Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Þriðja Bombardier Q-400-flugvélin í flota Flugfélags Íslands kom til landsins á mánudagskvöld og verð- ur komin í áætlunarferð um eða eft- ir helgina. Þetta er síðasta vélin af þremur þessarar gerðar sem FÍ tekur inn í flota sinn en sú fyrsta kom í febrúarlok. Vélin nýja fær nafnið Hallgerður langbrók og hef- ur einkennisstafina TF-FXB. „Vélarnar koma vel út, bæði hvað varðar eldsneytisnotkun og flug- tíma. Þær eru sparneytnar og flug- tíminn milli Reykjavíkur er gjarnan um 35 mínútur, sem er 5-10 skemmri tími en við gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlun,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri FÍ. Nokkrar smávægilegar bilanir komu upp á fyrstu vikunum við inn- leiðingu flugvélanna. Árni Gunn- arsson segir að hjá FÍ séu menn þó búnir að mestu að ná tökum á þeim vanda. Að sjálfsögðu geti komið upp bilanir í þessum vélum eins og öðrum og í öllum slíkum frávikum sé öryggi haft að leiðarljósi. Til Grænlands í sumar Bombardier Q 400-vélarnar eru notaðar í flugi til og frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða – og Aberdeen í Skotland í gegnum Keflavík. Í sumar verður svo flogið á Q400 til Kulusuk og Narsarsuaq á Grænlandi og frá júlíbyrjun Kang- erlussuaq, það er Syðri-Straum- fjarðar, sem er nýr áfangastaður. Fokker 50-flugvélarnar sem FÍ hef- ur haft í notkun lengi eru komnar úr daglegri áætlun og eru þær all- ar, fjórar alls, á söluskrá. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Allar Bombardier Q400 sem FÍ fær eru komnar til landsins. Þriðja Bombardier- vél FÍ er komin  Hallgerður Langbrók er mætt Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Varðskipið Þór snýr heim til Íslands á morgun, föstudag, og tekur þátt í sérstökum leiðangri til að rannsaka skipsflak Jóns Hákonar BA í djúpi Aðalvíkur. Þór hefur verið í Póllandi síðustu tvo mánuði í hefðbundnu viðhaldi, sem hann þarf að gangast undir á fimm ára fresti. Þar hefur skipið verið botnhreinsað, málað, öxul- dregið og tækjabúnaður þess yfir- farinn. Meðan á viðhaldinu stendur hefur varðskipið Týr sinnt hefð- bundnum eftirlitsstörfum Landhelg- isgæslunnar. Við heimkomu mun Þór fljótt leysa Tý af en fyrst mun varðskipið koma að rannsókn á fiskibátnum Jóni Hákoni BA í sam- starfi við Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. „Hann kemur heim núna á föstu- daginn til Reykjavíkur og eftir sjó- mannadagshelgina fer hann í sér- stakt verkefni til að ná Jóni Hákoni af hafsbotni,“ segir Ásgrímur Ás- grímsson, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Hann segir ekki útlit fyrir að Týr eða Ægir fari í sambærilegt við- haldsferli á næstunni. Aðkoma Þórs er þannig að öflugt spil skipsins er notað til að hífa flak- ið á ákveðið dýpi. Þá er flakið dregið á grynnra svæði þar sem kafarar geta athafnað sig. Jón Arelíus Ing- ólfsson, rannsóknastjóri sjóslysa- sviðs hjá Rannsóknanefnd sam- gönguslysa, segir að veðurfar og aðstæður muni hafa áhrif á gang mála. „Það stendur til að senda Þór af stað sem fyrst, vonandi í næstu viku, en það fer eftir aðstæðum og veðurspá. Svæðið er erfitt vegna neðansjávarstrauma og yfirborðs- öldu.“ Fiskibátnum Jóni Hákoni BA hvolfdi fyrirvaralaust út af Aðalvík að morgni þriðjudagsins 7. júlí 2015. Í áhöfn bátsins voru fjórir menn, þrír þeirra björguðust við harðan leik en sá fjórði, Magnús Kristján Björnsson, fórst í slysinu. Þegar þeir höfðu verið á kili bátsins í tæpa klukkustund kom smábáturinn Mar- dís mönnunum til bjargar og var síðan siglt með þá til Bolungarvíkur. Úr viðhaldi í rann- sóknarleiðangur  Þór snýr heim frá Póllandi  Hefja rannsókn á sjóslysi Morgunblaðið/Ómar Togkraftur Öflugt spil Þórs hífir flakið af hafsbotni Aðalvíkur. Prófessorarnir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Steinunn Gestsdóttir hafa verið ráðnar í störf aðstoðarrektora við Háskóla Íslands og Guðmundur Ragnar Jónsson prófessor í stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýslu skólans frá 1. júlí næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands í gær að þessar ráðningar séu gerðar í framhaldi af breytingum á skipulagi sameiginlegrar stjórn- sýslu skólans. Aðstoðarrektorar og fram- kvæmdastjóri ráðnir við HÍ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Yfirmenn við HÍ Guðmundur Ragnar Jónsson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Steinunn Gestsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.