Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutirnir sem virðast mikilvægir eru það ekki og hið sama gildir um það sem virð- ist töfrandi, áhugavert og brýnt. Láttu ekki öfund samstarfsmanna hafa áhrif á þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er góður dagur til að njóta sam- vista við vini þína og ættingja. Þú lendir í núningi. Afleiðingarnar gætu falist í bræð- iskasti áður en dagurinn er á enda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sá sem hlustar á hugrenningar þín- ar er gimsteinn – sannur vinur. Sýndu því til- litssemi og virtu tilfinningar annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugsaðu þig vel um áður en þú hleypur eftir hugdettum sem virðast leiða til lítilfjörlegra hluta. Hvort sem þú er tilbúinn eða ekki skaltu láta slag standa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sjálfsagt er að sýna skoðunum annarra virðingu þótt þær fari ekki saman við okkar eigið álit. Reyndu að fá sem mest út úr sam- skiptum við félagana fram að því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fjárhættuspil er yfirleitt ekki góð hug- mynd en tilfinning þín fyrir heppni er svo mik- il í augnablikinu að þú ættir að láta slag standa og taka smávegis áhættu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þið eruð eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Ertu skrefi á undan eða eftir? Vertu á sama hraða og njóttu umhyggjunnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vogin er ekki sú eina sem veður í villu og svíma vegna mannlegs atferlis þessa dagana. Gerðu áætlun um það hvernig þú getur best unnið að heilbrigðri sál í hraustum líkama. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í starfi þínu þarftu nú frekar að sýna samstarfsvilja en sjálfselsku. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta. Aðrir vilja sýna þér einlægni en þeir þekkja ekki allar staðreyndir málsins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu vel yfir fyrirmæli sem þér berast frá yfirboðurum og foreldrum því mik- ill misskilningur er á ferðinni. Hugsaðu upp 10 leiðir til þess og notaðu þær. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur oft reynst erfitt að fá aðra á sitt band. Ekki bíða lengur. Nú, meðan stjörnurnar eru þér hliðhollar, er tími til að- gerða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þú hafir náð ákveðnum áfanga sem sjálfsagt er að fagna máttu ekki setjast með hendur í skauti. Vertu agaður og þú færð það besta út úr ferlinu. Ljóðahópur Gjábakka hefur starfað í16 ár og gefið út sem næst eina bók á ári. Í hópnum eru 12 félagar og hafa þeir flutt ljóðadagskrár víða, m.a. á Menningarnótt, í Kópavogi og Reykja- nesbæ. Jónasarvaka, dagskrá helguð Jónasi Hallgrímssyni, hefur verið flutt 30 sinnum og átta félagar úr hópnum heimsóttu Færeyjar til að styrkja nor- ræn menningartengsl. Í síðustu viku kom út ný ljóðabók Ljóðahóps Gjábakka, – Glitþræðir, og eru höfundar 12. Bókin er falleg og fer vel í hendi; hún er góð aflestrar og margt vel ort. Ég tek sem dæmi afhend- ingar Sigurlínar Hermannsdóttur, sem hún kallar „Hringsól tímans“ en hún hefur verið leiðbeinandi hópsins síðustu þrjú árin. Sigurlín leikur sér að enda- ríminu, sem kallar fram skemmtilega hljóðdvöl eða hrynjandi: Í hringi tímans tifar ótt, ég trúi að vor tíð áður en varir verði fortíð. Ár og stund sér mæla mót og mun þá sú tíð reynast okkar næsta nútíð. Þá er víst, ef þenki rétt, að þessi samtíð var einu sinni fjarlæg framtíð. Oddný Sv. Björgvins yrkir um „Hringrás lífsins“: Skrítið að snúast hring eftir hring eftir hring horfa á skuggaljósin hverfast dýpra og dýpra inní spegilmynd eigin sjálfs vita ekki - hvenær einum hring lýkur og annar tekur við. „Útsýni“ heitir þetta smáljóð Ingu Guðmundsdóttur: Hvítfyssandi öldur hvolfast yfir skerin úti á firði stefna á ströndina og stimpast við fjörugrjótið fjær blasa við Bessastaðir. Ólafía Stefnía Eyjólfsdóttir spreytir sig á nýstárlegum, er- lendum bragarháttum. Hér er „fimmlínungur (cinquain)“ - „Dalalæða“: Þokan leið niður hlíð og þvölum gráðugum loppum umlukti efstu hús kuli. Ég óska Gjábakkahópnum til hamingju með bókina og mun ég hafa hana við höndina. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Glitþræðir, – ný ljóðabók Gjábakkahópsins Í klípu „ÞÚ BEIÐST OF LENGI MEÐ AÐ KOMA MEÐ HANN. Á ÞESSU STIGI GET ÉG BARA BOÐIÐ UPP Á LÍKNARMEÐFERÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF REYKSKYNJARINN BILAR OG HÚSIÐ ÞITT FUÐRAR UPP MUNUM VIÐ GEFA ÞÉR NÝJAN SKYNJARA, ALVEG ÓKEYPIS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að ein ævi saman verður ekki nóg. OG ÞIÐ SEGIÐ AÐ ÉG HAFI FITNAÐ! ÞETTA ER FRÁBÆR STAÐUR TIL AÐ ÆFA SANDSKOTIN OKKAR! ÞÚ ERT HEPPINN AÐ ÞÚ NÁÐIR AÐ BJARGA SANDJÁRNINU ÞÍNU ÞEGAR SKIPIÐ OKKAR SÖKK! ÞVÍ MIÐUR GLEYMDI ÉG AÐ BJARGA GOLFBOLTUNUM LÍKA! Gjaldið ekki illt með illu eða illmæli fyrir illmæli heldur þvert á móti bless- ið því að þið eruð til þess kölluð að öðl- ast blessunina. (Fyrra Pétursbréf 3:9) OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD Er loksins komið sumar? Fyrir ut-an veðrið eru þess flest merki. Íslenski fótboltinn er byrjaður að rúlla, sá enski hættur að rúlla, og Vík- verji er kominn með sitt árlega kvið- slit þegar grillið er borið úr geymsl- unni og upp á svalir. Nú vantar bara grillveðrið, sem hefur svo sem ekki stöðvað Víkverja áður. x x x Víkverja þykir það forvitnilegt aðþegar kemur að eldamennsku innandyra er hann handónýtur, nema það að rista brauð og panta pitsu telj- ist með, en um leið og starfinu er hent út fyrir hússins dyr og beint á opinn eld er röðin komin að honum að sanna sig. Væntanlega er það af því að það eru færri breytur þegar kemur að grillinu, þannig að menn eins og Vík- verji, sem getur varla tuggið tyggjó og gengið á sama tíma, eiga einfald- ara með eldamennskuna. Kjöt á, snúa því, kjöt af, njótið. x x x Líklega er það til merkis um úrelt-ar staðalímyndir og kynhlut- verk hvernig þessu hefur verið háttað á heimili Víkverja. Á sama tíma er hvatinn voðalega lítill til þess að breyta þessu, ekki síst vegna þess að Frú Víkverji er einfaldlega klárari í eldhúsinu en hann. Til hvers að skerða lífsgæði beggja með því að láta Víkverja elda þangað til hann lærir á þetta fyrst svo er? x x x En, hann getur þá allavega reyntað lofa bót og betrun, og þá um leið lofað því að eldamennskan í sum- ar verði meira á sínum herðum en verið hefur, svo lengi sem Frú Vík- verji sættir sig við að það sé grillað í hvert mál. x x x Víkverji bíður spenntur eftir því aðEvrópumótið í knattspyrnu hefjist, en hann er í nokkrum vanda. Í fyrsta sinn eru Íslendingar með lið á stórmóti í karlaboltanum, en ekki er endilega gert ráð fyrir að það nái að sigra. Getur Víkverji réttlætt það fyr- ir sjálfum sér að halda með Englend- ingum eina ferðina enn, þegar Ísland er með lið á mótinu? Eða er það að svíkja lit? víkverji@mbl.is Víkverji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.