Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
hafðu það notalegt
Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
FINGERS 70x120 cm
Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
Ryðfrítt stál
Drekinn Haraldur hárfagri náði
höfn í St. Anthony á Nýfundnalandi í
gær, eftir fimm daga siglingu frá
Grænlandi. Víkingaskipið, sem er
það stærsta sem smíðað hefur verið
frá því á söguöld, hóf siglinguna yfir
Norður-Atlantshaf í Haugasundi í
Noregi 26. apríl.
„Ég er stoltur af áhöfninni og því
sem við höfum áorkað á leiðinni.
Þetta hefur ekki verið auðvelt, við
höfum mætt ýmsum erfiðleikum í
leiðangrinum, en góður andi hefur
verið í hópnum sem hefur unnið vel
alla leiðina,“ sagði Svíinn Björn
Ahlander, skipstjóri Drekans.
Áhöfnin mun heimsækja L’Anse
aux Meadows á norðurodda Ný-
fundnalands. Þar fundu norskir
fornleifafræðingar um 1960 minjar
um norræna byggð frá víkingatím-
anum, þær einu sem þá staðfestu bú-
setu Evrópumanna á Vínlandi. Skip-
ið siglir næst inn St. Lawrence-flóa,
til Quebec-borgar.
helgi@mbl.is
Drekinn kominn
til „Vínlands“
Drekinn Siglingin frá Grænlandi var erfið vegna hafíss og þoku.
Erfiðri ferð yfir Atlantshaf lokið
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Leigusamningi forsætisráðuneyt-
isins í Hverfisgötu 4-6 þar sem það
hefur haft skrifstofur hefur verið
sagt upp og mun það þurfa að finna
sér annað húsnæði innan næstu
fimm ára. Skrifstofurnar munu víkja
fyrir hótelherbergjum.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytisins,
segir skrifstofur ráðuneytisins
óþægilega dreifðar á milli bygginga,
sem aftur séu á forræði mismunandi
leigusala. Þessu fylgi bæði óstöðug-
leiki og talsvert óhagræði fyrir
starfsemina og er nú til skoðunar að
sameina hana í einu húsi.
„Við erum að vinna undirbúnings-
vinnu ásamt ýmsum fagaðilum og
munum skoða mismunandi kosti, t.d.
hvort það er fyrirliggjandi hæfilegt
húsnæði þarna í nágrenninu eða
hvort það er hagkvæmara að byggja
nýtt,“ segir Ragnhildur.
Samnýta skrifstofupláss
Samtímis er það í skoðun að koma
undir eitt þak fjármála- og forsætis-
ráðuneyti auk velferðar- og utan-
ríkisráðuneytis en þau tvö síðar-
nefndu eru í nokkurri fjarlægð frá
stjórnarráðsreitnum.
„Það er verið að skoða húsakost
fyrir nokkur ráðuneyti og það sem
við viljum gera er að horfa á þetta
heildstætt og leysa þetta með sem
hagkvæmustum hætti. Æskilegast
væri fyrir okkur að ráðuneytin gætu
verið eins nálægt hvert öðru og kost-
ur er svo þau gætu samnýtt ýmis
miðlæg svæði eins og t.d. fundar-
aðstöðu og afgreiðslu.“
Nokkur ár munu þó líða þar til
slík lausn verður að veruleika.
Allir kostir skoðaðir
Stefán Thors, húsameistari ríkis-
ins, segir vinnuna nú tvíþætta: Ann-
ars vegar sé unnið að þarfagreiningu
fyrir forsætisráðuneytið og í fram-
haldi af því frumathugun þar sem
bornir verða saman nokkrir kostir.
„Þar kemur til greina m.a. nýbygg-
ing á stjórnarráðsreit, við Stjórnar-
ráðshúsið, og rykið hefur verið dust-
að af gamalli hugmynd um að flytja
starfsemina í Safnahúsið við Hverf-
isgötu.“
Hluti forsætis-
ráðuneytis vík-
ur fyrir hóteli
Leitað að framtíðarhúsnæðislausn
fyrir skrifstofur ráðuneytisins
Morgunblaðið/Kristinn
Húsnæði Skrifstofurnar eru nú í
bakhúsi við Stjórnarráðið.
Heimilislaus
» Skrifstofur ráðuneytanna
hafa verið á nokkru flakki und-
anfarin ár. Samnýting á hús-
næði og stöðugt rekstrar-
umhverfi gæti bætt talsvert
starfsskilyrði þeirra.
» Í skoðun er sameiginlegt
húsnæði fjögurra ráðuneyta.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðarmenn og ferðaþjónustu-
menn í Kerlingarfjöllum hafa lokið
við að moka mesta snjónum af Kjal-
vegi. Norðan- og sunnanmenn náðu
saman rétt norðan við Fjórðungs-
öldu í fyrrakvöld. Vegagerðin stefn-
ir að því að opna Kjalveg að sunnan
fyrir 17. júní og hugsanlega viku
fyrr í Hveravelli, að norðan.
„Við erum búnir að moka í gegn-
um skaflana. Við vinnum þetta með
Kerlingarfjallamönnum og mættum
Páli Gíslasyni á traktorsgröfunni í
gærkvöldi,“ sagði Guðmundur Sig-
urðsson, yfirverkstjóri hjá Vega-
gerðinni á Hvammstanga, í gær.
Hann sagði að mikil bleyta væri á
veginum en það þornaði fljótt ef tíð-
in héldist góð næstu daga.
Páll Halldórsson, rekstrarstjóri
hjá Vegagerðinni á Selfossi, sagði að
vegurinn væri í ágætu ástandi og lít-
ið um skemmdir. Hins vegar væri
landið rennblautt. Þegar búið sé að
losa um snjóinn þiðni skaflarnir
fyrr. Það fari síðan eftir veðrinu
hversu langan tíma það taki að
þorna. Reiknar hann með að það
takist fyrir 17. júní sem er heldur
fyrr en í meðalári. Vorið 2015 var
mikill snjór á Kili og ekki opnað fyrr
en 2. júlí.
Mokstursmenn sáu för eftir bíl
sem farið hefur af stað norður Kjöl
en lent í vandræðum í snjó og skilið
eftir sig för utan vegar þegar hann
var að snúa við og aka til baka.
Hugað að Landmannalaugum
Vegagerðarmenn eru að vinna á
Lakavegi og reiknar Ágúst Freyr
Bjartmarsson, yfirverkstjóri í Vík í
Mýrdal, með því að hægt verði að
opna inn að Fagrafossi í þessari
viku. Búast megi við að leiðir að
Eldgjá verði opnaðar á næstunni.
Verið er að kanna leiðina inn í
Landmannalaugar. Ágúst segir að
vegurinn þangað sé ekki lokaður og
geti menn farið hann á stórum jepp-
um. Snjórinn þurfi að minnka áður
en verktakar verði sendir til að
moka skaflana. Hann reiknar með
að fljótlega í næstu viku verði
ákveðið hvenær rétt sé að senda
verktaka til að opna leiðina frá Sig-
öldu inn í Laugar. Það taki nokkra
daga og svo verði reynt að taka
Dómadalsleið í kjölfarið.
Kjalvegur Traktorsgröfur voru notaðar til að moka í gegn eftir að jarðýta hafði ýtt út stærstu sköflunum.
Mokað í gegnum
skaflana á Kjalvegi
Hugað að fjallvegum Kjölur opnaður um miðjan júní
Vegagerðin á Húsavík opnaði í
fyrradag Sprengisandsleið upp
Bárðardal, að Hrafnabjarga-
fossi. Gunnar Bóasson yfirverk-
stjóri segist ekki hafa hugsað
sér að fara lengra í bili.
Syðri hluti Sprengisands, inn
í Nýjadal, er í fyrsta lagi opn-
aður upp úr miðjum júní. Leiðin
þaðan í Bárðardal hefur í fyrsta
lagi verið opnuð 3. júlí en það
getur dregist fram í miðjan
mánuð. Gunnar segir að enn sé
töluverður snjór á veginum og
„allt hundblautt og hryllilegt“.
Hins vegar taki snjóinn hratt
upp í hlýindunum. „Við látum
þó hálfan mánuð líða áður en
við förum að skoða aðstæður.“
Búast má við að Öskjuleið verði
opnuð um 20. júní.
Líta ekki á
Sprengisand
ALLT HUNDBLAUTT