Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Íbyggnir á svip Það þarf að huga að mörgu þegar menn fljúgast á í Stjörnu-
stríði. Arnar hugleiðir næsta leik, á meðan Hákon hreyfir skip sitt.
allur ágóði mótsins renna óskiptur
þangað. „Vinafólk okkar á langveikt
barn og þau hafa notað Rjóðrið mjög
mikið, þannig að við erum meðvit-
aðir um það hvað það hefur auðgað
líf þeirra mikið,“ segir Halldór.
„Það er gott fyrir foreldra að
hafa þarna athvarf,“ segir Andri.
„Þessi þjónusta er ekki sjálfsögð og
við viljum því aðstoða eins og við
getum,“ segir Arnar.
Í fjáröfluninni hefur víða verið
leitað fanga. „Velviljuð fyrirtæki
hafa lagt okkur lið, auk þess sem við
höfðum samband við Fantasy Flight
Games í Bandaríkjunum, sem gefur
spilið út, og fengum þar mjög góðar
móttökur,“ segir Hákon. Auk þess
hafi sum fyrirtæki valið að gefa
verðlaun til þess að auka þátttöku í
mótinu, en þar á meðal eru spilabúð-
irnar Nexus og Spilavinir, sem báð-
ar hafa X-Wing til sölu, auk þess
sem Sambíóin gefa bíómiða og Color
Run aðgöngumiða. Þeir lýsa yfir
þakklæti sínu til allra sem hafi valið
að styðja þarna góðan málstað.
Mótið hefst klukkan 11 á laugar-
dag, 4. júní, og verður haldið í
íþróttahúsinu Digranesi. Móts-
gjaldið er 2.000 krónur og rennur
það óskipt til Rjóðursins og er
mótið opið öllum X-Wing-spilurum,
en nánari upplýsingar er að finna á
Facebook-síðu mótsins: SHIELDS
UP! X-Wing góðgerðarmót til
styrktar Rjóðurs.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
MIÐNÆTUROPNUN
20% afsláttur af
öllum vörum í dag
Eitt af því sem virðist stundumfæla fólk frá því að stunda úti-legur og aðra útivist er sú
hugmynd að nauðsynlegt sé að eiga
mikið af hátæknilegum og rándýrum
búnaði. Þeir sem eru komnir í mjög
sérhæfða útivist enda reyndar yfirleitt
á því að græja sig dálítið vel upp –
stundum af því að það er nauðsynlegt,
og stundum af því að það er svo gam-
an. En fyrir almenna útivist, fjall-
göngur og útilegur með fjölskyldunni
er hægt að komast mjög langt á ein-
földum búnaði sem er jafnvel til á
flestum heimilum nú þegar.
Dæmi um búnað sem er keyptur af
fleirum en þurfa á honum að halda eru
dýr þriggja laga hlífðarföt. Það hljóm-
ar vissulega vel að eiga jakka og buxur
sem anda, en sannleikurinn er sá að
það skiptir ekki höfuðmáli nema fyrir
þá sem eru í frekar krefjandi útivist,
svo sem erfiðum fjallgöngum eða ís-
klifri, þar sem svitauppgufun er mik-
ilvæg til að forðast ofkælingu. Fyrir
flesta aðra skiptir meira máli að hlífð-
arfötin séu vatnsheld og þá næst jafn-
vel betri árangur með ódýrum og létt-
um „pollagalla“.
Annað dæmi eru tjöld eða gistihýsi.
Þó að það sé vissulega gott að geta far-
ið inn í lokaðan kassa á kvöldin og
kveikt bæði á gas- og rafkyndingu, þá
gistir fólk líka í ódýrum kúlutjöldum
um allt land, árið um kring. Og hefur
það fínt. Meðal þess sem þarf að hafa í
huga er hversu mikið pláss þú þarft
(því minna pláss, því hlýrra) og hversu
auðvelt er að tjalda tjaldinu eða reisa
hýsið (því auðveldara sem það er, því
líklegra er að þú nennir í útilegu).
Í þriðja lagi má svo nefna almenn-
an fatnað. Ef þú ert að byrja í útivist
er ekki nauðsynlegt að vera í fínustu
merkjunum, bara til að njóta þess að
vera úti í náttúrunni. Það er góð regla
að forðast bómullarföt því þau ein-
angra mjög illa, sérstaklega ef þau
svo mikið sem heyra minnst á raka,
og gera því lítið gagn. Ef þú átt
íþróttagalla úr gerviefnum, hlýja úlpu
eða lopapeysu, pollagalla og ullar-
sokka er það alveg nóg til að byrja.
Loks hafa sumir þá tilhneigingu að
safna að sér alls konar „sérhæfðum“
búnaði fyrir útilegur. Þá gleymist oft
að lúxusinn í útilegum er ekki endi-
lega að hafa allt við höndina, heldur
að ferðast með lítinn farangur og nota
það sem maður hefur.
Að lokum er rétt að nefna að sá
búnaður sem ég mæli helst með að
vanda til í upphafi eru gönguskór og
tjalddýnur. Í fjallgöngu er fátt verra
en að vera í lélegum skóm sem passa
illa og góður nætursvefn er lykillinn
að allri vellíðan.
Meira um það síðar.
Útivist fyrir alla
Starfsfólk á fjölskyldutjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna
Of mikið dót? Mikill útbúnaður er ekki forsenda þess að stunda útivist.
Hvað er nauðsynlegt fyrir
útivistina, og hvað ekki?
Skátahornið
Elín Esther Magnúsdóttir
Höfundur er útivistarskáti, björgunarsveit-
arkona og starfsmaður Úlfljótsvatns.