Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Illugi Gunnarsson mennta-málaráðherra hefur kynnt breytingar á námslánakerfi að nor- rænni fyrirmynd. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að fara blandaða leið við að styðja námsmenn, annars vegar með styrkjum og hins vegar með lánum á lágum vöxtum.    Með þessu er meðal annars ver-ið að gera styrkjakerfið í námslánum gagnsærra, en hingað til hefur það verið falið í formi niðurgreiddra vaxta. Einstaka námsmenn hafa fengið milljónir í óbeina styrki og hafa því komið vel út úr núverandi kerfi, en það er ekki endilega sanngjarna leiðin, að minnsta kosti ekki frá sjónarhorni þeirra sem aðhyllast jöfnuð.    Kerfið sem menntamálaráð-herra leggur til skilar betri niðurstöðu fyrir flesta námsmenn, en hver eru þá viðbrögð þeirra sem áður settu saman ríkisstjórn sem þeir kenndu við norræna velferð?    Jú, þeir leggjast þvert fyrir máliðmeð hótun um málþóf og nýta sér það að stjórnarliðar hafa talað um að halda kosningar í haust.    En forystumenn vinstri flokk-anna gleyma því að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sett það skilyrði fyrir haustkosn- ingum að hægt sé að afgreiða stærri mál á eðlilegan hátt.    Nú er komið í ljós að það er ekkihægt og að stjórnarandstaðan hyggst nýta sér meinta tímapressu. Þá er aðeins eitt að gera; aflétta þessari óþörfu pressu. Á að láta undan málþófshótuninni? STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 11 skýjað Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 16 rigning Brussel 15 skúrir Dublin 16 léttskýjað Glasgow 19 heiðskírt London 12 súld París 16 rigning Amsterdam 23 rigning Hamborg 22 rigning Berlín 22 léttskýjað Vín 19 léttskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 20 skýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 10 rigning Montreal 20 léttskýjað New York 26 skýjað Chicago 19 rigning Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:19 23:34 ÍSAFJÖRÐUR 2:33 24:29 SIGLUFJÖRÐUR 2:14 24:15 DJÚPIVOGUR 2:38 23:14 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Haldinn verður opinn fundur á Húsavík í dag, þar sem sérfræðingar í rannsóknum og jarðváreftirliti ræða við almenning, auk fulltrúa frá Almannavörnum. Fundurinn er hluti ráðstefnu um jarðskjálfta á Norður- landi, en Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur stendur að henni ásamt hópi vísindamanna. „Við viljum með þessu koma því áleiðis hvað við erum að rannsaka og hvert við erum komin í þeim rann- sóknum,“ segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að sú reynsla og þekking sem skapast hafi um jarðskjálfta á Suðurlandi nýtist nú við rannsóknir norðanlands. Margar fjölbreyttar rannsóknir hafa verið kynntar á ráðstefnunni. „Meðal annars er verið að grafa ofan í jörðina hér á Norðurlandi, til að sjá hvar færslur hafa átt sér stað á fyrri öldum og þannig reyna að lengja þá sögu sem við höfum um jarðskjálfta hér á þessu svæði. Hér eru að koma fram ýmsir kubbar sem saman hjálpa til við að mynda al- mennan skilning á þessu belti,“ segir Ragnar og bætir að lokum við, að það teygi sig allt frá Öxarfirði og vestur í mynni Skagafjarðar. Opinn fundur um jarðvá á Húsavík  Sérfræðingar í jarðváreftirliti ræða við almenning  Stórt jarðskjálftabelti Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þeistareykir Ekki er langt að leita jarðvirkni í grennd við Húsavík. Einhugur ríkti á fundi sóknar- nefndar Lang- holtskirkju um ráðningu Árna Heiðars Karls- sonar í starf organista við kirkjuna. Árni mun hefja störf þann 1. ágúst og mun feta í spor Jóns Stefánssonar, sem féll nýverið frá. Nefndin fór fram á svokallað kantorspróf frá Tónskóla þjóðkirkj- unnar. Árni hefur það ekki en hyggst ljúka því námi á næstu þremur árum. Björg Dan Róberts- dóttir, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju, baðst undan við- tali þegar eftir því var leitað. Rúmlega 100 manns hafa skrifað á undirskriftalista þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna ráðn- ingarinnar. Árni Heiðar hefur undanfarin sjö ár starfað sem organisti og kór- stjóri við Óháða söfnuðinn í Reykja- vík. Þá hefur hann verið kórstjóri Graduale Nobili í Langholtskirkju á vorönn og mun halda því áfram. benedikt@mbl.is Árni Heiðar Karlsson Einhugur um Árna  Mun ljúka kantors- prófi á næstu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.