búrekstrinum hjá baróninum á Hvítárvöllum, sem bjó búi sínu hér á landi um síðustu aldamót. Mynd þessi sýnir einn mjólkur- brúsann frá Hvítárvallabúinu. Hann er hinn rammbyggilegasti og allur koparsleginn og tekur 100 lítra.“ Með þessum orðum hófst frétt með meðfylgjandi mynd í Morgunblaðinu fyrir réttum sex- tíu árum. „Á hann er grafið með stórum skrautstöfum „Hvít- árvöllum“. – Brúsinn er smíð- aður úti í London og upp úr lok- inu á honum er stútur fyrir loftgat. Það er Magnús Rögn- valdsson, vegaverkstjóri í Búð- ardal, sem á brúsann. Hefur hann gaman af að safna gömlum og sérstæðum munum. Norður í Dali mun brúsinn hafa flækzt vegna þess að baróninn rak smjörbú í Miðdölum.“ GAMLA FRÉTTIN Brúsi barónsins Ljósmynd/Þ. Th. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Sally Brown, litla systir Charlie Brown. Guðríður Helgadóttir, garðyrkju- fræðingur og sjónvarpskona. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, nýr ritstjóri Séð og Heyrt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.