Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Lærði frá 9 á morgnana til 3 … 2. „Þetta er óheiðarlegt fólk“ 3. Górillan gætti barnsins 4. „Rosalegt áfall að greinast aftur“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kór Akraneskirkju heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Efnisskráin sýnir fjölbreytileika í verkefnavali kórsins og verða m.a. flutt lög eftir Báru Grímsdóttur, Jón Laxdal, Sigurð Flosason, Gunnar Þórðarson, Tómas R. Einarsson, Benny Andersson og George Shear- ing. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson og meðleikur á píanó er í höndum Viðars Guðmundssonar. Fram undan hjá kórnum er tónleika- ferð til Suður-Englands. Kirkjukór hitar upp fyrir Englandsferð  Grænlendingurinn Miké Fencker Thomsen heldur tónleika í röðinni Arctic Concerts í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Thomsen, sem er fæddur í Ilulissat árið 1984, er sviðslistamaður, söngvari og leikari og þykir kraftmikill og glæsilegur fulltrúi ungra inúíta. Hann nýtur mikillar hylli á Grænlandi og er þjóðkunnur kvikmyndaleikari, sjón- varpsstjarna og tónlistarmaður. Verk hans hafa sterkar rætur í græn- lenskri menningu, trommudansi og sagnahefð en eru líka nátengd nýj- ustu stefnum og alþjóðlegum straumum, að því er segir í tilkynn- ingu um tónleikana. Hróður Thom- sen hefur borist langt út fyrir strendur Grænlands og hann hefur starfað talsvert á Norðurlöndum, m.a. með færeysku hljómsveitinni Yggdrasil, og verið á samningi hjá leikhúsum í Þýskalandi og Danmörku. Thom- sen tekur þátt í upp- færslu á óperu Önnu Þorvaldsdóttur, UR_, sem sýnd verður á Listahátíð í Reykja- vík 4. júní. Miké Thomsen í Norræna húsinu Á föstudag og laugardag Hægviðri eða hafgola og víða léttskýjað en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt í veðri, hiti að 20 stigum inn til landsins. Á sunnudag Hægviðri, skýjað með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum við suður- og vestur- ströndina en annars léttskýjað eða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Í þau rúmlega 20 ár sem Gábor Király hefur verið at- vinnumaður í knattspyrnu hefur hann vakið athygli fyrir litríkan og sérstakan leikstíl. Hann hefur farið í kollhnísa með boltann í fanginu, horft til vinstri þegar hann hendir bolt- anum til hægri og þar fram eftir götunum. Markvörð- urinn litríki mætir Íslandi á EM í Frakklandi og er ald- ursforseti mótsins. » 4 Litríkur mark- maður Ungverja „Þetta var ekki okkar besta frammi- staða, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, eftir 3:2 tap Íslands gegn Noregi í vináttu- landsleik í gær- kvöldi. „Þetta var ekki það Ísland sem við erum vanir að sjá,“ bætti Svíinn við. Hann hefur engar áhyggjur og býst við að fólk muni sjá hið rétta íslenska lið á EM í Frakklandi í sumar. » 2-3 Ekki það Ísland sem við erum vanir að sjá „Íslenskur kvennahandbolti er svo sannarlega í mikilli lægð um þessar mundir og ljóst að grunnþjálfun er langt frá því að vera viðunandi. Þess varð ekki aðeins vart í leiknum í gær heldur einnig þegar U20 ára lands- liðið lék hér á landi síðla vetrar í und- ankeppni HM,“ segir Ívar Benedikts- son í grein um landsleik Íslands og Frakklands í gærkvöld. »2-3 Íslenskur kvenna- handbolti er í lægð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmyndarar geta ekki alltaf gengið beint að viðfangsefninu og þegar myndað er úti í náttúrunni þurfa þeir oft að sýna mikla biðlund. „Ég hef beðið í nær sjö ár eftir því að ná al- mennilegri, birt- ingarhæfri mynd af þessari uglu, sem ég held að sé eyrugla, en ég er ekki fuglafræð- ingur,“ segir Már Jóhannsson. Már starfar sem bókhaldari og hef- ur verið áhugaljósmyndari frá æsku. „Sem unglingur um fermingu var ég undir handleiðslu Jóhannesar Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns á Siglufirði, og sótti námskeið hjá hon- um í æskulýðsheimilinu, lærði að taka myndir, framkalla og stækka,“ rifjar hann upp. Hann segist fyrst og fremst hafa fangað umhverfið, bygg- ingar og fleira lengi vel en í mörg ár hafi hann veitt fuglum æ meiri at- hygli og tekið margar fuglamyndir. „Ég mynda annars allt sem vekur at- hygli mína,“ segir hann. Barnabörnin bentu á hana Fjölskyldan á sumarbústað á Suðurlandi og þar hefur uglan verið á sveimi. „Barnabörnin vöktu athygli okkar á henni og hvæsinu í henni,“ segir Már, sem náði fyrst að mynda hana í kjarri í júlí 2009. Hann segir að uglan hafi verið á svæðinu allar götur síðan, nágrannarnir kannist líka við hana, en hún hafi haldið sig frá myndavélum. „Við verðum einkum vör við hana á vorin, það eru óhljóð í henni og hún er þá greinilega að fæla fugla af hreiðrum, en svo hverfur hún á haustin. Þó að hún sé vel sýnileg lætur hún ekki mynda sig og það var alger tilviljun að ég náði myndinni.“ Hjónin voru sest við matarborðið um sjöleytið síðastliðið laugardags- kvöld þegar óvenjulegt hljóð truflaði kyrrðina. „Konan leit út um gluggann og sagði að uglan væri sest á fugla- húsið. Ég rauk upp, greip myndavél- ina á stofuborðinu og náði að smella af fjórum myndum áður en uglan átt- aði sig á myndatökunni og flaug í burtu um 10 til 15 sekúndum síðar.“ Már setti fuglahúsið niður fyrir um áratug en segir að enginn fugl hafi sest í það og það hafi drabbast niður. „Hún var greinilega að athuga hvort fugl væri í húsinu og það varð mér til happs,“ segir hann. Myndavélin er aldrei fjarri en Már áréttar að það sé eins og uglan átti sig á því. „Ég held að uglan sé ein síns liðs. Við höfum að minnsta kosti aldr- ei séð tvær eða fleiri uglur á flugi hérna á sama tíma.“ Eyruglan gleymdi sér á kvisti  Náði loks mynd af henni eftir að hafa reynt í sjö ár Ljósmynd/Már Jóhannsson Eyruglan Fuglinn hefur forðast myndavélar í rúm sjö ár en gleymdi sér um stund og það nægði Má. Már Jóhannsson Eyrugla fannst fyrst verpandi hérlendis árið 2000, í sumarbú- staðalandi á Suðurlandi, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fugla- fræðings. Hún hefur samt ekki sést reglulega síðan. Þannig hef- ur hann vitað um sjö pör með unga sumarið 2011 en sá enga í fyrra. Hins vegar hefur hann heyrt um nokkur tilfelli núna. „Það virðast vera sveiflur í þessu eins og hjá branduglunni,“ segir hann og bendir á að þær lifi eink- um á músum. „Það geta verið sveiflur í músastofninum sem valda þessu.“ Eyrugla hefur meðal annars sést í Vestmannaeyjum, á Norðurlandi og Austurlandi. Hún á auðvelt með að fela sig í skóg- um, hefur ekki verið merkt og ekki er vitað hvort hún fer á vet- urna og þá hvert. Helstu einkenn- in eru appelsínugul augu og stór eyru, sem hún sýnir þegar hún felur sig eða er í árásarham. Hún er mjög lík branduglu, sem er með gul augu. Miklar sveiflur í stofninum EYRUGLA HEFUR SÉST VÍÐA UM LAND FRÁ 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.