Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 12
2
Orð og tunga
legrar íslenskrar orðabókar eftir siðskipti og var Alexander Jóhann-
esson prófessor aðalhvatamaður þess. Verkið fór hægt af stað. Arni
Kristjánsson var lausráðinn til orðtöku 1943 og vann við hana ásamt
kennslustörfum. 1947 var Asgeir Blöndal Magnússon fenginn til
verksins og voru þeir Árni nú fastráðnir til að safna efni til sögu-
legrar íslenskrar orðabókar. Yfirstjórn orðabókarverksins, sem í sátu
þrír prófessorar við deildina, töldu mikilvægt að ráða forstöðumann
til verksins og leituðu til Jakobs Benediktssonar sem féllst á að taka
starfið að sér. Hann var ráðinn til þess 1. janúar 1948 og gegndi því
til ársloka 1977 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Orðabók Há-
skólans hafði fest sig í sessi.
í upphafi lagði Háskóli íslands út fyrir öllum kostnaði við undir-
búning orðabókarstarfsins og síðar fyrstu orðtökuna. Árið 1947 fékkst
það samþykkt að háskólinn og ríkið skiptu kostnaði jafnt sín á milli
og þannig var staðan þegar Jakob tók við forstöðumennskunni. Orða-
bókin varð síðar ríkisstofnun 1964 og við það voru fjárveitingar orðnar
tryggar þótt ekki væru þær háar.
Mikið verk var fram undan þegar Jakob settist við skrifborðið sitt
á efstu hæð í norðurenda aðalbyggingar háskólans. Eftir var að safna
orðaforðanum úr heimildum fjögurra alda, skrifa orðabókargreinar og
gefa út bók í mörgum bindum, eins og ætlunin var þá, starfsmenn að-
eins þrír og ekkert fé til að greiða aðstoðarfólki fyrstu árin. Þeir fé-
lagarnir lásu því handrit og bækur, skrifuðu á seðla og röðuðu þeim í
kassa. Þannig var unnið árum saman.
Þegar heim kom á daginn settist Jakob við að ljúka doktorsrit-
gerð sinni um Arngrím Jónsson lærða sem hann varði 1957 og kom
út í Kaupmannahöfn sama ár undir heitinu Arngrímur jónsson and his
works. Á sama hátt vann hann að öllum þeim verkum sem eftir hann
liggja, frumsömdum og þýddum, en í þá daga var ekki til það sem
nú kallast „frjálsar rannsóknir" sem hluti vinnutímans. Ég ætla ekki
að gera hér að umræðuefni hinar fjölmörgu greinar Jakobs, útgáfur
og þýðingar, sem flestir í íslenskum fræðum þekkja, aðeins orðabók-
arstarfið sem hann tók að sér og vann að í þrjátíu ár.
Ég kom fyrst á Orðabókina haustið 1965 sem stúdent á þriðja ári,
nýbúin að ljúka fyrri hluta prófi. Mér hafði boðist þar vinna með námi
og kveið ég því heil ósköp að berja að dyrum og spyrja eftir Jakobi.
Sá kvíði reyndist ástæðulaus. Við mér tók brosandi maður í reykmett-
uðu herbergi sínu, sló úr pípunni og tók að spyrjast fyrir um námið.