Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 ÞÚF ÆRÐ VÉLS LEÐA - FATN AÐIN NHJ ÁOK KUR STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí. „Stofnunin harmar það að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða, en allt frá upphafi málsins var loku skotið fyrir sáttaviðræður af hálfu Menningarsetursins. Ítrekað reyndi lögmaður Stofnunarinnar að ná sáttum með friðsamlegum leiðum, og í því skyni sendi hann bréf til Menningarsetursins og lögmanns þeirra, sem ekki var svarað. Samn- ingaviðræður urðu engar, af sömu sökum. Öllum sáttatilraunum var hafnað af hálfu Menningarsetursins, og á endanum var eina úrræðið að vísa málinu til Héraðsdóms Reykja- víkur, til löglegrar meðferðar,“ seg- ir m.a. í bréfinu. segir hann. Honum varð þó ekki að ósk sinni. Skömmu eftir að lása- smiðnum var meinaður aðgangur að húsnæðinu kom lögreglan á staðinn. Eftir að hafa rætt við við fulltrúa sýslumanns og lögreglu um nokkra hríð samþykkti Ahmed að hleypa þeim inn í bygginguna þar sem haf- ist var handa við að skrásetja eignir félagsins. Skömmu eftir hádegi var síðan hafist handa við að flytja eign- irnar úr húsnæðinu. Þurftu að grípa til aðgerða Í kjölfar atburða gærdagsins sendi Stofnun múslima á Íslandi, eigandi Ýmishússins, frá sér til- kynningu þar sem áréttað var að verið væri að framfylgja úrskurði Annar Marsibil Clausen Viðar Guðjónsson Hópur á vegum Menningarseturs múslima meinaði lásasmið inngöngu í Ýmishúsið þegar hann var þangað kominn til þess að skipta um lás á húsnæðinu að beiðni eigenda húss- ins í gær. Ýmishúsið hefur hýst Menningarsetur múslima síðastliðin ár en félagið hefur átt í miklum samstarfsörðugleikum við eigendur hússins, Stofnun múslíma. Í byrjun maí úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að bera bæri Menning- arsetrið út. Hefur setrið áfrýjað dómnum til Hæstaréttar en þar sem ekki bar að fresta réttaráhrifum fékk Menningarsetrið tilkynningu í síðustu viku um að félagið yrði borið út í dag. Deilurnar snúast um leigusamn- ing um Ýmishúsið sem Menning- arsetrið telur sig hafa gert til ársins 2023. Um tíu manna hópur varnaði lásasmiðnum inngöngu þegar hann kom í Skógarhlíðina í gær. Lögregl- an handtók einn karlmann í kjölfar átaka. Ahmed Seddeeq, ímam Menningarsetursins, sagði trúfélag- ið þurfa meiri fyrirvara en það hefði fengið til að yfirgefa húsnæðið. „Við þurfum nægan tíma, ekki tvo daga – ekki fjóra daga, til að fara,“ sagði Ahmed við fréttamenn. „Við þurfum minnst tvær vikur til að geta tekið hlutina okkar og látið samfélagið vita, við getum ekki fundið annað húsnæði. Við þurfum á því að halda að fólk hlusti á okkur,“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stóðu vörð Hópur á vegum Menningarsetursins meinaði lásasmið inngöngu í gærmorgun. Meinuðu lásasmið inngöngu í húsið  Vilja meiri tíma til að finna Menningarsetrinu stað Lögreglan Í kjölfar þess að lögreglan mætti á staðinn samþykkti Ahmed að hleypa henni inn í bygginguna þar sem eignir félagsins voru skrásettar. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta er fín lína og við sem starfs- fólk Háskóla Íslands og opinberra stofnana verðum að gæta hlut- leysis. Ég legg mikla áherslu á það,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, aðspurður hvort hann telji eðlilegt að einn forsetaframbjóð- enda, Guðni Th. Jóhannesson, tjái sig op- inberlega á vett- vangi háskólans á meðan hann er í framboði. Guðni er í leyfi frá starfs- skyldum sínum við HÍ. Guðni hélt fyrirlestur í gær í til- efni af því að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðsins en hann skrifaði doktorsritgerð um efnið. Fyrirlesturinn var á vegum Sagn- fræðistofnunar Háskóla Íslands, þar sem Guðni á sæti í stjórn. Í fyrirlestrinum vék Guðni m.a. að ummælum sem hann var spurð- ur um í umræðuþætti Eyjunnar sl. sunnudag þar sem frambjóðendur voru til svara. Þar var hann spurð- ur um orð sín um „fávísan lýð.“ Í fyrirlestrinum sagði hann um myndlíkingar að ræða og útskýrði hann að hann ætti ekki við heimskt fólk, heldur þætti fræðimönnum í eigin heimi; fílabeinsturni, sem freistuðu þess að veita fólki nýja sýn, annað fólk ef til vill tregt til að meðtaka þá sýn. Í fyrirlestrinum gagnrýndi hann Morgunblaðið fyrir að hafa ekki fjallað um þessi 40 ára tímamót. Þá skaut hann á Staksteina blaðsins. Einstakt tilvik og full ástæða til að HÍ setji sér viðmið „Mér finnst mjög mikilvægt að Háskóli Íslands gæti hlutleysis og hann er ekki í framboði. Öllum frambjóðendum er boðið að leigja herbergi í háskólanum og það verður að koma eins fram við alla frambjóðendur. En þetta er ein- stakt tilvik eins og ég sé þetta,“ segir Jón Atli. Hann telur „fulla ástæðu“ til þess að Háskólinn setji sér viðmið varðandi svona mál. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ segir Jón Atli. „Verðum að gæta hlutleysis“  Rektor segir HÍ ekki í framboði Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlestur Guðni á fyrirlestrinum um þorskastríðið í Öskju í gær. Jón Atli Benediktsson Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að þrjátíu manns verði veittur ríkisborgararéttur, sam- kvæmt frumvarpi þess efnis sem lagt var fram á þingi í gær. Fram kemur í greinargerð að nefndinni hafi borist 56 umsóknir á vorþingi. Að þessu sinni er fjölmennasti hópurinn frá Póllandi, þrír talsins. Yngstu þrír réttarþegarnir eru fæddir árið 1994 í Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum. Sá elsti er fæddur árið 1960 í Víetnam. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi rík- isborgararétt með lögum. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina. Þrjátíu manns verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá í byrjun maí var 25.353. Ári fyrr var fjöldinn 25.943, sem gerir 2,3% fækkun milli ára. Fækkun var á skránni frá síðasta mánuði alla mán- uði frá ársbyrjun 2015 nema í janúar og júlí síðastliðnum. Gunnar Gunnarsson, forstöðu- maður áhættustýringar hjá Credit- Info, segir erfitt að greina sveiflu milli mánaða en skýr og stöðug fækkun hafi átt sér stað síðustu þrjú ár. „Milli einstakra mánaða geta allt- af verið einhverjar svona sveiflur, t.d. ef stór aðili gerir skurk í inn- heimtumálum hjá sér, en heilt yfir er vanskilaskráin að minnka, sem hún hefur gert stöðugt í þrjú ár eftir að hafa náð hámarki um mitt ár 2013.“ Helsti áhættuþátturinn fyrir skráningu á vanskilaskrá er sem fyrr ungur aldur, segir Gunnar, en með hverju ári sem líður verður fólk ólík- legra til þess að lenda í vanskilum. Hann segist ekki geta séð fyrir sér jafnvægispunkt í fjölda á vanskila- skrá. Sem fyrr ráði því hagsveiflur framar öllu öðru. bso@mbl.is Stöðug fækkun frá 2013  Fjöldi á vanskilaskrá var mestur 2013  Fjölgaði um 127 milli apríl og maí Einstaklingar á vanskilaskrá Heimild: Creditinfo 27.000 26.500 26.000 25.500 25.000 24.500 24.000 1.1. 2015 1.5. 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.