Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Vatnsleikur Vatnssopinn er alltaf svalandi. Þessum tveimur börnum þykir ekki leiðinlegt að leika sér að því að næla sér í vatnssopa og að sjálfsögðu skiptast þau bróðurlega á að súpa af bununni.
Eggert
Íslensk stjórnmál
auðkennast af stað-
festu og stöðugleika
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks
annars vegar og
stefnuleysi og sundr-
ungu vinstri manna
hins vegar. Þannig eru
ríkisstjórnarflokkarnir
einir núverandi flokka
sem voru með við
stofnun lýðveldisins
1944. Vinstri flokkar þess tíma hafa
horfið og eftir það hefur umrót
þeirra einkennst af kennitöluflakki
og nafnauppfinningum: Alþýðu-
eitthvað, jafnaðarmanna-hitt og
þetta, samtök, fylkingar og flokkar,
sósíalistar, kommúnistar, grænir
o.s.frv. Þrátt fyrir að nöfnum sé sí-
fellt breytt, gengið sé á forðabúr
tungunnar og hæsta stig lýsingar-
orða notað, þá skapast aldrei lang-
varandi samstarfsgrundvöllur
vinstri manna. Stjórnmálastefna
þeirra er haldbær eins og froða í
fjöruborði, efnisþættir hennar sam-
eiginleg fyrirlitning á þjóðararfi Ís-
lendinga, lýðræðisfyrirkomulagi Al-
þingis, stjórnarskrá lýðveldisins,
embætti forseta Íslands og Hæsta-
rétti.
Kenningar, fyrir-
myndir og samstarf er
sótt erlendis til niður-
rifsstarfsemi innan-
lands. Fyrir og eftir
seinni heimsstyrjöldina
til Sovétríkjanna og
eftir fall þeirra til Evr-
ópusambandsins.
Stefnt er að eyðilegg-
ingu sjálfstæðra þjóð-
ríkja og afnámi ein-
staklingsfrelsis, þar
sem lýðræðiskjörnir
embættismenn eru
sviptir völdum með eða
án hervalds og þjóðir beygðar undir
alþjóðlegt vald. Þannig var það í
upphafi alþjóðasamtaka kommún-
ista, Komintern, en í dag hefur
Brussel íklæðst Moskvufrakkanum
skreyttum nýjum formerkjum. Ekk-
ert er nýtt undir sólinni og alræðis-
draumur vinstri manna í dag er sá
sami og hingað til hefur kostað
hundruð milljóna manna lífið. Boris
Johnson, fv. borgarstjóri London,
segir að markmið ESB sé ofurríkið –
hið sama og Hitler, Napóleon og
Rómarkeisurum mistókst að reisa.
Slíkt endar alltaf með skelfingu.
Líklega þarf að fara til tíma
svartadauða 1402 til að gera sam-
anburð við stærsta efnahagslega
áfall í sögu þjóðarinnar. Umfang og
afleiðingar stærsta bankaráns Ís-
landssögunnar eru þyngsta áfall
þjóðarinnar á lýðveldistímanum.
Vegna snarræðis Sjálfstæðisflokks-
ins, viðbragða forseta Íslands og
andspyrnu þjóðarinnar gegn Ice-
save tókst að afstýra gjaldþroti. Sem
betur fer hafa margir
efnahagsafbrotamenn hlotið dóm,
þótt höfuðpaur stærsta gjaldþrota-
búsins gangi enn laus. Sá maður
reyndi ítrekað en árangurslaust að
múta þáverandi seðlabankastjóra og
fv. forsætisráðherra. Með aðstoð
Evu Joly, saksóknara í Frakklandi
og Noregi, tókst að skapa embætti
sérstaks saksóknara. Hefur allt
gengið eftir sem sagt var, að fjár-
málahrunið væri skólabókardæmi í
efnahagsafbrotum. Varað var við, að
þýfi hlaðnir glæpamenn tækju yfir
fjölmiðla til gegndarlausra árása á
óvini sína og til að slá ryki í augu al-
mennings. Með keyptum pennum er
svörtu breytt í hvítt og venjuleg um-
ræða eyðilögð með persónuárásum
svo sannleikurinn nái ekki fram að
ganga. Þessi skaði er víðtækur og
lýðræðislega kjörnir embættismenn
undir álagi að verja sig og stjórn-
arskrá lýðveldisins. Jafnvel þótt
menn afpláni dóma halda þeir áfram
að ráðast á heiðarlega embættis-
menn. Gerir það landsmönnum erfitt
fyrir í uppgjöri við orsakir og afleið-
ingar hrunsins. Er stjórnmálalegu
uppgjöri þjóðarinnar enn ólokið eins
og t.d. innilokuð skjöl á Alþingi sýna.
Sálfræðilegt uppgjör er yfirstand-
andi og forsetakosningarnar kjörið
tækifæri til að vinna áfram í þeim
málum. Efnahagslegu uppgjöri mið-
ar vel vegna árangurs Icesave-
baráttu þjóðarinnar.
Þrátt fyrir að vinstri menn neiti
nú hástöfum að þeir aðhyllist ESB
eða hafi reynt að koma klyfjum Ice-
save á komandi kynslóðir lands-
manna, halda þeir uppteknum hætti
undir nýjum felumerkjum. Fáir vilja
lengur kannast við Samfylkinguna
en vonin lifir áfram að geta selt þjóð-
ina og fiskimiðin fyrir nokkrar evrur
í eigin vasa og krækja í feitan bita í
Brussel.
Átökin á meginlandinu hafa
harðnað og uppbygging ESB-hers
hafin. Rætt er um ný nafnnúmer
íbúa aðildarríkjanna fyrir skatt og
sameiginlega fjármálastjórn. Stór-
ríki ESB er í burðarliðnum og minni
þjóðum mun áfram verða fórnað.
Enginn kemst hjá átakalínunni um
sjálfstæði eða uppgjöf þjóða.
Það er döpur sýn að sjá landsölu-
lið Íslendinga með dr. Guðna Th. Jó-
hannesson um borð halda upptekn-
um hætti. Beitir sagnfræðingurinn
marxískri kenningu um „minnisleysi
fjöldans“ (M. Halbwachs „La Mé-
moire collective“ 1950) og þjóðhetju-
formúlu Halldórs Laxness til að tala
niður til þjóðarinnar og draga úr
henni kjark.
Ekki að undra að fv. innanríkis-
ráðherra, Ögmundur Jónasson, hafi
skrifað grein með fyrirsögninni „Lít-
il fræði í sagnfræði Guðna“ þar sem
hann segir sagnfræðinginn skrifa af
vanþekkingu um Icesave. Í sama
streng tekur Egill Helgason í grein-
inni „Icesave og flokkslínurnar“ þar
sem hann ásakar sagnfræðiprófess-
orinn um að breiða yfir staðreyndir.
Afstaða sagnfræðiprófessorsins til
stjórnmálamanna er að þeir stundi
sögufölsun og afvegaleiði fólk með
„hetjusögum“ og „þjóðrembu“. Lýs-
ir hann landsmönnum sem „fávísum
lýð“.
Í forsetakosningunum er það
markmið landsöluliðsins að draga
fána ESB að húni á Bessastöðum.
Enn á ný þarf þjóðin að rísa upp. Í
þetta skipti til að bjarga Bessastöð-
um.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason »… en vonin lifir
áfram að geta selt
þjóðina og fiskimiðin
fyrir nokkrar evrur í
eigin vasa og krækja í
feitan bita í Brussel
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fv. aðalritari
Smáfyrirtækjabandalgs Evrópu.
Samfyrirlitning landsöluliðsins