Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Horfur er nafn nýrrar sýningar
sem opnuð verður í Skoti Ljós-
myndasafns Reykjavíkur í dag,
fimmtudaginn 2. júní. Myndirnar á
sýningunni eru eftir Charlottu
Maríu Hauksdóttur.
„Verkið Horfur var unnið á Ís-
landi haustið 2015 þar sem við fjöl-
skyldan dvöldum tímabundið,“ læt-
ur Charlotta hafa eftir sér. „Fyrir
utan svefnherbergisgluggann var
garður með miklum gróðri sem ég
fékk strax áhuga á að mynda. Við
hliðina á glugganum var segultafla
sem á hékk lítil vatnslitamynd og
fékk ég hugmynd um að hengja
myndir á töfluna, bæði fréttamynd-
ir og persónulegar myndir. Það
sem vakti áhuga minn var samspilið
milli þess sem var að gerast úti í
heimi, fyrir utan gluggann og í lífi
fjölskyldunnar. Á þessum fjórum
mánuðum fylltist taflan smám sam-
an, á meðan gróðurinn hopaði fyrir
vetri. Yfir þennan tíma tók ég 80
myndir og er það því einungis
sýnishorn af verkinu hér í Skotinu.
Ég hafði gert áþekkt verk á ár-
unum 2008-2009 sem ég setti fram í
handgerðri bók sem sýnd var í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Þjóð-
minjasafninu og nú síðast í Susan
Eley Fine Art í New York,“ segir í
fréttatilkynningu frá safninu.
Charlotta er fædd í Reykjavík en
býr og starfar í Palo Alto í Kali-
forníu.
Charlotta hefur haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum bæði í Evrópu og í
Bandaríkjunum. Myndir hennar má
finna bæði í opinberri og einkaeigu
um allan heim og hafa þær birst í
fjölmörgum bókum og tímaritum.
Ljós Samspil milli þess sem er að gerast utan gluggans og innan hans.
Samspil andstæðna
í Ljósmyndasafninu Í tengslum við Hátíð hafsins og sjó-mannadaginn verður opnuð listsýn-
ing í Alliance française í dag,
fimmtudaginn 2. júní, klukkan 17.
Alliance française er í Tryggva-
götu 8 í Reykjavík.
Laugardaginn 4. júní kl. 13 er
fólki boðið að koma með börn sín á
námskeið í fiskiprenti í tilefni af Há-
tíð hafsins 2016. Listakonan Josée
Conan kennir. Húsnæðið verður líka
opið 5. júní kl. 12-16 í tilefni af sjó-
mannadeginum.
Listaverkin á sýningunni eru eftir
Josée Conan, sem beitir svokallaðri
Gyotaku-tækni í sköpun sinni. Gyo-
taku er japanska og þýðir fiskafar.
Tæknin á uppruna sinn í fornri jap-
anskri hefð sem ku hafa orðið til
þegar japanskir sjómenn vildu sýna
keisaranum sínum risafisk sem þeir
veiddu en ferðin til hans tók of lang-
an tíma. Þeir bjuggu því til eft-
irmynd af fisknum með því að væta
fiskinn með bleki úr kolkrabba og
leggja hríspappír yfir.
Eftirmynd
fiska á sjó-
mannadag
Morgunblaðið/RAX
Fiskalist Listviðburðir tengdir sjó-
mannadeginum eru margir.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Listunnendum líkar ekki við íþrótt-
ir og öfugt, sagði einn heimspeki-
prófessora minna í tíma um frum-
speki í forn-grísku samfélagi í
háskólanum í gamla daga. En þótt
hann hafi haft rétt fyrir sér um
flest, þá hafði hann ekki rétt fyrir
sér um þetta.
Aristóteles og
íslenska landsliðið
Enginn Íslendingur þarf að hafa
lesið ritið um skáldskaparlistina eft-
ir Aristóteles til
að átta sig á því
að ævintýri ís-
lenska landsliðs-
ins í knattspyrnu
smellpassar inní
öll lögmál þeirrar
listar.
Þarna er
glæsilegur inn-
gangur, þarna
eru óskaplegar
hindranir og
ómögulegir bardagar en samt sigr-
ar liðið hið ómögulega.
En svo er eftirmálinn þarna í
Frakklandi óskrifuð saga, en það er
í sjálfu sér aukaatriði.
Þetta er búið að vera svo frábært
fram að þessu.
EM er mót þjóða sem
telja 750 milljónir manns
Hver hefði getað trúað því að 320
þúsund manna þjóð myndi komast á
svona stórmót heimsins eins og 750
milljóna manna álfa Evrópu heldur
í knattspyrnu.
EM-mótið er eitt af stóru mót-
unum í knattspyrnu í heiminum í
dag og til þess að komast þangað
þurfti íslenska liðið að sigra brons-
hafa af síðasta heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu, Hollendinga,
stórþjóðir fótboltans eins og Tékk-
land, Tyrkland og Kasakstan.
Ok, Kasakar eru kannski ekki
stórþjóð í fótbolta en hinar þjóð-
irnar eru það. Bæði Tékkland og
Holland hafa leikið til úrslita á
stærstu mótum heimsins og Tyrk-
land náði bronsi á HM á sínum
tíma.
Fjármögnun erfið við að filma
eitt stærsta ævintýri Íslands
Maður hefði haldið að fjár-
mögnun á svona ævintýri væri nokk
öruggt dæmi, en fjármögnunin
gekk víst illa. Aðstandendur mynd-
arinnar sóttu þrisvar um styrk til
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en
fengu tvisvar nei, en í þriðja skiptið
fengu þeir já. Þá fór boltinn að
rúlla, það er hjá þeim. Hann rúllaði
mjög vel allan tímann hjá landslið-
inu.
Á endanum komu einkaaðilar í
verkefnið og þetta virðist vera að
ganga upp hjá þeim svona fjárhags-
lega.
Tveggja ára vinna
Aðstandendur myndarinnar, þeir
fremstu eru Sævar Guðmundsson
og Sölvi Tryggvason, eru sáttir.
Margir lögðu þeim samt lið, mjög
margir. Þeir hafa eytt tveimur ár-
um í að koma þessari mynd í bíó-
húsið og hún verður forsýnd í
kvöld, fimmtudaginn 2. júní, en
verður síðan sýnd okkur venjulega
fólkinu, sem fær aldrei neina boðs-
miða, í margar vikur í framhaldinu.
Diljá Ámundadóttir er
kynningarfulltrúi myndarinnar og
aðspurð hvort hún sé mikill aðdá-
andi knattspyrnu segir hún að svo
sé ekki. „Þessi mynd er einmitt
ekki aðeins fyrir fótboltaáhuga-
menn,“ segir Diljá. „Myndin er um
svo miklu meira en fótbolta. Hún er
um mannleg samskipti og allt það
mannlega í okkur. Ég hef heyrt í
svo mörgum sem hafa séð myndina
sem eru ekki aðdáendur leiksins en
eru mjög ánægðir með myndina og
það er svo gaman að heyra það.“
Aðspurður segir Sölvi Tryggva-
son að þeir séu fyrst og fremst
þakklátir. „Þetta verkefni hefði get-
að klúðrast á svo mörgum stigum í
vinnunni að þegar hún kemur nú
loksins út að þá mun okkur létta
mjög mikið,“ segir Sölvi. „Ég fékk
þessa hugmynd að gera þessa mynd
löngu áður en þetta ævintýri byrj-
aði. Það var þessi veisla í kringum
HM sem kveikti í manni, af því að
við vorum svo nálægt því að komast
á stórmót þá. Þá hugsaði maður
með sér að það yrði einhver að
filma þessa stráka. Við höfðum
samband við KSÍ og þetta tók allt
sinn tíma. Fyrst þurftum við sam-
þykki þaðan. Síðan þegar við vorum
búnir að sannfæra þá þurftum við
samþykki frá þjálfurunum. Þegar
við vorum búnir að sannfæra þá um
ágæti verkefnisins þá fengum við að
hitta landsliðsmennina sjálfa og þá
tók við tímabil þar sem við þurftum
að vinna traust þeirra. Því auðvitað
er ekki sjálfgefið að vera einlægur
og hreinskilinn gagnvart kvik-
myndagerðarmönnum þegar þú ert
í stöðu landsliðsmanns. En þegar
þeir voru búnir að átta sig á því að
við myndum ekki nota mismæli
þeirra eða mistök í viðtölum til að
skella í forsíðufrétt í blöðunum þá
fór boltinn að rúlla og þeir treystu
okkur.“
Íþróttaafrekinu breytt í list
Morgunblaðið/Eggert
Samtíminn Okkar Akkilesar og Hektorar eru nú á knattspyrnuleikvöngum. Þeir berast kannski ekki á banaspjót en þeir berjast engu að síður.
Ferðin til
Frakklands filmuð
og frumsýnd
Diljá
Ámundadóttir
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Sun 12/6 kl. 19:30 aukasýn
Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn
Sýningum lýkur í vor!
Mugison (Kassinn)
Fim 2/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30
Fös 3/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30
Lau 4/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Sun 5/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30
Fim 9/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
Miðasala á mugison.com
Ekkert að óttast (Kassinn)
Lau 4/6 kl. 19:30
Áhugaleiksýning ársins!
DAVID FARR
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00
Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00
Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00
Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00
Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00
Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00
Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00
Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00
Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00