Orð og tunga - 01.06.2007, Page 14
4 Orð og tunga
er það safn geymt í sérstökum kassa. Þessu verki lauk hann skömmu
áður en hann lét af störfum.
Árið 1956 hófst samvinna milli Ríkisútvarpsins og Orðabókar Há-
skólans um útvarpsþætti. Jón Aðalsteinn Jónsson hafði þá um skeið
flutt útvarpsþætti um íslenskt mál en ákveðið var nú að tengja þættina
orðabókarstarfinu að hluta. Jakob reið á vaðið og flutti fyrsta þáttinn
6. nóvember og lýsti hugmyndinni á eftirfarandi hátt:
Þó að þessum þætti sé framar öllu ætlað að vera fræðslu-
þáttur fyrir almenning, þá skal hinu ekki leynt að við orða-
bókarmenn væntum okkur af honum nokkurs fróðleiks frá
þeim sem á hann hlusta og senda honum bréf. Hvort-
tveggja er, að spurningar um íslenska tungu geta veitt bæði
beina og óbeina fræðslu um ýmsa hluti sem okkur fýsir að
vita, og eins er ekki loku fyrir skotið að við munum stund-
um beina spurningum til hlustenda um atriði sem okkur
skortir tilfinnanlega vitneskju um. Mættu svo báðir aðilj-
ar, hlustendur og við, hafa af þættinum nokkurt gagn, og
samstarf takast sem báðum gæti komið að notum.
Ekki stóð á liðsinni almennings. Fyrst í stað var efni þáttanna orðfræði
og málfarslegar leiðbeiningar auk orðasöfnunar en eins og þeir vita
sem fylgdust með þættinum íslenskt mál þróaðist hann smám saman
í að verða samvinnuvettvangur Orðabókarinnar og hlustenda ríkisút-
varpsins. Eg á ekki von á að Jakob og samstarfsmenn hans hafi árið
1956 grunað að þátturinn yrði á dagskrá í tæpa fimm áratugi.
Jakob var ákaflega ljúfur yfirmaður. Hann var vinnusamur en gaf
sér þó alltaf tóm til að spjalla við samstarfsmenn og þá sem til hans
leituðu. Þeir voru ófáir stúdentarnir sem leituðu ráða hjá honum og
fóru sjaldan burt án þess að fá einhverja úrlausn. Sem sumarstarfs-
maður á efstu hæð Árnagarðs minnist ég þess hvernig dagur hans
hófst. Hann kom með strætisvagni ofan úr Hlíðum um hálftíu, settist
stundarkorn í sófann inni hjá Ásgeiri Blöndal, þar sem mér hafði verið
holað niður, sló úr pípunni, tróð í aftur og spjallaði, sagði sögur og hló
á meðan hann reykti pípuna til enda. Þá stóð hann upp og hóf dagleg
störf. Þessar fáu mínútur eru ljúf minning um góðan yfirmann.
Guðrún Kvaran