Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 23
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJALTA ÞÓRÐARSONAR, fv. skrifstofustjóra MBF, Ástjörn 2, Selfossi. . Margrét Sturlaugsdóttir, Rúnar Hjaltason, Elísabet Jensdóttir, Heimir Hjaltason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Arna Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Sóley Hjaltadóttir, Ólafur Jónsson, Svala Hjaltadóttir, Júlíus Eyjólfsson, Hjaltey Rúnarsdóttir, Andrés Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. bar á góma í okkar spjalli sem og auðvitað gegnum lestur einhverra af þeim fjölmörgu bókum og ritum sem eftir hann liggja sem höfund, ritstjóra eða hvatamann að út- gáfu. Ég vil fyrst og fremst þakka Einari Laxness að leiðarlokum ánægjuleg kynni og stuðning. Hans verður saknað í okkar fé- lagsskap og tómlegt til þess að hugsa að eiga þess ekki von að hitta hann, ekki síst þegar hinn góði félagsskapur eldri vinstri grænna tekur upp þráðinn að hausti. Ég votta aðstandendum samúð mína. Steingrímur J. Sigfússon. Það var gaman á stjórnarfund- um í Sögufélagi í forsetatíð Einars Laxness. Við Sigríður Erlends- dóttir, Ragnheiður og fjölmennur hópur karlmanna áttum fjörugar umræður um þjóðfélagsmál áður en gengið var til formlegrar dag- skrár. Þetta voru langir fundir en maður fann ekki fyrir tímanum. Í minningunni er eins og allir hafi haft miklu meiri tíma þá. Það var einnig mikið félagslíf tengt stjórn- arsetunni og var Elsa ávallt með Einari. Það var bara svo gaman að hittast. Einar var forseti á árunum 1978-1988, og fetaði þar í fótspor afa síns, Einars Arnórssonar ráð- herra og sagnfræðings, sem var forseti á árunum 1935-1955. Hér er ekki ætlunin að gera úttekt á sagnfræðingnum Einari Laxness enda væri það langt mál. Mig langar eingöngu til að nefna nokk- ur rit Einars sem mér finnst sér- lega merkileg. Í fyrsta lagi Ís- landssaga a til ö sem var og er stórvirki, grundvallarrit í Íslands- sögu – á borði flestra sagnfræð- inga og sennilega sú bók sem mað- ur hefur oftast flett upp í. Ómetanlegt uppsláttarrit fyrir kennslu og rannsóknir í Íslands- sögu. Hitt ritið eru rúmar 500 blaðsíður af bréfaskiptum Jóns Guðmundssonar og Jóns Sigurðs- sonar með skýringum sem Einar gaf út á vegum Þjóðskjalasafns Ís- lands fyrir um tíu árum. Bréf eru frumheimildir, einn eftirlætis- heimildaflokkur sagnfræðinga. Þær breytast ekki en túlkun á þeim gerir það og munu kynslóðir ókominna sagnfræðinga stöðugt hafa gagn af þeim. Í forsetatíð Einars var útgáfustarf Sögufélags í blóma. Helst vil ég nefna í því sambandi að ný ritröð sá dagsins ljós, Safn Sögufélags, rit þýdd úr torskildum tungumálum eins og tékknesku og latínu, um Ísland og Íslendinga, í umsjón Helga Þor- lákssonar prófessors. Auk þess að vera merkur sagn- fræðingur var Einar skemmtileg- ur, hjartahlýr, hress, glaðlegur og mikill vinur. Ég votta Elsu og allri fjölskyldunni innilega samúð. Anna Agnarsdóttir. Kveðja frá Sögufélagi Einar Laxness sagnfræðingur er fallinn frá eftir langa og starf- sama ævi og varði hann drjúgum tíma í þágu Sögufélags um ára- tugaskeið. Hann ritaði grein um aldarsögu félagsins árið 2002, en þá voru liðnir meira en fjórir ára- tugir síðan hann settist fyrst í stjórn þess árið 1961. Við sem komum síðar til liðs við sagnfræðina minnumst Einars sem mikils Sögufélagsmanns, sem ávallt bar hag þess fyrir brjósti, lét sig framgang þess mikið varða og mætti á fundi og samkomur fé- lagsins allt fram á síðasta dag. Ekki eru nema nokkrar vikur liðn- ar síðan hann kom síðast og fagn- aði með félaginu þegar ný bók kom út. Einar settist í stjórn Sögu- félags árið 1961, var 17 ár stjórn- armaður og var jafnframt einn rit- stjóra tímaritsins Sögu á árunum 1973-1978. Þá tók hann við sem forseti félagsins, trúnaðarstarfi sem hann sinnti af alúð og elju- semi í tíu ár allt fram til ársins 1988. Tímaritið Saga hefur verið flaggskipið í útgáfu félagsins frá því það byrjaði að koma út árið 1949. Á því tímabili sem Einar var ritstjóri ásamt Birni Teitssyni og Birni Sigfússyni efldist ritið, for- síða þess var endurnýjuð og ýms- ar efnislegar nýjungar komu fram. Í forsetatíð Einars efldist Sögufélag og dafnaði það einnig vel, félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, útgáfusviðið var víkkað út og farið var að gefa út þýdd rit síð- ari alda, Íslandssögu fyrir al- menning og bækur ætlaðar til kennslu. Auk þess að koma að útgáfu- málum og ritstjórn á vegum Sögu- félags var Einar virkur í fræði- störfum meðfram kennslu og öðrum störfum. Liggja eftir hann mörg rit og ber sérstaklega að draga fram í dagsljósið stórmerkt uppflettirit um Íslandssögu sem gefið hefur verið út í þrígang, síð- ast árið 2015. Það rit mun lengi halda nafni hans á lofti. Sögufélag sendir ekkju Einars, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og þakkar og minnist alls hins óeigingjarna starfs sem hann vann á vettvangi félagsins. Fyrir hönd félagsins, Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags. Kveðja frá Þjóðskjalasafni Einar Laxness var sagnfræð- ingur og starfsmaður Þjóðskjala- safns Íslands og skilaði þar af- bragðsgóðu verki. Hann hóf störf sem skjalavörður árið 1993 og lét af því starfi árið 2001 þegar hann varð sjötugur. Í ljósi reynslu hans og þekking- ar voru Einari einkum falin sér- verkefni. Rannsóknir og annar undirbúningur vegna sýninga og samning sýningartexta var drjúg- ur hluti verka hans. Hann kom m.a. að uppsetningu þriggja stórra sýninga safnsins á þessum árum. Sýningin „Fram til fullveld- is“ var opnuð í núverandi lestrar- sal Þjóðskjalasafns 1. desember 1993, „Leiðin til lýðveldis“ var haldin í samstarfi við Þjóðminja- safn í Morgunblaðshúsinu og hófst sumarið 1994 og loks var „Kristni í 1000 ár“ opnuð í Safna- húsinu árið 2000. Auk þess kom hann að öðrum minni sýningum. Þá vann Einar við ráðgjöf í marg- víslegum málum og ekki má gleyma að hann var afburðagóður yfirlesari hvers konar sérfræði- texta, enda sjálfur afar góður penni. Eftir formleg starfslok var Ein- ar viðloðandi safnið í nokkur ár á meðan hann lauk vinnu við útgáfu bréfa Jóns Guðmundssonar, rit- stjóra Þjóðólfs, til Jóns Sigurðs- sonar. Þau komu út í bókinni Jón Guðmundsson ritstjóri, Bréf til Jóns Sigurðssonar forseta 1855- 1875, sem Þjóðskjalasafn gaf út árið 2007. Áður hafði hann tekið saman bréf Jóns Guðmundssonar til sama viðtakanda frá árunum 1845-1855. Þau birtust í ritinu Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval, 2. bindi, sem út kom á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins árið 1984. Ein- ari var umhugað um að ljúka þessu verki. Einar var vel liðinn enda ákaf- lega ljúfur í allri umgengni og hjálpsamur öllum sem til hans leituðu. Hann var hafsjór af fróð- leik um sögu lands og þjóðar og þess nutu samstarfsmenn hans í safninu ríkulega. Þar var ekki komið að tómum kofunum. Einar sýndi Þjóðskjalasafni og starfsmönnun þess ræktarsemi eftir að störfum hans lauk þar. Hann heimsótti oft safnið og fyrr- verandi samstarfsmenn sína þar. Síðasta heimsókn Einars var í lok aprílmánaðar, þegar hann þáði boð safnsins í útgáfuteiti. Að venju var Einar glaður og kátur og áhugasamur um málefni safnsins. Fyrir hönd starfsmanna Þjóð- skjalasafns færi ég eftirlifandi eiginkonu Einars, Elsu Jónu Theódórsdóttur, og fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 ✝ Kristján Brynj-ólfur Kristjáns- son fæddist í Borg- arnesi 4. ágúst 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 16. maí 2016. Foreldrar hans voru Kristján M. Kristjánsson kaup- maður, f. 31. októ- ber 1909, d. 29. júní 1998, og Ingibjörg Brynjólfs- dóttir húsmóðir, látin. Systkini Kristjáns Brynjólfs voru Bryndís Friðþjófsdóttir, f. 3. desember 1938, látin, Brynhildur Krist- jánsdóttir, f. 27. maí 1948, d. 20. nóvember 2013, og Hans-Kon- rad Kristjánsson, f. 1958. Þann 17. júlí 1965 gengu þau ber 1987, Alexander Már Bene- diktsson, f. 17. desember 1994, Rebekka Rut Benediktsdóttir, f. 11. janúar 1998, og Ísabella Mar- grét Benediktsdóttir, f. 14. októ- ber 2004. Binni var sendur í fóstur hjá Sigríði í Sólheimatungu í Borg- arfirði frá fimm ára aldri en fluttist 14 ára heim í föðurhús að Borgarholtsbraut í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr Barnaskóla Mýrasýslu, Varmalandi, vorið 1958 en stundaði síðan nám í Kópavogsskóla. Eftir útskrift þaðan hóf hann nám í þjóna- og veitingaskólanum og útskrif- aðist þaðan 1965. Fljótlega eftir útskrift fluttust þau hjónin til Svíþjóðar, bjuggu í Klippan, en komu síðan heim 1967. Eftir heimkomu starfaði hann sem þjónn á ýmsum stöðum eins og í Klúbbnum, Glaumbæ, Hótel Sögu en þó lengst af á Hótel Loftleiðum. Útför Kristjáns verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 2. júní 2016, klukkan 13. Kristján Brynjólfur og Kristbjörg Jó- hannsdóttir, f. 30. janúar 1944, í hjónaband. Börn þeirra eru Ingi- björg Brynjólfsdóttir, f. 12. apríl 1966, og Benedikt Már Brynjólfsson, f. 13. nóvember 1968. Kristján Brynjólfur og Kristbjörg slitu samvistum árið 1979. Barnabörnin eru: Al- mar Þór Ingason, f. 2. desember 1987, Brynjar Þór Ingason, f. 4. júní 1989, d. 19. desember 2010, Fannar Þór Ingason, f. 4. maí 1994, Benedikt Már Ingibjarg- arson, f. 20. október 2010, Aron Aminov Benediktsson, f. 8. októ- Elsku hjartans pabbi minn, nú er komið að leiðarlokum að sinni. Mínar bestu minningar eru þegar ég var gutti og við fjölskyld- an vorum öll saman. Þá varstu svo sannarlega besti pabbi sem ég gæti óskað mér. Þú varst fyrirmyndin mín og ég leit upp til þín. Þú kenndir mér að hjóla, smíðaðir meira að segja hjól handa mér. Þegar þú varst að þjóna elti ég, litli pabbastrákur- inn, þig í jakkafötunum mínum. Ég vildi vera svona flottur eins og pabbi. Ég var ungur að árum þegar þú byrjaðir að veikjast, það skiptust á skin og skúrir í lífi þínu. Kannski sýndi ég ekki alltaf hvað ég elskaði þig, en það gerði ég svo sannar- lega. Þú varst eini pabbi minn og er ég líkur þér og er stoltur af því. Þú varst sannkallað glæsimenni með sterka andlitsdrætti sem ég hef frá þér. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og á það vel við hér. Ég hélt að við hefðum mikið meiri tíma saman. Þetta skyndilega frá- fall þitt sýnir mér að maður á að vera duglegri að rækta fjölskyld- una sína. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þar til næst, pabbi minn. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þinn sonur, Benedikt. Elsku afi okkar, nú er komið að kveðjustund, fyrr en við bjugg- umst við. Afi í Hveragerði eins og við systkinin sögðum alltaf. Við fórum oft í bíltúr til þín á Ás. Þegar við vorum minni og á meðan Eden var enn til skruppum við þangað og þú keyptir ís fyrir okkur og settir pening í apann góða. Elsku afi, þú varst mikil barna- gæla og gladdist alltaf mikið við að hitta okkur. Það eiga sko ekki allir afa sem prjónar, en það áttum við. Allar peysurnar, sokkarnir og vettlingarnir sem þú gerðir. Þú varst snillingur með prjónana. Það er mikill söknuður við brotthvarf þitt. Við sendum pabba, Ingu, Konna bróður þínum, ömmu og hinum barnabörnum þínum inni- legar samúðarkveðjur. Við kveðj- um þig með þessu fallega ljóði: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Þín afabörn, Alexander Már og Rebekka Rut. Minn elskulegi bróðir, Kristján Brynjólfur Kristjánsson, kvaddi þennan heim 16. maí síðastliðinn. Faðir okkar kynntist móður minni Reinholde Konrad Kristjánsson, Konný, sem kom til landsins frá Þýskalandi 1949. Hófu þau búskap saman og fluttu á Borgarholts- brautina í Kópavogi í apríl 1958, þá var ég einungis þriggja mánaða gamall. Síðar sama árið fluttist Binni til okkar og bjó hjá okkur allt frá 14 ára aldri til 21 árs aldurs þegar hann flutti út til Svíþjóðar Binni útskrifaðist vorið 1958 úr Barnaskóla Mýrasýslu í Varma- landi. Bar strax á handlagni hans, en hann var klár bæði í handa- vinnu og teikningu og hafði fallega rithönd. Síðan hóf hann nám í Kópavogsskóla og í framhaldi ákveður Binni að læra til þjóns í þjóna- og veitingaskólanum. Binni útskrifaðist sem þjónn árið 1965 og fékk þar viðurkenningu fyrir góða skreytingu. Helsta áhugamál Binna var fuglar; hann elskaði þá og einnig tónlistina. Enda er til falleg mynd af honum brosandi þar sem hann heldur á stálpuðum kríuungum. Það voru líka endur heima á hans vegum en hann ræktaði einnig ótal fugla seinna á lífsleiðinni. Tónlist- in átti einnig hug hans allan. Hann spilaði á gítar, stundum á raf- magnsgítar, frá því að ég man eftir mér og átti fullt af poppplötum sem ég spilaði í botni löngum stundum á grammófóninum hans. Hann spilaði í hljómsveit sem hét Kiss og þannig kynntist hann verðandi konu sinni, Kristbjörgu Jóhannsdóttur, þegar hann spilaði með hljómsveitinni í húsmæðra- skólanum. Þau giftu sig 17. júlí 1965 og fluttu síðan til Klippan í Svíþjóð. Þar starfaði hann sem þjónn næstu tvö árin þangað til þau fluttu aftur heim og bjuggu hjá okkur um stund þangað til þau fluttu í Freyjugötu 1. Heimili þeirra var fyrirmyndar- heimili, eftirminnileg eru öll ánægjulegu hátíðarboðin og heim- sóknirnar. Sundum var ég látinn passa Ingibjörgu og Benedikt litla, við spiluðum spil og mikado, hlustuðum á plötur sem þau áttu eða Binni tók einfaldlega lagið. Sérstaklega hafði ég unun af því þegar hann spilaði heima á orgelið hans pabba með miklum tilþrifum þegar svo bar undir. Eftir að Binni kom frá Svíþjóð brást andlega hliðin og hún spilaði ekki alltaf með. Oft ræddu feðg- arnir um veikindamál þegar Binni kom í heimsókn, um leið og hann endurnýjaði víxlana stundvíslega, en hann var alltaf mjög passasam- ur í fjármálum. Í Binna bjó af- skaplega góð sál. Honum þótti mjög vænt um börnin sín og barnabörnin og einnig um Borg- arholtsbrautina, heimilið sem hann ólst upp á. Eftir að Binni skildi við Kristbjörgu héldu þau alltaf sambandi og voru vinir og hann gat ætíð leitað til hennar þegar honum lá eitthvað þungt á hjarta. Binni fluttist síðar á Ás í Hveragerði og bjó þar til æviloka. Þar hafði hann í herbergi sínu af og til finkur og páfagauka en hann prjónaði einnig undurfagrar peys- ur. Binni var afskaplega myndar- legur ungur maður. Hann var ætíð mikill snyrtipinni. Sem krakki minnist ég þess ætíð þegar hann var að hafa sig til, klæðast hvítri skyrtu, bera á sig Old Spice rak- spíra og brilljantín í hárið. Binni var einn af bestu þjónum landsins og fékk meðal annars Nixon-næl- una sem þakklæti fyrir góð þjón- ustustörf. Mér þótti vænt um það í minni síðustu heimsókn til hans, sem ég vil minnast, þegar ég gaf honum rakspírann og hann bar hann á sig og naut þess virkilega. Ég faðmaði hann og kvaddi með þeim orðum að ég ætlaði að koma aftur til hans. Ég vil kveðja Binna með því að þakka honum fyrir allt það góða sem hann sýndi mér í lifanda lífi. Hans Konrad Kristjánsson. Komið er að leiðarlokum okkar í þessari jarðvist og þú floginn á vit nýrra ævintýra. Í nýjum heimi þar sem engar hömlur eru, sál og líkami heil að nýju. Kristján, þú varst tengdapabbi minn í þó nokkur ár og sá eini sem ég hef haft. Þú ert afi barnanna minna tveggja. Þú varst ríkur maður af barnabörnum, en þér hlotnaðist að eignast átta. Ég hef í gegnum árin heyrt ófáar sögurnar af þér þegar þú varst upp á þitt besta. Ég veit að þú varst snilld- arþjónn, ávallt flottur í tauinu og svo myndarlegur að eftir þér var tekið. Þú varst alltaf hreinn og beinn og sagðir það sem þér fannst, en að sama skapi varstu stundum við- kvæmur fyrir gagnrýni. Þú varst listaverkamaður í höndunum og ófáar peysurnar hafa flogið úr höndum þínum. Þú varst mjög vandvirkur í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Í gegnum tíðina hefur þú alltaf haft mikinn áhuga fyrir dýrum og þá aðallega fuglum. Síðustu æviár- in varstu með mikinn félagsskap af fuglunum þínum. Fjölskylda þín og aðrir ástvinir hafa misst mikið með brottför þinni. Við sjáumst síðar, Kristján minn. Ég sendi börnum þínum Ingibjörgu og Benedikt, barna- börnum og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Katrín Ósk Adamsdóttir. Kristján Brynjólf- ur Kristjánsson Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR ARI EINARSSON, fyrrverandi skólastjóri, Ásvegi 28, Breiðdalsvík, andaðist á hjartadeild Landspítalans 29. maí. Útförin fer fram frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 4. júní klukkan 11. . Auður Stefánsdóttir og fjölskylda. Röng undirskrift. Í gær, miðvikudaginn 1. júní, birtist rangt nafn við minn- ingargrein. Undir grein móð- ur um Regínu Sif Mar- inósdóttur stóð Elín Sigurðardóttir en móðir Reg- ínu er Guðbjörg Birkis Jóns- dóttir. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.